Aðalfundur FíÆT haldinn í Fjallabyggð 6.maí 2011
Mættir á fundinn voru: Bjarni Gunnarson Dalvík, Gísli Rúnar Gylfason Fjallabyggð, Stefán Bjarkason og Ragnar Örn Pétursson Reykjanesbæ, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir Seltjarnarnesi, Gísli Árni Eggertsson og Steinþór Einarsson Reykjavík, Jóhanna Margrét Hjartardóttir Hveragerði, Ragnar M. Sigurðsson Þorlákshöfn, Kristinn Svanbergsson og Alfa Aradóttir Akureyri, Jóhann Rúnar Pálsson Norðurþingi,Heiðrún Janusardóttir Akranesi, Linda Udengård og Jón Júlíusson Kópavogi, Guðbrandur Jóhann Stefánsson Garði, Bragi Bjarnason Árborg og Erlendur Kristjánsson Menntamálaráðuneyti.
Gestir fundarins voru Árni Guðmundsson HÍ, Gunnar Eysteinn Sigurðarson formaður SAMFÉS og Björg Jónsdóttir framkvæmdastjóri SAMFÉS
Gísli forseti Pálma bauð gesti velkomna til Fjallabyggðar.
1. Formaður FÍÆT Bjarni Gunnarsson bauð gesti velkomna og setti fundinn.
2. Árni Guðmundasson var kosin fundarstjóri og Heiðrún Janusardóttir fundarritari
Dagskrá aðalfundar:
1. Setning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarrita.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.
5. Umræður um skýrslu og ársreikninga.
6. Lagabreytingar.
7. Fræðslu- og upplýsingaerindi.
8. Kosning stjórnar, forseta og skoðunarmanna.
9. Ákvörðun um árgjald.
10. Önnur mál.
7. Leitað var eftir afbrigðum á dagskrá og byrjað var á lið 7. Fræðslu- og upplýsingaerindi.
a) Kynhegðun unglingsstúlkna: Ásta Arnbjörg Pétursdóttir og Elví Guðríður Hreinsdóttir nemar í þjóðfélagsfræði við Háskólanum á Akureyri. (sjá glærur í viðhengi)
b) Fagmennska í æskulýðsstarfi: Árni Guðmundsson
c) Vinnuhópur um samtengingu félaga .Greinagerð kynnt/umræður . – Bragi Bjarnason og Margrét Sigurðardóttir
Á aðalfundi FíÆT á Akranesi árið 2010 var eftirfarandi skrásett í fundargerð:
Stjórn FÍÆT verði falið að tilnefna 5 aðila í vinnuhóp sem fyrst. Vinnuhópurinn skoði og geri tillögur um með hvaða hætti hægt er að tengja betur saman þau félög sem starfa að þeim málaflokkum sem tilheyra FÍÆT, FFF og Samfés. Vinnuhópurinn skoði einnig með hvaða hætti hægt er að styrkja samstarf félagsins við Samband sveitarfélaga og Menntamálaráðuneytið.
Niðurstaða þessara funda er að leggja til við aðalfund FÍÆT sem haldinn verður 6. maí að FÍÆT hafi frumkvæði að boða formenn FFF, Samfés, Félags sundlaugarforstöðumanna auk fulltrúa Sambandsins á fundi reglubundið t.d. tvisvar til þrisvar á ári, oftar er þörf er. Einnig þarf að kanna með mögulega aðkomu annarra sambærilegra samtaka að þessum hóp. (Sjá nánar meðfylgjandi fundargerð starfshópsins)
Nokkrar umræður urðu um með hvaða hætti samstarfið ætti að vera. Fundurinn vísar málinu áfram til stjórnar FÍÆT um áframhaldandi vinnu
3. Skýrsla stjórnar.
Ágætu félagar.
Að venju voru verkefni stjórnar FÍÆT á liðnu starfsári í hófi utan þess að reyna að fylgja eftir samþykktum síðasta aðalfundar.
