FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

Aðalfundur FÍÆT haldinn í Hveragerði og Ölfus 3. maí 2013

Haldinn í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn föstudaginn 3.maí kl.11:00

Dagskrá fundarins

Mætt: Berglind, Ingibjörg, Hafþór, Kristinn, Árni, Linda, Kári, Soffía, Jóhanna, Ragnar, Guðbrandur, Jóhann Rúnar, Erlendur, Sigrún, Gunnar, Stefán Arinb., Ragnar Örn, Jakob, Gísli Árni, Margrét, Stefán Bjarkar., Heiðrún, Steinþór, Óðinn, Jón Júl., Haukur Geirm., Alfa Ara., Karolína, Gísli Rúnar.


1. Setning.

Gísli Rúnar Gylfason, formaður setur aðalfund FÍÆT formlega en áður höfðu fræðslu- og upplýsingaerindi verið flutt.


2. Kosning fundarstjóra og fundarritara

Formaður leggur til að Árni Guðmundsson verði kosin fundarstjóri og Bragi Bjarnason ritari. Samþykkt samhljóða.


3. Skýrsla stjórnar.

Formaður fylgir skýrslu stjórnar úr hlaði. En hún er eftirfarandi:

 

Undanfarið ár hefur að mörgu leyti verið viðburðarríkara en undanfarin ár. Mörg mál hafa verið unnin og stjórnin fundaði sex sinnum á starfsárinu, ef talinn er fundur sem haldinn er samdægurs á undan aðalfundi. Stjórn var ekki með mörg mál í gangi þetta starfsárið, en þau eru mörg hver ansi stór.

Á aðalfund í Snæfellsbæ 13. apríl 2012 var eftirfarandi aðilar kosnir í stjórn til tveggja ára:

Gísli Rúnar Gylfason formaður, Jóhann Rúnar Pálsson og Alfa Aradóttir.
Ragnar Sigurðsson, Bragi Bjarnason voru kosnir á aðalfundi árið 2011 og sátu því áfram sitt seinna ár.
Varamenn til eins árs: Sigrún Ólafsdóttir Ragnar Örn Pétursson.

Á fyrsta fundi í sem haldinn var strax í lok apríl var skipting verka stjórnar þannig að Ragnar Sigurðs tók að sér gjaldkera og Bragi ritara.

Eitt af stærri verkefnum stjórnar er gerð handbókar. Eftir að hafa lagt mikla vinnu í undirbúning fyrir handbókargerð á aðalfundi hélt stjórnin áfram að vinna að því að gerð verði handbók fyrir málaflokkinn. Höfum við unnið þetta í samstarfi við starfsfólk námsbrautar í tómstunda- og félagsmálfræði við HÍ. Alfa hefur verið fulltrúi stjórnar í þessari vinnu. Hún lagði mikla vinnu í að undirbúa IPA styrkumsókn sem fór ekki í gegn, þar sem helstu svör þaðan eru að þetta eigi að vera verkefni ríkisins. Við höldum enga að síður áfram með þessa vinnu í samvinnu við Háskólann og fleiri aðila.

Stjórn ákvað að búa til reglur um afhendingu á gullmerki FÍÆT og eru þær lagðar fyrir aðalfund.

Farin var fræðsluferð til Svíþjóðar (Lund og Gautarborg) í nóvember sl. Alls fóru 20 félagar. Í Lundi fengum við góða kynningu á því hvernig æskulýðsstarfið gengur fyrir sig þar og í gautaborg fengu svo íþróttatengdu aðilarnir eitthvað fyrir sinn snúð þegar við heimsóttum íþróttaráðstefnu sem kallast Svenska Messan. Einig fengum við kynningu á markaðsskrifstofu Gautaborgar. Ferðin gekk vel í alla staði. Ákveðið var að niðurgreiða ferðina fyrir félaga og var heildarkostnaður við ferðina rétt um ein milljón og sextíu þúsund krónur.

