1. grein.
Nafn félagsins er Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi skammstafað: F.Í.Æ.T.
Samtökin hafa heimili og varnarþing hjá formanni hverju sinni.
2. grein.
Rétt til aðildar að félaginu eiga þeir stjórnendur sem hafa umsjón með íþrótta- og frítímamálum hjá ríki og sveitarfélögum, þó starfsheiti þeirra séu ekki þau sömu.
3. grein
Tilgangur og markmið félagsins eru m.a.:
- að hafa áhrif á mótun heildarstefnu ríkis og sveitarfélaga á sviði íþrótta- og frítímamála.
- að auka samstarf meðal félagsmanna.
- að stuðla að aukinni þekkingu og fræðslu meðal félagsmanna.
- að stuðla að aukinni samvinnu við erlenda samstarfsaðila
- að stuðla að fræðslu til almennings um gildi íþrótta- og frítímastarfs sem og almennri lýðheilsu
- að stuðla að samræmingu og hagkvæmni við undirbúning og framkvæmdir sem tengjast íþrótta- og frítímamannvirkjum.
- að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem vinna að hvers konar forvörnum.
- að stuðla að samstarfi samstarfi íþrótta-, frítíma- og skólastarfs.
- að eiga samskipti við ríki, sveitarfélög og félagasamtök vegna íþrótta- og frítímamála.
4. grein
Til að vinna að markmiðum sínum heldur félagið árlega fundi að vori og hausti. Vorfundur sem er aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en 31. maí ár hvert og leggur stjórn félagsins til aðalfundarstað í samráði við félagsmenn. Haustfundur skal öllu jöfnu haldinn í október ár hvert.
5.grein
Aðalfundur félagsins er æðsta vald í málefnum þess. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað og skal boða aðalfund með minnst mánaðar fyrirvara.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Setning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarrita.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.
5. Umræður um skýrslu og ársreikinga.
6. Lagabreytingar.
7. Fræðslu- og upplýsingaerindi.
8. Kosning formanns, stjórnar, skoðunarmanna og fagnefnda.
9. Ákvörðun um árgjald.
10. Inntaka nýrra félaga
11. Önnur mál.
6.grein
Stjórn félagsins skipi formaður kjörinn til tveggja ára, og fjórir meðstjórnendur, kjörnir til tveggja ára. Kosning meðstjórnenda skiptist þannig að tveir og tveir eru kosnir annað hvert ár þannig að kosið er um tvo meðstjórnendur á hverju ári, þeir skipti með sér verkum varaformanns, ritara, gjaldkera og meðstjórnenda. . Stjórnarmaður má lengst sitja fjögur ár í senn. Honum er þá heimilt að bjóða sig fram til varastjórnar. Öðlast hann að nýju rétt til framboðs í aðalstjórn eftir eitt ár í varastjórn eða utan stjórnar. Kjósa skal tvo varamann og tvo skoðunarmenn reikninga til eins árs í senn.
Kjósa skal tvo félagsmenn í eftirtaldar fagnefndir, samtals sex nefndarmenn en formaður hverrar nefndar kemur úr stjórn félagsins:
· Íþróttanefnd
· Frítímanefnd
· Fræðslu- og upplýsinganefnd
7. grein
Lögum þessum er einungis hægt að breyta á aðalfundi og með 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillögur um lagabreytingar skuli berast stjórn félagsins eigi síðar en 3 vikum fyrir aðalfund. Félagsmönnum skulu kynntar tillögur að breytingum 2 vikum fyrir aðalfund.
8. grein.
Lög þessi öðlast gildi við samþykkt aðalfundar. Jafnframt falla úr gildi fyrri lög.
Lög félagsins voru samþykkt á Ísafirði 10. maí 1997.
Breytingar á 5. grein gerð í Reykjavík 23. maí 2001.
Breytingar á 8. grein gerð á Akureyri 10. maí 2002.
Breytingar á 5. grein gerð á Ísafirði 20. maí 2005.
Breytingar á 7. grein gerð í Snæfellsbæ 13. apríl 2012.
Breytingar á 2., 3., 4., 5., 6., 7. og 8. grein í Grindavík 12. maí 2017.
Breytingar á 6. grein 6. maí 2021