Aðalfundur FÍÆT var haldinn á Akranesi og í Borgarbyggð um mánaðarmótin apríl/maí. Hann fór vel fram og voru umræður fjörlegar. Lögð var áhersla á að kynna hlutverk og FÍÆT sem er að standa vörð um íþrótta-, æskulýðs – og tómstundastarf og leggja áherslu á samstarf tengdra aðila. Þá kom fram að komin væri tími á virkara starf í félaginu. Rætt um samstarf fagaðila þ.e. FFF, Samfés og FÍÆT og að FÍÆT yrði regnhlíf þessara aðila. Umræða var um að stofna ný samtök sem yrðu regnhlífarsamtök yfir öllum félögunum. Fram kom tillaga að valin yrði nefnd til að skoða þessi mál frekar.
Indriði kynnti viðræður og samskipti við Samband íslenskra sveitarfélaga en þar hefur starfsmaður verið kynntur sem tengiliður við FÍÆT.
Kynnt var að í könnun á vegum FFF ( félag fagfólks í frítímaþjónustu) um starfsheiti fólks í frístundastarfi, frá þeim 7 sveitafélögum sem tóku þátt í könnuninni, voru 26 mismunandi starfsheiti. Mælt var með að þetta verði skoðað frekar.
Lagt var til að FÍÆT gerði könnun á starfslýsingum starfsfólks í málaflokknum, mikið vanti upp á að samræmi sé milli starfslýsinga, kröfur til starfsmanna og röðun í launaflokka. Þessi könnun hefur enn ekki farið fram.
Árni Guðmundsson kynnti námsframboð í tómstundafræðum og Signý Jóhannesdóttir formaður og framkvæmdastjóri stéttarfélags Vesturlands flutti fundarmönnum kynningu frá stéttarfélagi Vesturlands “ Ungt fólk og atvinnuleysi”. Gísli Árni Eggertsson frá ÍTR sagði frá tómstundafræðinámi við Borgarholtsskóla.
Í stjórnarkjöri hlutu eftirtalin kosningu:
Bjarni Gunnarsson formaður Dalvík
Arna Margrét Erlingsdóttir Kópavogi
Ragnar Örn Pétursson Reykjanesbæ
Gísli Rúnar Gylfason Fjallabyggð – einnig kosinn forseti
Ása Þorsteinsdóttir / Klaustri.
Varamenn eru Alfa Aradóttir Akureyri og Jóhann Rúnar Pálsson Norðurþingi.Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Haukur Geirmundsson Seltjarnarnesi og Jón Júlíusson Kópavogi.
Við höfum áþreyfanlega orðið vör við breytingar í íþrótta- og tómstundageiranum á árinu, mannabreytingar hafa verið tíðar hjá sveitarfélögunum og störfum hefur víða verið breytt eða þau lögð niður. Áhyggjuefni er sem fyrr hversu lítils metin eru þau störf sem viðkomandi hafa haft með höndum þegar sjórnamálamenn taka til höndunum við breytingar innan stjórnkerfisins. Þetta hefur orðið til þess að nokkrir góðir félagar í FÍÆT hafa horfið úr félaginu. Við höfum þó eignast nýja félaga og vil ég nota tækifærið til að bjóða þá velkomna.
Stjórn fundaði þrisvar á starfsárinu en það hefði að ósekju mátt gerast oftar. Fulltrúar félagsins tóku þátt í samskiptum við verkefni eins og t.d. verkefnið „Bara gras“ sem er forvarnarverkefni sem hefur það meginmarkmið að koma upplýsingum til foreldra og annarra uppalenda um skaðleg áhrif kannabisneyslu, sérstaklega á ungt fólk.
Settur var á laggirnar vinnuhópur sem fjallaði um samþykkt aðalfundar um að skoða tengingar milli FFF, FÍÆT og Samfés og einnig bættist SFSÍ í hópinn. Gerð hefur verið grein fyrir vinnu hópsins hér fyrr á dagskrá fundarins. Stjórn FÍÆT þakkar þeim sem gáfu sér tíma í að sinna þessu verkefni fyrir félagið.
Í vetur hófst vinna við gerð kynningarbæklings fyrir félagið og er hann nú tilbúinn til dreifingar og félagar hafa þegar fengið eintak í hendurnar til skoðunar. Til stendur að dreifa 1000 eintökum af honum á sveitarfélögin og stofnanir þeirra, til félaga og annarra aðila með það fyrir augum að kynna starfsemio félagsins sem víðast.
