Fréttir úr starfinu

Karl Jónsson hefur tekið við af Ernu í Eyjafarðarsveit, bjóðum hann velkominn í félagið

Hann sendi okkur nokkrar línur til að kynna sig:

--

Ég heiti Karl Jónsson og starfa sem forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í Eyjafjarðarsveit. Starfslýsing mín er gríðarlega víðtæk því á minni könnu er ekki bara rekstur íþróttamiðstöðvarinnar, heldur líka tjaldsvæðisins. Ég er yfirmaður félagsmiðstöðvarinnar Hyldýpis, starfsmaður ungmennaráðs og starfa við Heilsueflandi samfélag. Þá er ég eðli málsins samkvæmt náinn samstarfsmaður UMF Samherja hér í sveit.  

Ég hef víðtæka rekstrar- og starfsreynslu m.a. úr íþróttahreyfingunni og ferðaþjónustu sem nýtist mér vel í þessu starfi og þá hef ég þjálfað körfubolta á öllum stigum í meira en 30 ár og þekki því vel til starfsemi íþróttafélaga og þarfa barna og unglinga í því starfi.  

Ég tók við góðu búi hér um síðustu áramót, rekstur mannvirkjanna og mönnun í nokkuð föstum og góðum skorðum,  en er farinn að setja aðeins meira mark mitt á starfsemina og koma framfarahugmyndum í framkvæmd, eyða gráum svæðum sem eru hér og þar og tryggja betri yfirsýn yfir þennan stóra málaflokk.  Þetta umhverfi þarf stöðugt að vera í þróun og í slíku umhverfi líður mér vel. Ef það vantar svo trymbil í FÍÆT-bandið, er ég klár 😊 

Gunnar Gunnarsson er íþrótta- og tómstundafulltrúi fyrir þrjá hreppa, i hlutastarfi hjá öllum:  Bláskógabyggð, Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp.

Gunnar er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur með mastersgráðu frá Norges Idrettshögskole í Physical Activity and Health. 

Við bjóðum Gunnar velkominn í félagið.

Ég heiti Ingimar Guðmundsson og starfa sem forstöðumaður frístundamála hjá Hveragerðisbæ. Í þeirri stöðu er ég forstöðumaður Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku en hún hefur yfirumsjón á skipulagningu og rekstri á því frístundastarfi sem sveitarfélagið ber ábyrgð á og býður upp á.

Ég útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2017 þar sem ég lærði tómstunda- og félagsmálafræði og eftir námið flutti ég til Svíþjóðar þar sem ég starfaði sem teymisstjóri í hegðunar- og atferlisteymi í alþjóðlegum enskuskóla. Árið 2020 flutti ég heim og hóf þá störf sem forstöðumaður Bungubrekku.

Það var aldrei planið að koma til baka frá Svíþjóð og fara að vinna í frístundamálum en þegar tækifærið kom í mínu uppeldisveitarfélagi var ég ekki lengi að breyta um skoðun og reyna leggja mitt af mörkum til þess að skapa betra samfélag fyrir börn, unglinga og aðra bæjarbúa í Hveragerði! 

Tveir nýjir félagar hafa bæst í hópinn á síðustu tveimur dögum. 

Fyrst ber að nefna að Þorgerður Þóra Hlynsdóttir (sem gengur undir nafninu Gigga alla jafna) hefur gengið í félagið og er það í fysta skiptir sem Skagaströnd á aðild að félaginu. 

Svo hefur Ása Kristín Einarsdóttir tekið við stöðu verkefnastjóra frístunda- og forvarnarmála hjá Seltjarnarnesbæ. 

Bjóðum við þær báðar velkomnar í félagið. 

FÍÆT félagar eru því orðnir 53. 
 

Búið er að senda út dagsetningu aðalfundar og verða frekari upplýsingar sendar á næstu dögum í gegnum netfangalista félaga. Ef þú kannast ekki við að hafa fengið slíkan póst hafðu þá samband við okkur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  

Síða 1 af 3