FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

3.stjórnarfundur FÍÆT 2011 haldinn á Akureyri 18.okt.

Mætt: Ragnar Sig, Alfa, Gísli Rúnar, Jóhann og Bragi
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.

 

1.       Formaður og stjórn samtakanna

Ákveðið að Alfa komi inn í aðalstjórn. Tekinn koddaslagur um formannssætið. Gísli barðist einn við sjálfan sig og hafði betur. Gísli Rúnar kosinn formaður samhljóða fram að  næsta aðalfundi. Alfa tók að sér stöðu gjaldkera undir handleiðslu Gísla. Einnig rætt um aukið gagnsæi gagnvart fjármálum félagsins og ákveðið að allir stjórnarmenn hafi möguleika á að skoða yfirlit reikninga í heimabankanum. Samþykkt samhljóða.

 

2.       Æskulýðsstefna

Alfa leggur fram tillögu um að FÍÆT leiti til menntamálaráðuneytisins um að gerð verði æskulýðsstefna sambærileg stefnu í íþróttamálum sem nýbúið er að gefa út. Hægt að kalla til samráðshóp fagfélaga til að aðstoða við stefnugerðina. Samþykkt að nýkjörinn formaður ræði við fulltrúa FFF og Samfés um að félögin sendi inn sameiginlega tillögu til menntamálaráðuneytisins um að gerð verði stefnumótun í æskulýðsmálum til samræmis við stefnumótun í íþróttamálum.

 

3.       Vika 43

Samþykkt að Ragnar Sigurðsson taki að sér sæti í starfshópnum í stað Örnu Margréti. Rætt um verkefni starfshópsins og ætlar FÍÆT að taka virkan þátt í verkefninu.

 

4.       Fræðsluferð FÍÆT haustið 2012
Farið yfir ferðakostnað og hvað félagið geti lagt til ferðarinnar. Áætlað er að félagið geti lagt um 1,5 milljónir í ferðina. Hugmyndin er að fara til Svíþjóðar. Flogið yrði út mánudaginn 19.nóv. 2012 og heim aftur föstudaginn 23.nóv. Möguleiki væri að lengja ferðina fram yfir helgina ef einhverjir vilja það. Alfa og Gísli ætla að gera drög að frekari ferðatilhögun og leggja fyrir næsta fund.

 

5.       Aðgerðaáætlun stjórnar
Rætt um vinnuáætlun stjórnar veturinn 2011-2012. Helstu verkefni væri að koma bæklingi félagsins á öll sveitarfélög, vinna að æskulýðsstefnu, fræðsluferð og samvinnu við önnur fagfélög.

 

6.       Ferðakostnaður

Stjórnin sammála um að stjórnarmeðlimir þurfi ekki að greiða persónulega kostnað við fundarsetu. Félagið greiði því útlagðan ferðakostnað. Samþykkt samhljóða. 

 

7.       Bæklingur
Farið yfir bréfið sem sent verður með bæklingunum á sveitarfélögin. Formanni falið að koma bréfinu út sem fyrst.

 

8.       Aðalfundur FÍÆT 2012
Lagt til að aðalfundur FÍÆT 2012 verði 13. – 15. apríl og um leið verði gerð breyting á lögum félagsins um tímasetningu aðalfundar. Ætlunin með þessari dagsetningu er að ná fram samlegðaráhrifum en aðalfundur Samfés er haldinn 12. – 13. apríl og því ætti að vera hægt að spara ferðakostnað fyrir þá félaga sem sækja báða fundina.   

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið með hraði kl. 13:50 enda nokkrir fundamanna orðnir of seinir í flug.