FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

Fundagerð aðalfundur FÍÆT  haldinn á Selfossi 30.apríl 2019

Bragi Bjarnason, formaður FÍÆT býður alla velkomna á aðalfundinn

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

 

Bragi Bjarnason, formaður leggur til að Gísli Rúnar Gylfason verði fundarstjóri og Bylgja Borgþórsdóttir fundarritari aðalfundar. Samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri leggur til að allir fundargestir kynni sig sem þau gera.

 1. Fræðsluerindi

Kl. 10:10  Skýrsla um fræðsluferð FÍÆT til Finnlands                             

-         Gísli Rúnar Gylfason, FÍÆT

Kl.  10:45  Íþróttastefna Mennta- og menningarmálaráðuneytisins

-        Óskar Þór Ármannason, mennta-og menningarmálaráðuneytið

Kl.  11.30  Starfsemi UMFÍ

-        Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ

12.00 – 12.30   Hádegisverður á Hótel Selfoss

Kl. 12:30  Akademíur FSu

-         Bragi Bjarnason, Sveitarfélaginu Árborg

 1. Skýrsla stjórnar 2018-2019

Bragi Bjarnason, formaður FÍÆT les upp skýrslu stjórnar. (Fylgiskjal 1)

 1. Ársreikningar FÍÆT.

Ragnar Sigurðsson fer yfir ársreikninga félagsins. Fram kom að tekjur félagsins árið 2018 hefðu verið 1.721.286 kr. Gjöld voru á móti 897.188 kr. Staða félagsins er mjög góð en 4.834.422 kr. eru til á reikningum félagsins.

 1. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga

Engar spurningar eða athugasemdir.

 

 1. Skýrsla stjórnar og ársreikningar lögð fram til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

 1. Umræða um nefndir innan FÍÆT

Bragi Bjarnason fer yfir stöðu nefnda innan FÍÆT og opnar á umræðu um hvernig félagsmenn sjá fyrir sér störf nefndanna til framtíðar.

Störf nefndanna hafa ekki verið mikil á árinu, fyrir utan fræðslu- og upplýsinganefnd sem skipulagði stórgóða fræðsluferð til Helsinki í Finnlandi.

Umræða um aukna ábyrgð frítímanefndar, m.a. hvað varðar eftirfylgni við ný viðmið um gæði frístundastarfs og eins hvernig hægt er að vera sýnilegri og hafa meiri áhrif. Meðal annars með tengslum við félög og stofnanir og með skilvirkari og betri heimasíðu. Heimasíðumál yrðu þá á höndum fræðslu- og upplýsinganefndar.

Rætt um tengilið Sambands íslenskra sveitarfélaga við FÍÆT og hvernig sú samvinna getur orðið betri fyrir báða aðila. Eins á fleiri stöðum.

Nýrri stjórn falið að vinna ofangreind verkefni áfram.

 1. Lagabreytingar.

Engar lagabreytingar lagðar fram.

 1. Kosning stjórnar
 1. Stjórnarkjör. Kjósa þarf um tvö sæti í stjórn til tveggja ára. Ragnar Sigurðsson og Stefán Arinbjarnarson eru að klára sitt seinna ár.

Rut Sigurðardóttir og Ragnar Sigurðsson bjóða sig fram til tveggja ára stjórnarsetu. Bæði kosinn samhljóða með lófaklappi.

Í stjórn sitja því: Bragi formaður, Bylgja, Gísli Rúnar, Ragnar og Rut.

 1. Varastjórn. Kosið um tvo í varastjórn til eins árs. Matthías Freyr Matthíasson og Ólafur Örn Oddsson voru kosin samhljóða.
 1. Skoðunarmenn. Lagt til að Haukur Geirmundsson og Jón Júlíusson verði skoðunarmenn reikninga. Samþykkt samhljóða með lófaklappi.
 2. Kosið í fagnefndir. Tveir fulltrúar úr félaginu í hverja nefnd, formaður í hverja nefnd kemur úr stjórn félagsins. Jón Júlíusson og Kári Jónsson voru kosnir í íþróttanefnd. Í frítímanefnd voru kosin Margrét Halldórsdóttir og Hafþór Barði Birgisson. Í fræðslu og upplýsinganefnd voru kosin Heiðrún Janusardóttir og Bjarki Ármann Oddsson.

Samþykkt samhljóða með lófaklappi tilnefningar í ofangreindar nefndir.

 1. Ákvörðun um árgjald félagsins

Gjaldkeri leggur til óbreytt árgjald 25.000 kr. Samþykkt samhljóða.

 1. Önnur mál   
 1. a)Heimasíða félagsins

Ákveðið að fara í gagngera vinnu við heimasíðu félagsins. Til nægt fjármagn til verkefnisins. Umræður um það hvaða gögn eiga að vera á heimasíðu félagsins, uppsetningu og fleira.

Samþykkt að fræðslu- og upplýsinganefnd hefjist handa við þessa vinnu.

 1. b)Fræðsluferðir FÍÆT

Umræður um fræðsluferðir, innan- og utanlands.

Öll sammála um að nýta betur hvert annað og það sem er að gerast innanlands.

 

 1. c)Aðild að FÍÆT

Umræður um það hver eiga að eiga aðild að félaginu.

Stjórnin skoðar málið áfram.

 

 1. d)Aðalfundur 2020

Rætt um staðsetningu og tímasetningu aðalfundar FÍÆT 2020. Eins mæting á aðalfundi.

Stjórnin skoðar málið áfram.

Fundi slitið kl. 14:40.

Fundagerð ritaði Bylgja Borgþórsdóttir

 

Fylgiskjal 1

Skýrsla stjórnar FÍÆT starfsárið 2018 – 2019

Starfsár þessarar stjórnar sem nú er að klárast hefur verið mjög gott og fastir viðburðir haldið sér en ekki ráðist í mörg ný verkefni.

Ný stjórn var kosin á síðasta aðalfundi þar sem Bragi Bjarnason var endurkjörinn formaður félagsins til tveggja ára. Gísli Rúnar Gylfason og Bylgja Borgþórsdóttir voru kosin í stjórn til tveggja ára og Rut Sigurðardóttir og Ólafur Örn Oddson voru kosin í varastjórn til eins árs. Haukur Geirmundsson og Jón Júlíusson voru síðan sjálfkjörnir skoðunarmenn reikninga enda treysta allir þeim félögum best fyrir því verki. 

Ný stjórn FÍÆT skipuðu því: Bragi Bjarnason, Gísli Rúnar Gylfason, Ragnar Sigurðsson, Bylgja Borgþórsdóttir og Stefán Arinbjarnarson.

Kosið var í íþróttanefnd, Fræðslu- og upplýsinganefnd og frítímanefnd félagsins. Jón Júlíusson og Kári Jónsson voru kosnir í íþróttanefnd og þau Heiðrún Janusardóttir og Hafþór Barði Birgisson í frítímanefnd. Margrét Sigurðardóttir og Bjarki Ármanna Oddsson voru síðan kosinn í fræðslu- og upplýsinganefndina sem hefur m.a. skipulagt fræðsluferðina sem var til Finnlands í síðustu viku.

Starfssemi annarra nefnda var ekki mikil á árinu og ágætt að aðalfundurinn ræði aðeins síðar í dag um verksvið og ábyrgð nefndanna svo nefndarmenn hafi skýrt umboð til frumkvæðis fyrir félagið.

Ný stjórn fundaði eftir sumarfrí til að leggja drög að næsta starfsári. Verkaskiptingin var þannig að Ragnar sá um fjármálastjórnina og hélt því gjaldkeraembættinu og Bylgja ritarastöðunni. Gísli Rúnar Gylfason tók að sér nýtt embætti varaformanns og Stefán meðstjórnandann. Gísli Rúnar var einnig endurkjörin af stjórn til að sjá um heimasíðu félagsins ásamt því að halda utan um félagatalið og tölvupóstlistann sem er ein af okkar mikilvægustu samskiptaleiðum.

