FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

Fundagerð aðalfundur FÍÆT  haldinn á Ísafirði 9.maí 2018

Bragi Bjarnason, formaður FÍÆT býður alla velkomna á aðalfundinn

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

 

Bragi Bjarnason, formaður leggur til að Margrét Halldórsdóttir verði fundarstjóri og Rut Sigurðardóttir fundarritari aðalfundar. Samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri leggur til að allir fundarmenn kynni sig sem allir gera.

 1. Fræðsluerindi

 

-          Samþætting skóla- og frístundastarfs                            

Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs hjá Ísafjarðarbæ

-          Kynning á nýju Landsmóti UMFÍ

Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri í Skagafirði

-          Heilsueflandi Samfélag

Ellert Örn Erlingsson, deildarstjóri íþróttamála hjá Akureyrarbæ.

 

-          Kynning á nýútkominni handbók „Frístundir og fagmennska – Rit um málefni frítímans“

Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarna- og frístundamála hjá Akureyrarbæ       

 1. Skýrsla stjórnar 2017-2018

Bragi Bjarnason, formaður FÍÆT les upp skýrslu stjórnar. (Fylgiskjal 1)

 1. Ársreikningar FÍÆT.

Ragnar Sigurðsson fer yfir ársreikninga félagsins. Fram kom að tekjur félagsins árið 2017 hefðu verið 2.882.779 kr. Gjöld voru á móti 2.928.209 kr. Staða félagsins er mjög góð en 3.951.873 kr. eru til á reikningum félagsins.

 1. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga

Umræða var um hátt tímakaup þegar keyptir eru fyrirlestrar t.a.m. á haustfundi félagsins. Fundarmenn voru sammála um það að kostnaður vegna kaupa á fyrirlestrum hafi almennt hækkað á undanförnu. Fram komu hugmyndir að leita oftar til aðila innan okkar raða og t.d. hjá Háskólanum og nýta fjármagnið betur.

 1. Skýrsla stjórnar og ársreikningar lögð fram til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

 1. Umræða um nefndir innan FÍÆT

Bragi Bjarnason fer yfir stöðu nefnda innan FÍÆT og opnar á umræðu um hvernig félagsmenn sjá fyrir sér störf nefndanna til framtiðar.

-          Frítímanefnd: Heiðrún Janusardóttir tók til máls fór yfir störf frítímanefndar FÍÆT og velti fram hugmyndum um markmiðin og þörfina fyrir nefndinni. Heiðrún mælti með að félagsmenn taki þátt í ráðstefnu útskriftarnema í tómstundafræði þar sem þeir kynna lokaverkefnin sín og nýti sér þá miklu þekkingu sem er þar að sækja.

-          Íþróttanefnd: Stefán Arnibjarnason og Kári Jónsson héldu erindið Íþróttamál í sveitarfélögum.

Fram kom tillaga að nefndir fundi saman á haustfundi ár hvert með stjórn FÍÆT. Samþykkt og er nýrri stjórn falið að boða til fundarins.

 1. Lagabreytingar.

Engar lagabreytingar lagðar fram.

 1. Kosning stjórnar
 1. Stjórnarkjör. Kjósa þarf um formann félagsins til tveggja ára og 2 sæti í stjórn til tveggja ára. Bragi Bjarnason er að klára sitt annað ár sem formaður og Gísli Rúnar Gylfason og Bylgja Borgþórsdóttir eru að klára sína stjórnarsetur.

Bragi Bjarnason býður sig fram sem formann til næstu tveggja ára. Bragi var kosinn samhljóða.

Gísli Rúnar Gylfason og Bylgja Borgþórsdóttir bjóða sig fram til tveggja ára stjórnarsetu. Bæði kosinn samhljóða með lófaklappi.

Í stjórn sitja því: Bragi formaður, Gísli Rúnar, Ragnar, Stefán og Bylgja.

 1. Varastjórn. Kosið um tvo í varastjórn til eins árs. Rut Sigurðarsdóttir og Ólafur Örn Oddsson voru kosin samhljóða.
 1. Skoðunarmenn. Lagt til að Haukur Geirmundsson og Jón Júlíusson verði skoðunarmenn reikninga. Samþykkt samhljóða með lófaklappi.
 2. Kosið í fagnefndir: 2 í hverja nefnd, formaður í hverja nefnd kemur úr stjórn félagsins. Jón Júlíusson og Kári Jónsson voru kosnir í íþróttanefnd. Í Frítímanefnd voru kosin Heiðrún Janusardóttir og Hafþór Barði Birgisson. Í Fræðslu og upplýsinganefnd: kosin voru Margrét Sigurðardóttir og Bjarki Ármann Oddsson.

Samþykkt samhljóða með lófaklappi tilnefningar í ofangreindar nefndir.

 1. Ákvörðun um árgjald félagsins

Gjaldkeri leggur til óbreytt árgjald 25.000 kr. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Önnur mál    
 1. a)Aðalfundur 2019

 

Sveitarfélagið Árborg lýsir yfir áhuga á að halda aðalfund FÍÆT á næsta ári. Stjórninni falið að hafa samband við óvirka FÍÆT félaga fyrir fundinn og hvetja þá til að mæta. Ræddar voru hugmyndir um tímasetningar og er stjórn félagsins falið að vinna áfram að málinu.

 1. b)Viðbrögð FÍÆT við kynbundnu ofbeldi

Rætt var um hvort FÍÆT ætti með einhverjum hætti að bregðast við #Metoo byltingunni. Heiðrún Janusardóttir tók þátt í starfshóp á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og ræddi um niðurstöður hópsins. Lagt var til að fá Mennta- og menningarmála ráðherra á haustfund FÍÆT.

Formaður lagði fram tillögu að ályktun sem aðalfundurinn myndi senda frá sér. (fylgiskjal 2). Tillagan var samþykkt samhljóða.

-          Fram kom að Íþróttnefnd ríkisins er að leggja loka hönd á vinnu að íþróttastefnu sem mun koma til umsagnar innan skamms.

-          Fram kom mikilvægi um að sveitarfélögin séu í samstarfi með forvarnafræðslu í íþróttafélögum til að halda þeirri fræðslu faglegri.

 1. c)Fræðsluferð 2019

FFF er að skoða fræðsluferð til Ástralíu á næsta ári. Rædd var um hugmynd um að FÍÆT myndi sækja um Evrópustyrk og gera slíkt hið sama. Opnað var um umræður um málið og óskað eftir fleiri hugmyndum. Ábendingar komu um að skoða fyrst viðfangsefni sem áhugavert væri að skoða áður en ákveðið hvert verður farið. Ákveðið var að fræðslunefndin sendi út könnun um málefnið.

 1. d)Greiðsla vegna útgáfu rits um Frítíma og fagmennsku.

Lagt er til við stjórn FÍÆT að greiða þeim sem stóðu að útgáfu ritsins Frítími og fagmennska fyrir sítt óeigiðgjarna starf en vinnan tók nokkur ár í sjálfboðavinnu og er mjög verðmæt fyrir félagið. Tekið vel í hugmyndina og lagt til að stjórn skoði málið betur.

 1. e)Lögfesting á starfsheitum innan FÍÆT

Umræður um að samræma starfsheiti félagsmanna og hvort félagið eigi að berjast fyrir lögfestingu á starfsheitinu „tómstundafræðingur“ fyrir frítímastarfið. Stjórnin kannar hvort FFF sé að vinna að þessu líka svo báðir aðilar geti styrkt hvern annan.

Einnig rætt um að í gangi sé vinna við gæðaviðmið í okkar málaflokki og það hjálpi til við að lögfesta störfin og þau verkefni sem félagsmenn sinna.

 1. f)Frístund

Kjartan Páll Kjartansson var með hugleiðingar um fagmennsku og ábyrgð á sumarstarfi fyrir börn. Kjartan talaði um mikilvægi þess að við bregðist við og byrjum að þróa faglegt og öruggt sumarstarf fyrir krakkana líkt og þróunin hefur verið í frítímastarfi fyrir veturinn. Umræður um stuðning barna sem þurfa á sérstakri þjónustu/aðstoð að halda sem nær sjaldan í yfir í frítímann og þar með talið sumarstarfið. Umræður um skráningarkerfi íþróttafélagana og í frístundum.

 1. g)Samskipti félagsmanna FÍÆT

Rætt var um að nota FÍÆT facebook síðuna betur og létta á tölvupósthólfunum hjá félagsmönnum. Öllum lýst vel á tillöguna.

 1. h)Virkni félaga í FÍÆT

Umræða var um þau sveitarfélög sem ekki taka þátt í starfi FÍÆT og ræddar voru hugmyndir um hvernig ætti að virkja þau til þáttttöku í félaginu. Ákveðið var að stjórnin vinni málið áfram.

Fundagerð ritaði Rut Sigurðardóttir.

 

Fylgiskjal 1

Skýrsla stjórnar FÍÆT starfsárið 2017 – 2018

Starfsár þessarar stjórnar sem nú er að klárast hefur verið mjög gott en þó heldur rólegra en árið á undan.

