FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

Aðalfundur FÍÆT 2022. Haldinn á Sauðarkróki 18.maí 2022

 

 

Hefðbundin aðalfundarstörf

Kl. 10.05 Setning aðalfundar FÍÆT 2022

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins:

  1. Setning

Gísli Rúnar Gylfason formaður FÍÆT setur fundinn.

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

 

Gísli Rúnar bíður sig fram sem fundarstjóra. Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að Amanda K. Ólafsdóttir sjái um ritun fundarins. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Ferðanefnd (rætt um næstu fræðsluferð)

 

Ellert Örn Erlingsson og Kjartan Páll Þórarisson skoða möguleika á fræðsluferð í haust og upplýsir stjórn í framhaldi.

 

  1. Stefna um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna til 2030

 

Stefnt að kynningu að haustfundi frá ráðuneytinu um stefnuna. Hugmynd um að fá fulltrúa frá Sambandinu á þann fund.

Heiðrún Janusardóttir óskar eftir að stjórn FÍÆT kanni fyrir haustfund samvinnu við Félag fagfólks í frítímaþjónustu, Samfés, Sambandsins og Menntamálaráðuneytisins.

 

  1. Fræðsluerindi - Örugg netnotkun

 

Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar kynnti samstarfsverkefni Heimili og Skóla, SAFT, Barnaheilla og Landlæknis embættisins um örygga netnotkun barna.

 

  1. Skýrsla stjórnar

 

Skýrsla stjórnar er flutt munnlega af Gísla Rúnari. Skrifleg skýrsla verður send sem viðhengi með fundargerð.

 

  1. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram

 

Kjartan Páll Þórarisson gjaldkeri félagsins kynnir og gerir grein fyrir reikningum félagsins. Reikningar eru  samþykktir samhljóða. Ársreikningur félagsins er birtur sem viðhengi með fundargerð að loknum aðalfundi.

 

 

  1. Kosning formanns, stjórnar, skoðunarmanna og fagnefnda

 

Stjórn FÍÆT

Núverandi stjórn er eftirfarandi:
Gísli Rúnar (Dalvíkurbyggð) - formaður
Kjartan Páll (Norðurþing) - gjaldkeri

Amanda K. Ólafsdóttir (Kópavogsbær)- ritari
Rut Sigurðardóttir (Suðurnesjarbær) -  meðstjórnarandi
Magnús Bæringsson (Snæfellsbær) - meðstjórnandi

Samkvæmt samþykktum reglum félagsins hefur Gísli Rúnar Gylfason formaður félagsins lokið sínum starfstíma í stjórn.

 

Amanda K. Ólafsdóttir býður sig fram til áframhaldandi starfa.

Kjartan Páll Þórarinsson býður sig fram til áframhaldandi starfa.

Amanda og Kjartan kjörin áfram með lófataki fundarins.


Rut Sigurðardóttir (Reykjanesbær) býður sig fram til formanns ti eins ár, þar sem Kjartan mun sinna stöðu gjaldkera næstu tvö árin.

Enginn önnur framboð komu fram.

Rut er kjörin með  lófataki fundarins.

 

Guðmundur Stefán Gunnarsson (Vogar) kemur inn sem meðstjórnandi til eins árs.

 

Varastjórn
Heiðrún Janusardóttir (Akranes) og Þorvaldur Gröndal (Sauðarkrókur) bjóða sig fram.

Enginn önnur framboð komu fram.
Þau eru kjörin með lófataki fundarins.

 

Skoðunarmenn reikninga :
Ellert Örn Erlingsson (Akureyrarbær) og Kári Jónsson (Garðabæ) bjóða sig fram.

Enginn önnur framboð komu fram.
Þeir eru kjörnir með  lófataki fundarins.

 

Kjör í nefndir félagsins:

 

  • Íþróttanefnd

Ragnar Jóhannesson, Kári Jónsson og Ellert Örn Erlingsson bjóða sig fram til áframhaldandi setu.

Enginn önnur framboð.

Þeir eru kjörnir með lófataki fundarins.  

 

  • Frítímanefnd

Gísli Rúnar Gylfasons (Dalvíkurbyggð) og Kristín Ingibjörg Lárusdóttir (Blöndós) bjóða sig fram.

Enginn önnur framboð.

Þau eru kjörin með lófataki fundarins.

 

  • Fræðslu og upplýsinganefnd
    Ellert Örn Erlingsson og Kjartan Páll Þórarinsson bjóða sig fram.
    Enginn önnur framboð komu fram.
    Þeir eru kjörnir með lófataki fundarins.

 

 

 

  1. Ákvörðun um árgjald

 

Gísli Rúnar Gylfason leggur til að taka aftur upp ársgjald fyrir FÍÆT meðlimi, 25.000 krónur. Gjaldið verður innheimt árið 2023.

Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Inntaka nýrra félaga

Engir nýjir félagar kynntir að þessu sinni.

 

 

  1. Önnur mál

 

  • Lagt til að Aðalfundur FÍÆT verði haldinn 3.maí 2023 í Stykkishólmi.

 

  • Lagt til að ný stjórn FÍÆT skoði og kortleggji á næsta fundi stjórnar hvar vantar fullltrúa sveitarfélaga í FÍÆT. Skoða að póstur verði sendur á öll sveitarfélögin með upplýsingum um félagið.

 

  • Ellert Örn og Kjartan Páll kalla eftir umræðu um úrvinnslu og framsetningu gagna varðandi nýtingu frístundastyrks, og hvaða upplýsingar viljum við fá frá Sportabler sem hefur nú tekið yfir Nóra. Skoða að fá kynningu á Sportabler á haustfundi FÍÆT.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.  14:12

 

Amanda K. Ólafsdóttir ritaði fundagerð.

Viðhengi 1 – skýrsla stjórnar starfsárið 2021-2022

 

Viðhengi 2 – ársreikningar FÍÆT