Ég vil þakka félögum í stjórn FÍÆT fyrir samstarfið á starfsárinu svo og ykkur öllum fyrir ánægjuleg samskipti. Ég vil einnig þakka félögum sem hafa tekið að sér hin ýmsu hlutverk fyrir FÍÆT á liðnu ári kærlega fyrir og hvet alla til áframhaldandi góðra verka á komandi starfsári.
Ég og stjórn félagsins óskum félaginu og meðlimum þess velfarnaðar á komandi tímum. Vonandi fara betri tímar í hönd og við sjáum fleiri blóm í haga en undanfarin ár.
F.h. stjórnar FÍÆT 2010 - 2011
Bjarni Gunnarsson formaður
4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram. (sjá meðfylgjandi viðhengi)
5. Umræður um skýrslu og ársreikninga.
Umræður um reikninga félagsins. Markmið félagsins á ekki að vera að safna í sjóð. Mikilvægt að ráðstafa tekjum félagsins í félagsmenn annað hvort í fræðsluerindi eða fræðsluferðir. Stjórninni var þökkuð vel unnin störf..
Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins voru samþykkt samhljóða.
6. Lagabreytingar. Engar lagabreytingar lágu fyrir.
7. Fræðsluerindi (Var flutt fremst í dagskrá)
8. Kosning stjórnar:
Bjarni Gunnarsson gaf kost á sér áfram sem formaður og hann var kosinn með lófataki.
Aðrir í stjórn voru kjörnir:
Jóhann Rúnar Pálsson Norðurþingi var kjörinn til eins árs.
Ragnar Sigurðsson, Þorlákshöfn var kjörinn til tveggja ára
Bragi Bjarnason Árborg til tveggja ára
Áfram í stjórn er Gísli Rúnar Gylfason Fjallabyggð
Varamenn:
Alfa Aradóttir, Akureyri
Ragnar Örn Pétursson, Reykjanesbæ
Skoðunarmenn Reikninga:
Jón Júlíusson, Kópavogi
Haukur Geirmundsson, Seltjarnarnesi
Forseti Pálma : Sigrún Ólafsdóttir Snæfellsbæ
9. Árgjald. Árgjald var samþykkt óbreytt 20.000.-
10. Önnur mál.
a) Linda leggur til að stefnt verði að því að fara í ferð 2012. Málinu vísað til stjórnar.
b) Haustfundir
Erlendur Kristjánsson sagði að menntamálaráðuneytið er tilbúið til að standa fyrir haustfundi í samstarfi við stjórn FÍÆT. Málinu vísað til stjórnar.
c) Aðalfundur. Lagt er til að aðalfundur verði færður fram til mars/apríl. Málinu víðsað til stjórnar
d) Kristinn lagði fram fyrirspurn um afsláttarkort og samstarf við Happy days. Fundurinn var sammála um að þar sem bæjarfélög veita niðurgreidda þjósustu eru ekki forsendur að veita afslátt.
e) Kristinn: Gúmmíkurl á sundstöðum. Umræður
f) Kristinn: Ný reglugerð um sundstaði. Umræður um nýja reglugerð vegna sundstaða. Málinu vísað til stjórnar að sjá til að kalla saman hóp sem sendir frá sér ályktun.
g) Fræðslumál: Erlendur spurðist fyrir um nýja æskulýðsbraut við HA og hvort samband hafi verið haft við fólk sem vinnur á vettvangi þegar brautin var sett af stað. Alfa sagði frá því að hún hafi setið í einhverskonar vinnuhópi þegar byrjað var að undirbúa þetta nám. Árni upplýsti einnig að þetta nám væri í fullu samstarfi við HÍ
h) Linda lýsti yfir ánægju sinni með að vera komin aftur inn í félagið.
i) Árni dreifði bæklingum um nám í tómstunda og félagsmálafræðum
j) Bjarni kynnti nýjan kynningarbækling um félagið og dreifði á fundinum. Bæklingurinn verður sendur á sveitafélög og stofnanir.
Fleiri mál lágu ekki fyrir fundinum og þakkaði Árni mönnum fyrir málefnalegar og góðar umræður.
Bjarni Gunnarsson þakkaði fyrir góðan fund. Sérstkalega þakkaði hann gestum fundarins formanni og framkvæmdastjóra Samfés svo og Árna Guðmundssyni fyrir fundarstjórn.
Fleira ekki gert, formaður sleit fundi kl. 17.00
Fundarritari Heiðrún januardóttir