Eitt af því sem upp kom á aðalfundi 2012 voru vangaveltur um það hverjir ættu að eiga aðilda að félaginu. Lagabreytingartillaga liggur fyrir aðalfund þar sem óskað verður eftir því að forstöðumenn frístundanmiðstöðva og fulltrúar frá Háskólasamfélaginu geti sótt um aukaaðild að félaginu.

Æskulýðsráð Ríkisins fór í vinnu við gerð æskulýðsstefnu og eru tillögur hennar nú tilbúnar. Stjórn náði stuttum fundi með fulltrúum Æskulýðsráðs vegna gerðar æskulýðsstefnu en hefði viljað fá að koma meir að undirbúningi hennar. Nú þegar stefnan hefur verið kynnt hafa aðilum gefist kostur á að gera athugasemdir. Stjórn telur að margt hefði betur mátt fara við gerð stefnunnar, þá sérstaklega að leitað hefði verið víðar eftir áliti. Hins vegar er komið gott skjal til að halda áfram að vinna með og verður það verk nýrrar stjórnar að halda áfram að óska eftir því að gerð slíkrar stefnu verði ekki hætt og unnin til enda.

Stjórn FÍÆT var boðuð á fund í menntamálaráðuneytið í janúar sl. til að ræða íþróttastefnu ráðuneytisins. Í vinnslu var gerð aðgerðaráætlunar og fékk stjórn FÍÆT tækifæri á að ræða þau mál við fulltrúa Ráðuneytisins sem höfðu með þá vinnu að gera.

Árlegur fundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu fór fram í febrúar sl. Hefur stjórn FÍÆT og deildarstjórar Æskulýðs- og íþróttasviðs fundað saman einu sinni á ári undanfarin ár. Þar gefst þessum aðilum tækifæri á ð bera saman bækur sýnar og ræða hin ýmsu málefni. Hægt er að lesa ítarlega um hvað var rætt á þeim fundi í fundargerð sem er á heimasíðu FÍÆT.

Eitt af því sem þar kom fram voru vangaveltur um það hvað FÍÆT telur vera hlutverk starfsmanna í ráðuneytinu og hvers við ætlumst til af þeim. Stjórn eru að vinna að slíkum „starfslýsingum" og mun ný stjórn halda áfram með þá vinnu og senda á ráðuneytið.

Stjórn ákvað að gera launakönnun hjá félagsmönnum. Könnunin hefur enn ekki verið gerð en verður framkvæmd eins fljótt og tími gefst til.

 

Fyrir hönd stjórnar FÍÆT starfsárið 2012-2013.

 

Gísli Rúnar Gylfason
Formaður FÍÆT


4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.

Formaður leggur fram ársreikninga með fyrirvara um samþykki skoðunarmanna. Fer yfir helstu niðurstöður. Tekjur ársins 2012 voru 3.415.175 kr. en útgjöld 4.558.505 kr. Tap er því -1.143.330 kr. sem skýrist af styrk til félagsmanna vegna utanlandsferðar. Önnur útgjöld eru nokkuð hefðbundin en kostnaður við stjórnarfundi er hærri en árið á undan þar sem stjórnin fundaði oftar og svo bættist við ferðakostnaður vegna handbókargerðar.

 


5. Umræður um skýrslu og ársreikninga.

 

Margrét Sigurðardóttir, Jón Júlíusson, Ragnar Örn Pétursson og Ingibjörg Isaksen tóku til máls.

Margrét spyr um kostnað vegna stjórnar og hvað hafi farið mikið í handbókarvinnuna.

Jón vekur athygli á því að skilgreina þurfi starfssvið formanns og gjaldkera svo verkaskiptingin sé ljós. Einnig að hægt sé að bera saman sl. ár í ársreikningum.

Ragnar Örn tekur undir ábendingar Jóns og spyr um hvort að FÍÆT hafi ekki sótt um styrk til Æskulýðssjóðs á árinu 2012 og hvert svarið hafi verið.

 

Gísli Rúnar svarar fyrirspurnum og kemur fram að FÍÆT hafi sótt um í Æskulýðssjóð en fengið neitun og rökstuðningur hafi verið að FÍÆT sé rekið af sveitarfélögum.

 

Fundastjóri leggur til að skýrsla stjórnar verði borinn upp til samþykktar en ársreikningar verði lagðir til samþykktar á haustfundi 2013. Gísli Árna bætir við að ársreikningarnir verði sendir út til félagsmanna tímanlega fyrir fundinn svo allir geti lesið þá fyrir haustfundinn.

 

Fundastjóri leggur eftirfarandi tillögu fram: Haustfundur FÍÆT fái umboð til að afgreiða endurskoðaða ársreikninga 2012 að því gefnu að þeir hafi verið sendir út til félagsmanna fyrir fundinn. Samþykkt samhljóða.

 

 

Fundarstjóri leggur skýrslu stjórnar til samþykktar. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema einu.

 

 

6. Lagabreytingar.

Formaður byrjar á því að draga til baka ákvæði frá stjórn í lagabreytingartillögunni sem liggur fyrir.

 

Ein lagabreytingartillaga liggur því fyrir og fylgir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá Reykjavíkurborg henni úr hlaði.

 

Tillaga að breytingu 2.greinar á lögum FÍÆT:

2. grein
Rétt til aðildar að félaginu eiga íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúar hjá ríki og sveitarfélögum eða þeir sem eru í forsvari fyrir þessa málaflokka, þó starfsheiti þeirra sé annað. Rétt til aukaaðildar eiga forstöðumenn frístundamiðstöðva[i] Þeir sem hafa aukaaðild hafa málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi en hafa ekki atkvæðisrétt né rétt til stjórnarsetu."

 

Greinagerð

Forstöðumenn frístundamiðstöðva eiga margt sameiginlegt með FÍÆT félögum. Með aukaaðild er ekki raskað því jafnvægi sem er milli sveitarfélaga og vægi forsvarsmenna þeirra í þeim málum sem varða yfirstjórn viðkomandi málflokks í viðkomandi bæjarfélagi ef til atkvæðisgreiðslu kemur. Forstöðumenn frístundamiðstöðva eiga mikið sameiginlegt með þeim viðfangsefnum sem fjallað er um í FÍÆT og því samleið bæði í starfs fag- og fræðilegum tilgangi. Með frístundamiðstöð er átt við um stærri stofnanir eins og fram kemur í tilvísun til starfsemi. Lagbreytingin á ekki sérstaklega við um Reykjavík, hún gildir fyrir alla þá starfsemi sem þessi skilgreining nær yfir hvar á landinu sem það kann að vera.

 

Umræður líflegar um tillöguna og tók m.a. til máls Margrét, Steinþór, Ragnar Örn, Jón Júlíusson, Guðbrandur, Soffía og Heiðrún

 

Punktar úr umræðum

 

  • Talað um að fleiri þyrftu líka að hafa þá aðgang að félaginu líkt og aðrir forstöðumenn (íþróttamannvirki, golfvalla o.fl.).

 

 

  • FÍÆT eru samtök fyrir yfirstjórnendur.

 

 

  • Sveitarfélög eru misjöfn að stærð og umfangi og mikilvægt að gera sér grein fyrir því að Reykjavík skiptist upp í stór hverfi sem eru í raun stærri en mörg önnur sveitarfélög.

 

 

  • Umræðunni er fagnað og greinilegt að hennar er þörf.

 

 

Fundarstjóri leggur til að tekið verði kaffihlé. Samþykkt samhljóða

 

Soffía Pálsdóttir dregur tillögu sína til baka og lokar fundarstjóri því málinu.

 


7. Fræðslu- og upplýsingaerindi.

Þessi liður var tekin fyrir á undan formlegum aðalfundi. Tvö fræðsluerindi voru á dagskrá.

 

  • Þarf „æskulýðsfulltrúa" á öll elliheimili? Árni Guðmundsson frá Háskóla Íslands.

 

 

  • Ungmennaráð í sveitarfélögum. Valur Rafn Halldórsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 

 

8. Kosning stjórnar, forseta og skoðunarmanna.

Kjósa þarf um tvö embætti í aðalstjórn og tvö í varastjórn sem og skoðunarmenn og forseta.

 

Gísli Rúnar Gylfason, Alfa Aradóttir og Jóhann Rúnar Pálsson eru kjörin til tveggja ára í aðalstjórn og hefja nú sitt seinna ár.

Tvö embætti í stjórn þarf að kjósa um núna og eru Bragi Bjarnason og Ragnar Sigurðsson í framboði. Kosnir samhljóða með lofaklappi.

 

Í framboði til varastjórnar eru Sigrún Ólafsdóttir og Ragnar Örn Pétursson og eru þau kosinn samhljóða með lófaklappi.

 

Í embætti skoðunarmanna eru þeir Jón Júlíusson og Haukur Geirmundsson endurkjörnir með því skilyrði að ársreikningar berist fyrr til endurskoðunar.

 

Núverandi forsetar leggja til að næsti aðalfundur verði haldinn í Fljótsdalshéraði og Óðinn Gunnar verði forseti. Samþykkt samhljóða með lófaklappi.


9. Ákvörðun um árgjald.

Stjórnin leggur til að árgjaldið verði óbreytt eða 25.000 kr. Samþykkt samhljóða.


10. Önnur mál.

 

 

 • Samstarfssamningur FÍÆT, FFF, Samfés og SFSÍ

 

 

Gísli Rúnar kynnir að samstarfssamningurinn sé tilbúin til undirritunar með þeim félögum sem um ræðir í fyrrgreindum samningi.

 

 

 

 • Handbókargerð fyrir málaflokkinn – staða mála

 

 

Alfa Aradóttir fer yfir gang mála. Alfa hefur unnið að verkefninu með Jakobi, Árna og Vöndu frá HÍ. Sótt var um styrki sem ekki fengust en HÍ hefur samþykkt að láta verkefninu í té vinnu starfsmanna. Verkefnið er að mótast og búið að draga helstu þætti saman þó mikil vinna sé enn eftir. Næstu skref eru að koma verkefninu formlega af stað. Búa til undirbúningshóp og ákveða hvernig vinnan eigi að vera í framhaldinu. Eitthvað af efni er til en sumt þarf að skrifa frá grunni og væri t.d. hægt að fá meistaranema til að aðstoða við þá vinna. Stofna þyrfti ritnefnd sem myndi stýra þessari vinnu.

Skoða þarf fjármögnunarleiðir, sækja um fleiri styrki.

 

Fram kom hjá fundarmönnum að ráða þyrfti verkefnisstjóra til að stýra verkefninu svo það gangi hraðar fyrir sig og verði ekki of íþyngjandi fyrir þá sem sinna því í dag með annarri vinnu.

 

Deildarstjóri æskulýðsmála menntamálaráðuneytisins sagði að alltaf væri hægt að reyna að fá ríkið í samstarf með svona verkefni en getur ekki lofað neinum peningum hérna.

 

 

 

 • Samstarf við háskólasamfélagið

 

 

Samstarfssamningur lagður fram til kynningar. Formaður leggur til við fundinn að gengið verði til samninga við Háskólann á grundvelli þessa samnings.

 

Jakob, Alfa, Margrét, Steinþór og Linda taka til máls.

 

Spurt um hvort ekki sé hægt að fara svipaðar leiðir gagnvart íþróttahlutanum og hvort HÍ geti verið með stutt endurmenntunarnámskeið fyrir félaga.

 

Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við HÍ og um leið er stjórn falið að skoða sambærilega möguleika gagnvart íþróttahlutanum.

