FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

2.fundur stjórnar FÍÆT tímabilið 2011 – 2012 haldinn í Reykjavík 22.sept 2011.

 

Mættir: Bjarni Gunnarsson, Gísli Rúnar Gylfason, Jóhann Pálsson, Ragnar Sigurðsson, Alfa Aradóttir og Bragi Bjarnason

Fundagerð ritaði Bragi Bjarnason

 

Byrjað á að ræða almennt um stöðu félagsins, fjölda nýrra meðlima og þeirra sem hafa hætt.

 

1.mál – Sundlaugareglugerðin

Rætt um reglugerðina og þær breytingatillögur sem liggja fyrir. FÍÆT lýsir yfir óánægju sinni með að ekki verði breytt 14.gr í þá átt að 10 ára börn geti farið ein í sund frá og með 1.júní. Aðrir þættir í tillögunni eru góðir.

 

2.mál – Utanlandsferð

Bjarni sendir út húgmyndir stjórnar og kallar eftir athugasemdum eða öðrum tillögum. Ákveða þarf tölu sem félagið leggur í ferðina og kanna með c.a. þátttökufjölda.

 

3. mál – Ungmennaráð

Rætt um ungmennaráð og tilgang þeirra. Ragnar fer yfir starfsemina í Þorlákshöfn. Allir sammála um að ungmennaráðin þurfi að fá verkefni frá pólitíkinni. Vera alvöru nefndir í stjórnsýslunni. Ragnar minnist einnig á verkefni sem Valur Rafn hefur unnið en hann starfar hjá Sambandinu núna og vinnur m.a. að þessum málum þar.

 

4. mál - FÍÆT bæklingarnir

Gísli fer í að senda þá út. Samþykkt samhljóða

 

5. mál – Fundaplan fyrir veturinn

Samþykkt að setja upp fundaplan og helstu verkefni (markmið) vetrarins. Nánar rætt á næsta fundi.

 

6.mál – Dagsetning á aðalfundi

Rætt um dagsetningu fyrir aðalfund og dags. 23-24. mars 2012 nefnd. Ákveðið að kanna hvort hún gangi upp eða næstu helgar í kring. Samþykkt að afgreiða málið á næsta fundi.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið.