FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

7.stjórnarfundur FÍÆT haldinn 19. mars í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Mætt: Gísli Rúnar, Alfa, Ragnar Örn, Jóhann, Ragnar Sig. og Bragi.

Bragi Bjarnason skrifar fundagerð.

 

1.       Fundur með Mennta- og menningarámálaráðuneyti

Á fund stjórnar mættu fulltrúar Íþrótta- og æskulýðsdeildar Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Erlendur Kristjánsson,, Óskar Þór Ármannsson og Valgerður Þórunn Bjarnardóttir

 

Farið var yfir eftirfarandi atriði:

 

Haustfundur FÍÆT og Mennta- og menningarmálaráðuneytis.

-Menn sammála því að vel hafi tekist til og stefnt skuli að því að slíkur fundur yrði haldinn næsta haust. Ræddur möguleikinn á því að helda fundinn frá kl. 13-17. Jafnvel boðið upp á hádegisverð áður en fundur hefst, fyrir þá sem það vilja.

 

Evrópa Unga flókins

-Farið yfir stöðuna hjá Evrópu unga fólksins. Áætlunin nær til ársins 2013 og eftir það er áætlað að það renni inn í Erasmus styrktaráætlunina. Menn hafa af því áhyggjur að þessi hluti áætlunarinnar falli í skuggann þar sem hann er lítill hluti af heildinni.

 

 „Ungt fólk“ æskulýðsrannsóknir.

-Farið yfir hvernig verkefnið hefur verið í gangi undanfarið tuttugu ár. Rætt hvernig getum við nýtt okkur betur niðurstöðurnar og aðkomu FÍÆT að þeim málum.

Verkefni ÍSÍ og UMFÍ með niðurstöður úr Ungu fólki.

-Gert grein fyrir því að UMFÍ og ÍSÍ hefðu látið gera fyrir sig rannsóknir á svipuðum nótum og „ungt fólk „ rannsóknirnar með áherslu á íþróttahreyfinguna.


Verkefni ráðuneytisins með framhaldsskólunum um VÍMUEFNI og BETRI LÍÐAN - tvær skýrslur sem verið er að vinna með ráðuneytinu.

-Gert er ráð fyrir að skírslurnar verði birtar í maí á þessu ári.


Verndum þau

-Erlendur minnti á verkefnið Verndum þau og mikilvægi þess.


KOMPÁS og COMPASITO

                -Erlendur minnti á verkefnin Kompás og Compasito. Unnið er að þýðingu á Compasito og er áætlað að það taki um ár.


Ungmennaráð

                Mikið er að gerast í þeim málum og rætt um hvernig þróunin yrði á næstunni. Hvernig skipulag er hugsað í þeim málum sem og samstarf og samvinna.


Einelti - ofbeldi, verkefni ráðuneytisins í þeim málum.

-Erlendur gerðir grein fyrir verkefnum ráðuneytisins í þeim málum.


Samstarf þeirra sem koma að æskulýðsmálum

-Stjórn FÍÆT gerði grein fyrir drögum að samstarfsamningi FÍÆT, FFF, Samfés og SFSÍ og hver tilgangur hans er. Ráðuneytið hefur sýnt því áhuga á að halda sameiginlega fundi með þeim aðilum sem starfa í æskulýðsgeiranum. Telur stjórn FÍÆT að það fari algjörlega saman við áður nefndan samstarfssamning að slíkir fundir yrðu haldnir. Enda segir í samningsdrögunum: „Stjórnir félaganna munu setja sér sameinginleg markmið sem fela m.a. í sér aukið samstarf við Samband Íslenskra sveitarfélaga og við Mennta –og menningarmálaráðuneytið.“

 

Æskulýðsstefna

-Stjórn FÍÆT spurðist fyrir um stöðu á erindi varðandi gerð Æskulýðsstefnu. Erlendur sagði að búið væri að vísa erindinu til Æskulýðsráðs en benti á að það væri skynsamlegt að ítreka erindið.

 

Handbókargerð,

-Stjórn FÍÆT kynnti  þá vinnu sem hefur farið fram í samvinnu við Háskóla Íslands um gerð handbókar fyrir æskulýðsmálaflokkinn í heild. Gert er ráð fyrir að sem flestir í æskulýðsgeiranum komi að málinu Þá var rædd aðkoma og ráðuneytisins að slíku verkefni. Tekið var jákvætt í samstarf á slíkri handbókargerð og í raun talið eðlilegt að Mennta- og menningarráðuneytið sem og Samband Íslenskra sveitarfélaga komið að slíku verki.

 

2.       Viðurkenning fyrir besta BA verkefnið í Tómstunda- og félagsmálafræði

Háskóli Íslands, FÍÆT, Samfés og FFF standa að tilnefningur fyrir besta BA verkefnið í Tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ. Óskað var eftir því að tilnefna fulltrúa FÍÆT í dómnefnd. Samþykkt að tilnefnda Jóhann Rúnar Pálsson sem fulltrúa FÍÆT.

 

3.       Aðalfundur 13.-14. Apríl í Snæfellsbæ

Farið yfir stöðuna fyrir aðalfundinn, nú þegar hafa um 20 félagar skráð sig. Formaður fer í það verkefni að hafa samband við þá sem ekki hafa skráð sig.

Fyrirspurn kom frá Kára í Garðabæ varðandi skráningarkerfi til að halda utanum og skrá tíma í íþróttahús. Samþykkt að taka umræðu um slíkt á aðalfundinum og mun Bragi hafa samband við Kára og svo stýra þessum lið á aðalfuninum.

Lagabreytingar sem hafa borist stjórn. Engar lagabreytingartillögur hafa borist stjórn. Stjórnin mun leggja fram lagabreytingatillögu á aðalfundi, þ.e. að breyta orðalagi varðandi aðalfund, það segir í dag að hann skuli haldinn í maí ár hvert, tillagana breytir því í „eigi síðar en 31. maí ár hvert“

Samþykkt að kanna hvort bæjarstjóri Snæfellsbæjar geti komið og sett aðalfundinn. Formaður hefur samband við Sigrúnu í Snæfellsbæ. Einnig mun formaður klára endanlega dagskrá og skal hún vera tilbúin í vikulok og send á félagsmenn.

 

 

4.       Fræðsluferð FÍÆT 19.-23. nóvember

Kostnaðaraætlun er tilbúin og lagði Ragnar Örn fram fyrstu drög að ferðinni.  Stjórnin leggur til að niðurgreiðsla verði kr. 30.000 og greiddur verði rútukostnaður í Svíþjóð. Heildargreiðsla miðast við að fara ekki yfr 1,5 milljón.

Kynna þarf félögum dagskránna. Stjórnin sendir drögin á milli sín í tölvupósti í vikunni og stefnir á að senda út dagskrána til félaga í næstu viku. Tillagan verðu svo borin upp á aðalfundi í apríl. Stjórn telur að það þurfi að lágmarki 15 félagsmenn í ferðina til að hún verði, að öðrum kosti verði hætt við ferðina.

 

5.       Samstarfssamningur FÍÆT, FFF, Samfés og SFSÍ

Stjórnir félaganna hafa fengið drögin til umsagnar. Þær athugsemdir sem hafa borist eru orðalag sem hefur verið lagað og varðandi 2. grein um fulltrúa á aðalfundi hvors annars, þ.e. að hafa það opið að það sé ekki eingöngu formenn félaganna heldur fulltrúar félaganna sem hafa seturétt á fundina. Stjórn FÍÆT er sammála þessum athugasemdum og mun leggja samninginn fyrir aðalfund félagsins.