 

 

 

 • Reglur um afhendingu heiðursmerkja FÍÆT

 

 

Drög að reglugerð um afhendingu heiðursmerkja FÍÆT lögð fram. Lagt til að Gísli, Heiðrún og Gísli setji saman breytt orðalag eftir þeim umræðum sem fóru fram á fundinum. Niðurstaða þeirra verði lögð fram á morgun í vettvangsferð hópsins. Samþykkt samhljóða.

 

 

 

 • Æskulýðsstefnan

 

 

Margrét fer yfir tildrög stefnunar sem var samin af æskulýðsráði í takt við æskulýðslögin. Hún vonar að stefnan verði samþykkt af ráðuneytingu.

 

 

 

 • Aðildarréttur að FÍÆT

 

 

Soffía Pálsdóttir leggur til að aðalfundur Fíæt haldin í Ölfusi 3.maí 2013 samþykki stofnun starfshóps sem skoði aðild að FÍÆT í stærra samhengi. Tillögur hópsins yrðu kynntar á haustfundi FÍÆT 2013. Samþykkt samhljóða

Í framhaldi er lagt til að Soffía, Jón Júl og Margrét Sig. skipi þennan starfshóp. Samþykkt samhljóða.

 

 

 

 • Rannsókn um viðhorf starfsmanna til menntunar starfsviðs og skipulags.

 

 

Gísli Árni upplýsir um rannsóknina sem er að fara í gang en öll sveitarfélög munu fá ósk um þátttöku. Árni biðlar til félagsmanna að hvetja sitt starfsfólk til að taka þátt.

 

 

 

 • Deildarstjóri æskulýðsmála mennta- og menningarmálaráðuneytisins

 

 

Erlendur þakkar fyrir sig og hlakkar til að mæta á Fljótsdalshérað að ári. Erlendur áréttar að FÍÆT fékk svar eins og fram kom hjá formanni en biðst um leið afsökunar á að ekki hafi verið svarað þess á milli en ákveðnar skýringar eru á því, breytingar í stjórn og tæknilegs eðlis.

Fer stuttlega yfir þau verkefni sem eru í gangi hjá ráðuneytinu. Kemur inn á að allir styrkir séu að fara inn í Rannís sem og hefur ráðuneytið styrkt Samfés á sl. ári sem ber að fagna.

 

Tekur undir með formanni um að vinnuferli æskulýðsstefnunnar hafi ekki verið eins og best væri á kosið. T.d. hafi þrír fulltrúar í ráðinu sagt af sér. Vonandi tekst þó að klára það mál.

 

Tekur aftur fram að hann muni hjálpa félaginu eins og kostur er til að fá fjármagn í handbókargerðina.

 

Margrét stígur í pontu og fer yfir forsendur á vinnslu æskulýðsstefnunnar og að það sé ekki rétt að þrír fulltrúar hafi sagt sig úr æskulýðsráði vegna vinnslu stefnunnar. Tekur fram að deildarstjóri æskulýðsmála hafi ekki mætt á einn fund nefndarinnar við þessa vinnu.

 

Erlendur tekur til máls og áréttar að þrír hafi sagt sig úr ráðinu og það sé skjalfest. Tekur einnig fram að ráðuneytið hafi aldrei fengið formlegt boð um þátttöku.

 

Margrét bætir við að einn fulltrúi í æskulýðsráði hafi setið í þverfaglegri nefnd ráðuneytanna um stefnu fyrir ungt fólk svo ráðið hafði vissulega tengingu inn í æskulýðsráðið.

 

 

 

 • Lokaorð frá formanni

 

 

Gísli Rúnar áréttar að umsókn í æskulýðssjóð hafi farið í janúar en svar komið 16.maí. Minnir á bækling félagsins og biður nýja félaga að taka þá með sér. Þakkar annars öllum fyrir góða fundarsetu og hlakkar til helgarinnar.

 

Fundarstjóri þakkar fyrir sig og gefur formanni orðið sem slítur fundi formlega kl. 17:05.

 

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.