5.stjórnarfundur FÍÆT haldinn 20.janúar í Molanum, Kópavogi.
Mætt: Gísli, Alfa, Ragnar Örn, Ragnar Sig., Jóhann og Bragi.
Bragi Bjarnason skrifar fundagerð.
- Samstarf FÍÆT, Samfés, FFSÍ og FFF
Ragnar Örn kynnir drög að samstarfssamningi milli þessara félaga. Fundarmenn fá drögin send og geta þá sett inn sínar athugasemdir og sent á Ragnar. Hann mun síðan kynna endanleg drög fyrir formönnum hinna félaganna. Sérstaklega rætt um tilgang og markmið. Mögulega þarf að útskýra þann lið aðeins betur.
- Æskulýðssjóður
Ragnar Örn bendir á að FÍÆT ætti að geta sótt um í þennan sjóð fyrir ákveðnum verkefnum. Samþykkt að sækja um í næstu úthlutun vegna samstarfs milli FÍÆT, Samfés, FFSÍ og FFF. Í vor verði síðan sótt um vegna handbókarinnar. Samþykkt að Ragnar og Gísli setji upp umsókn og sendi á stjórnina.
- Handbókargerð
Ólafur Proppé og Jakob Frímann Þorsteinsson frá Háskóla Íslands mæta á fundinn til að ræða gerð handbókar. Alfa og Gísli fara yfir forsöguna af því hvað vakir fyrir FÍÆT með gerð handbókar og vísa í handbækur skátanna sem eru að koma út fyrir hvert flokksstig.
Ólafur fer yfir aðdraganda handbókarinnar gagnvart skátunum og lýsir grunnhugsun skátanna og þeim gildum sem þeir standa fyrir. Skátarnir vinna með öll þroskasviðin líkt og vitsmunaþroska, tilfinningaþroska, líkamsþroski, andlegan þroska og fl. Í handbókunum koma fram markmið hvers flokksstigs hjá skátunum, persónuleg markmið hvers skáta sem og upplýsingar um starfið og gildin.
Fram kom hjá Ólafi að með hverri handbók fylgir lítil bók fyrir hvern skáta sem hann getur notað til aðstoðar í starfinu.
Ólafur kynnir líka leiðtogaþjálfun skátanna en markmið skátanna er að koma því í framkvæmd á næstu misserum.
Fram kom að grunnurinn í starfi skátanna t.d. gagnvart flokksstigunum væru í raun svipaður þeim eru í gangi hjá sveitarfélögunum. Þar eru frístundaheimili/skólavistanir, félagsmiðstöðvar og ungmennahús sem eru fyrir hvert aldursstig.
Jakob fjallar um tómstundafræðina hjá HÍ og hvað vanti kennsluefni á íslensku. Rætt um rammann sem þarf að vera til staðar. Hvaða opinberu reglum þarf að fylgja og hvað eru almenn gildi.
Rætt um starfsheitin og að það þurfi að einfalda þau í kringum íþrótta-, tómstunda-, æskulýðs- og frístundageirann. Þetta eru allt starfsheiti sem segja svipaða hluti en það þyrfti að fækka þeim.
Byrja þarf á því að fara í greiningavinnu. Hvernig er staðan í dag, hvað viljum við fá út úr þessu og hvernig ætlum við að gera það. Grófar hugmyndir sem koma fram eru ákveðin leiðarbók/vísir fyrir allt starfið. Síðan getur hver eining gert sína handbók til nánari upplýsinga t.d. félagsmiðstöðvar og fl.
Samþykkt að Alfa og Jakob vinni áfram að beinagrind um verkefnið.
- Fræðsluferð FÍÆT haustið 2012
Rætt um undirbúning ferðarinnar. Þarf að senda út kynningu á félagsmenn og kanna þátttöku. Gísli tekur það að sér. Stefnt á flug til Kaupmannahafnar mán. 19.nóv. og síðan heim aftur fös. eða lau. 23-24.nóv. Þyrfti að vera möguleiki fyrir félagsmenn að lengja ferðina fram á sunnudag ef þeir vilja. Rætt um ferðamáta milli Danmerkur og Svíþjóðar og flestir sammála því að vera með rútu sem fylgir okkur allan tímann en Ragnar Örn ætlar að kanna nánar verðlagningu á flugi og ferðamátum úti.
- Önnur mál
- a)Aðalfundurinn
Rætt um dagskrá fyrir aðalfund. Félagið er að sinna stórum verkefnum núna og því ætti að fá menntamálaráðherra til að ávarpa fundinn sem og fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Einnig rætt um að fá kynningu á fjölsmiðjunni frá Óla Þór.
Sigrún er að vinna í gistingu og kynnisferð um Snæfellsnesið. Gísli kannar hvort hún viti um einhvern góðan fyrirlestur úr héraði fyrir aðalfundinn.
Gísli sendir út ítrekun á dagsetningu aðalfundar fljótlega.