Ný stjórn var kosin á síðasta aðalfundi þar sem Bragi Bjarnason hóf sitt seinna ár sem formaður. Gísli Rúnar Gylfason hóf sitt seinna ár í stjórn og þau Bylgja Borgþórsdóttir, Ragnar Sigurðsson og Stefán Arinbjarnarson voru kosin í stjórn 2017 – 2018. Bylgja til eins árs og Ragnar og Stefán til tveggja ára. Rut Sigurðardóttir og Bjarki Ármann Oddsson voru síðan kosin í varastjórn til eins árs. 

Í fyrsta skipti var síðan kosið í fagnefndir FÍÆT sem eru frítímanefnd, íþróttanefnd og fræðslu- og upplýsinganefnd. Heiðrún Janusardóttir var kosin í frítímanefnd og kom síðan Hafþór Barði Birgisson inn í nefndina síðar á árinu. Kári Jónsson og Jón Júlíusson fóru í íþróttanefnd og Margrét Sigurðardóttir og Þorsteinn Gunnarsson í fræðslu- og upplýsinganefnd. Þessar nefndir yrðu síðan leiddar af stjórn FÍÆT.

Ný stjórn beið ekki boðanna frekar en fyrri stjórnir og fundaði strax í júní til að leggja drög að næsta starfsári. Verkaskiptingin var þannig að Ragnar treysti engum öðrum fyrir fjármálastjórninni og hélt því gjaldkeraembættinu og Bylgja fór í ritarastöðuna. Gísli Rúnar Gylfason tók að sér nýtt embætti varaformanns og Stefán meðstjórnandann. Gísli Rúnar var einnig endurkjörin af stjórn til að sjá um heimasíðu félagsins ásamt því að halda utan um félagatalið og tölvupóstlistann sem er ein af okkar mikilvægustu samskiptaleiðum.

Stjórnin setti upp framkvæmdaáætlun til að gera starfsárið markvissara og voru þrjú meginmál á dagskrá fyrir starfsárið.

-         Koma nýjum fagnefndum af stað

-         Haustfundur félagsins

-         Aðalfundur 2018

Eftir mjög umfangsmikið starfsár 2016 -17 þá var það meðvituð ákvörðun stjórnar að bæta ekki við neinum aukaverkefnum en leggja frekar meiri vinnu í föst verkefni ásamt því að fylgja fagnefndum úr hlaði. Ákveðið var síðan að boða fulltrúa úr varastjórn á stjórnarfund í ágúst til að þeir væru inn í verkefnum félagsins. 

Stefnmótunarvinnan kláraðist að mestu á aðalfundi félagsins í Grindavík þegar reglum félagsins var breytt í takt við nýju stefnuna. Mjög góðar umræður voru og eðlilega ekki allir sammála. Held samt að við höfum fengið góða niðurstöðu um öll mál og skulum við öll hafa hugan opin áfram með nafn félagsins og hvað við viljum stefna með það. Undirritaður viðurkennir þó fúslega að því miður hefur stefnan ekki verið sett inn á heimasíðu félagsins en því verði kippt í liðin að loknum aðalfundi.

Á stjórnarfundi í ágúst skiptu stjórnarmenn með sér verkum fyrir fagnefndir félagsins. Stefán Arinbjarnarson verður formaður íþróttanefndar, Bylgja Borgþórsdóttir formaður frítímanefndar og Gísli Rúnar Gylfason formaður fræðslu- og upplýsinganefndar.

FÍÆT hóf árið 2017 samstarf við HÍ, Eramus+ og ungmennaráð Íslands um verkefnið Europe Goes Local en það er Evrópuverkefni um ungmennastarf á sveitarstjórnarstigi og hefur Bragi Bjarnason verið fulltrúi félagsins í þessum starfshópi. Ráðgert er að verkefnið standi í þrjú ár og fór hópurinn á fyrstu ráðstefnuna í júní 2017 í Slóveníu þar sem verkefninu var formlega ýtt úr vör. Íslenski hópurinn fór heim með það verkefni að kynna ungmennastarfið betur fyrir kjörnum fulltrúum og nota t.d. fyrirliggjandi sveitastjórnarkosningar til þess.

Hópurinn var með kynningarbás á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í október og voru fulltrúar úr ungmennaráði Íslands þar í aðalhlutverki þar sem þau gengu á milli með upplýsingabækling og kynntu starfsemi ungmennaráða fyrir kjörnum fulltrúum. Þessi kynning gekk vonum framar en núna í aðdraganda kosninga þá stóð til að ungmennaráð Íslands myndi fara á nokkra staði til að tengjast betur ungmennaráðum sveitarfélaga en því miður tókst ekki alveg að hrinda því í framkvæmd.

