FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

Stjórnarfundur FÍÆT  7. desember 2011 í Kópavogi.

Mættir: Alfa Aradóttir, Gísli Rúnar Gylfason, Jóhann Rúnar Pálsson, Ragnar M Sigurðsson og Ragnar Örn Pétursson.  Fundargerð ritaði Gísli Rúnar.

Dagskrá:

 1. Prókúrumál

Stjórn gekk frá prókúrumálum. Alfa fær fullan aðgang að reikningum félagsins, Gísli heldur sínum aðgangi áfram og aðrir sjtórnarmenn fá skoðunaraðgang.  Alfa mun skila inn gögnum til Landsbankans.

 

 1. Póstlisti FÍÆT

Fyrir liggur fyrirspurn um að annar en félagi verði á listanum.  Slíkt myndi gera utanumhald erfiðara og samþykkir stjórnin að póstlistinn sé eingöngu fyrir félagsmenn sem geta svo komið upplýsingum áfram til sinna starfsmanna sem koma fram í pósti félagsmanna.

 

 1. Okkar eigin „handbækur“

Stjórnin telur nauðsynlegt að kannaður verði möguleik á að gerð verði einhverskonar handbók fyrir málaflokkinn. Ákveðið að boða til fundar aðila frá Háskóla Íslands og hugsanlega Ólaf Proppé sem kom að gerað hanbóka fyrir Skátana á næsta stjórnarfund FÍÆT.

 

 1. Bæklingur FÍÆT

Búið er að senda út bæklinga á öll sveitarfélög landins. Formanni falið að ganga á eftir því með pósti til félagsmanna.
Mjög fá eintök eru eftir og var samþykkt að láta prenta þúsund eintök til viðbótar. Áætlaður kostnaður er um 50.000.- Formanni falið að ganga frá pöntun.

 

 1. Aðalfundur FÍÆT vor 2012

Aðalfundur FÍÆT verður haldinn í Snæfellsbæ 13.-14. apríl 2012. Fundurinn verður í beinu framhaldi af aðalfundi Samfés sem verður haldinn 12.-13. apríl. Stefnt verður að því að hægt verði að vera á báðum fundum.

 

 1. Æskulýðsstefna
  Búið er að senda sameiginlegt bréf FÍÆT, FFF og Samfés til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Formanni falið að fylgja erindinu eftir.

 

 1. Samstarf FÍÆT, FFF, Samfés og SFSÍ
  Ragnar Örn mun setja saman tillögur um það hvernig formlegt samstarf þessara aðila getur orðið. Umræða um það að formenn félaganna verði boðið á aðalfundi hvers félags fyrir sig, haldinn yrði formannafundur einu sinni á ári og að stjórnir félaganna hittust einnig á fundi. Þessar tillögur verði klárar fyrir áramót.

 

 1. Gullmerki FÍÆT
  Samþykkt að gera reglur um hvaða félagar fái gullmerki FÍÆT og hvaða merkingu slíkt merki hafi. Slíkar reglur skulu vera klárar fyrir aðalfund í vor og lagðar þar fram til samþykktar.