Stjórnin setti upp framkvæmdaáætlun til að gera starfsárið markvissara og var það meðvituð ákvörðun stjórnar að taka ekki inn ný verkefni um veturinn þar sem ekki var séð að stjórnin gæti sett mikin aukatíma í þau.

Það var því ákveðið að leggja áherslu á eftirfarandi verkefni:

-        Vinna áfram að samstarfsverkefninu Europe Goes Local þar sem Bragi Bjarnason og Soffía Pálsdóttir eru fulltrúar félagsins

-        Styðja fagnefndirnar og finna þeim skýran starfsgrundvöll

-        Haustfundur félagsins 2018

-        Aðalfundur 2019

Síðar um haustið hætti Stefán Arinbjarnasson störfum hjá Sveitarfélaginu Vogum og var þá áveðið að boða fulltrúa úr varastjórn á stjórnarfund til að þeir væru inn í verkefnum félagsins.

Stefnumótunarskjal félagsins var endurskoðað og gefið út rafrænt til félagsmanna á árinu með nýjum upplýsingum um stjórn félagsins. 

FÍÆT hélt áfram í samstarfsverkefni með Háskóla Íslands, Eramus+ og ungmennaráði Íslands en verkefnið heitir „Europe Goes Local“ en það er Evrópuverkefni um ungmennastarf á sveitarstjórnarstigi og hélt Bragi Bjarnason áfram sem fulltrúi félagsins í þessum starfshópi en í honum er líka Soffía Pálsdóttir sem fulltrúi Reykjavíkurborgar. Ráðgert er að verkefninu ljúki árið 2019 en íslensku fulltrúarnir hafa fundað með mennta- og menningnarmálaráðuneytinu og kynnt verkefnið sem hefur vakið verðskuldaða athygli innan ráðuneytisins og munu tveir fulltrúar frá þeim koma með hópnum á síðustu ráðstefnu verkefnisins í Brussel nú í júní.

Það má því búast við að þessi leiðarvísir um starf með ungmennum (eða viðmið), sem verður afrakstur verkefnisins og kemur út síðar á þessu ári verði þýddur á íslensku og kynntur fyrir hagsmunaaðilum í samstarfi við ráðuneytið.

Haustfundurinn þetta starfsárið var var haldinn í Hafnarborg í Hafnarfirði fimmtudaginn 15.nóvember þar sem félagi vor Geir Bjarnason tók á móti hópnum og þökkum við honum kærlega fyrir.

Nokkur áhugaverð erindi voru á fundinum og kynnti Óskar Þór Ármannason, frá mennta og menningarmálaráðuneytinu vinnu starfshóps um aðgerðir gegn kynferðislegu áreiti og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Matti Ósvald ræddi við félagsmenn um daglegt starf stjórnandans, álag í starfi og helstu streituvalda sem og hvernig við getum bætt okkur og í raun aukið framlegð okkar sem starfsmanna.

Helgi Már Hrafnkelsson frá Advania kynnti forritið Völu og Guðmundur Árnason frá Greiðslumiðlun fór yfir tölfræðimöguleika í skráningarforritinu Nóra.

Soffía Pálsdóttir leiddi síðan umræðu um nýju persónuverndarlögin og áhrif þeirra á frístundastarfið en Reykjavíkurborg hefur unnið vel að málinu sem gæti nýst öðrum sveitarfélögum. Virkilega góður fundur og var mæting félagsmanna góð. 

FÍÆT var í áframhaldandi samstarfi við Félag fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) og Háskóla Íslands um viðurkenningur fyrir besta/áhugaverðasta lokaverkefni BA í tómstundafræðum. Fulltrúi FÍÆT í valnefnd árið 2018 var Heiðrún Janusardóttir.

Nokkrir nýir félagsmenn hafa bæst við hópinn á sl. ári og eru þau öll boðin velkomin í hópinn en félagar eru nú 53 talsins.

Stjórnin vill annars þakka ykkur öllum fyrir samstarfið á árinu. Þetta er góður félagsskapur sem auðvelt er að leita til með fyrirspurnir og ráðleggingar og er það ómetanlegt í störfum okkar.

                                                           Stjórn FÍÆT 2018 - 2019