Næsti stóri fundur í verkefninu er síðan í byrjun júní á þessu ári í Portúgal og verður áhugavert að sjá næstu skref í verkefninu en markmiðið er að búa til ákveðin sáttmála eða viðmið um gæði ungmennastarfs í Evrópu.

Félagið er síðan einnig samstarfsaðili í öðru verkefni sem sótt var um hjá Eramus+ en hópur frá Eistlandi myndi þá koma í heimsókn hingað haustið 2018 eða vorið 2019 ef það verkefni fær styrk.

Haustfundurinn þetta starfsárið var var haldinn í Hlöðunni í Gufunesi fimmtudaginn 16. nóvember. Fundurinn var mjög fjölbreyttur með áhugaverðum erindum og var það einmitt markmið stjórnar að gera meira úr haustfundinum sem fræðslufundi fyrir félagsmenn.

Hanna Maxweel kynnti starf með ungmennum í Ástralíu og tókst það vel þótt tæknin hafi aðeins verið að stríða okkur í upphafi. Í framhaldinu var einmitt rætt um fræðsluferð til Ástralíu og var nefndinni falið að skoða þann möguleika nánar. Pálmar Ragnarsson hristi hópinn vel með líflegum fyrirlestri um jákvæð samskipti og fékk án efa nokkrar bókanir um fyrirlestra eftir fundinn. Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson kynnti handbók ungmennaráða og Soffía Pálsdóttir fór yfir frístundastefnu Reykjavíkurborgar og þau gögn sem hún ætti til og væru aðgengileg félagsmönnum til að nýta í sínum störfum. Virkilega flott hvað félagsmenn eru jákvæðir í að hjálpa hver öðrum og er það án efa einn af okkar mestu styrkleikum sem félags.

Eygló, Alfa og Hulda kynntu síðan nýútkomið rit um málefni frítímans sem flestir hafa vonandi fengið eintak af en Alfa mun einmitt kynna handbókina stuttlega hérna á morgun. Mögnuð vinna sem hefur tekið langan tíma og ef það væri ekki fyrir óþrjótandi áhuga Ölfu þá held ég að stjórnin hefði fyrir löngu verið búin að gefast upp á verkefninu……

Fundurinn endaði svo á fyrirlestri Eyþórs Eðvarssonar sem ræddi um starf stjórnandans, hlutverk og dreifingu verkefna. Gott innlegg í okkar störf enda alltaf hætta á því að maður geri hlutinn bara sjálfur í stað þess að dreifa verkefnum.  

Á fundi stjórnar í mars var rætt um viðbrögð félagsins við kynbundnu ofbeldi í ljósi umræðu í samfélaginu og var ákveðið að taka málið til umræðu á aðalfundi sem við og gerum hér undir liðnum önnur mál.

Nokkrir nýir félagsmenn hafa bæst við hópinn á sl. ári og eru þau öll boðin velkomin í hópinn en félagar eru nú 53 talsins.

Undirbúningur aðalfundar hér á Ísafirði hefur verið í góðu samstarfi við félaga okkar á svæðinu, hana Margréti Halldórsdóttur og er henni þakkað kærlega fyrir.   

Stjórnin vill annars þakka ykkur öllum fyrir samstarfið á árinu. Þetta er góður félagsskapur sem auðvelt er að leita til með fyrirspurnir og ráðleggingar og er það ómetanlegt í störfum okkar.

                                                         Stjórn FÍÆT 2017 – 2018

 

Fylgiskjal 2

  

9.maí 2018

Ályktun aðalfundar FÍÆT 2018 um kynbundið ofbeldi í samfélaginu

 

 

Aðalfundur FÍÆT – félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa sem haldinn er á Ísafirði 9. maí 2018 vill koma á framfæri þökkum til þeirra einstaklinga sem hafa opnað á umræðu um kynbundið ofbeldi í íþróttum og öðrum stöðum í samfélaginu. Það þarf mikið hugrekki til að segja frá sinni lífsreynslu opinberlega og vill félagið sína þessum einstaklingum stuðning með þessari yfirlýsingu.

Félagar í FÍÆT munu í gegnum sín störf vinna að bættu samfélagi með því að hafa jafnrétti kynjanna að leiðarljósi og að börn alist upp í öruggu samfélagi sem virðir alla til jafns, óháð kyni, fjárhagsstöðu og/eða þjóðerni. 

Með kærri kveðju

_______________________

Bragi Bjarnason
formaður FÍÆT