Aðalfundur FÍÆT 2021. Teamsfundur haldinn 6.maí 2020 kl. 9:00
Áður en aðalfundur hófst voru eftirfarandi fræðsluerindi
Kl. 9:00-09:30: Margrét Sigurðardóttir, uppeldis – og menntundarfræðingur og fyrrverandi FÍÆT félagi, kynnir námskeið sem hún er að bjóða upp á í gegnu www.verumgod.is
Kl. 9:30-10:00 Menntavísindasvið HÍ kynnir nám í Tómstunda- og félagsmálafræði
Hefðbundin aðalfundarstörf
Kl. 10.25 Setning aðalfundar FÍÆT 2021
Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins:
- setning
- Gísli Rúnar Gylfason formaður FÍÆT setur fundinn.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
Gísli Rúnar bíður sig fram sem fundarstjóra. Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að Kjartan Páll Þórarinsson sjái um ritun fundarins. Samþykkt samhljóða.
- Skýrsla stjórnar
Skýrsla stjórnar er flutt munnlega af Gísla Rúnari. Skrifleg skýrsla er í viðhengi við fundargerð.
- Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram
Ragnar Sigurðsson gjaldkeri félagsins kynnir reikninga félagsins.
Ragnar tekur fram að reikningurinn hefur ekki verið endurskoðaður af skoðunarmönnum reikninga.
ársreikningur félagsins er birtur sem viðhengi.
- Umræður um skýrslu og ársreikninga
Gjaldkera er hrósað fyrir vel uppsetta reikninga af Jóni Júlíussyni. Jón nefnir að ef til vill sé ráð að fella niður félagsgjöld í ár en það verði jafnvel sett inn sem sér tillaga á eftir undir viðeigandi fundarlið.
Ólafur Oddson spyr hvort það sé í lagi að samþykkja reikning án þess að hann hafi verið skoðaður af skoðunarmönnum.
Svarað er að hægt sé að samþykkja reikninga með fyrirvara um skoðun af skoðunarmönnum eða boða til nýs aðalfundar.
Reikningar eru samþykktir samhljóða með fyrirvara um samþykki skoðunarmanna.
- Lagabreytingar
Ein lagabreytingartillaga hefur borist frá stjórn FÍÆT. Kjartan Páll ber upp tillöguna og gerir grein fyrir henni.
Tillagan er eftirfarandi:
Stjórn leggur fram eftirfarandi breytingar 6. grein laga félagsins: (rauði hlutinn er viðbót við núverandi grein)
Rökstuðningur með lagabreytingu er:
lagabreytingin tryggir reglulega endurnýjun á stjórn félagsins og sýnir samhug félagsmanna að það að halda úti öflugu félagi er á ábyrgð allra félagsmanna.
Lagabreyting er borin upp til atkvæðagreiðslu:
Breytingin er samþykkt samhljóða án athugasemda.
- Fræðslu- og upplýsingaerindi
Fræðslu og upplýsingarerindi voru flutt áður en formlegur aðalfundur hófst.
- Kosning formanns, stjórnar, skoðunarmanna og fagnefnda
Stjórn FÍÆT
Núverandi stjórn er eftirfarandi:
Gísli Rúnar (Dalvíkurbyggð) - formaður
Ragnar (Ölfus) - gjaldkeri
Kjartan Páll (Norðurþing) ritari
Rut (Suðurnesjarbæ) - meðstjórnarandi
Amanda (Kópavogsbær) meðstjórnandi
Samkvæmt nýsamþykktum reglum félagsins hefur Ragnar gjaldkeri félagsins lokið sínum starfstíma í stjórn.
Einnig er Rut búin að sitja í 2 ár og sæti hennar því laust til kjörs.
Rut Sigurðardóttir býður sig fram til áframhaldandi starfa.
Magnús Ingi Bæringsson (Stykkishólmsbæ) býður sig fram til stjórnar.
Enginn önnur framboð komu fram.
Rut og Magnús eru kjörin með rafrænu lófataki fundarins.
Varastjórn
Jóhanna Margrét Hjartardóttir (Hveragerði) og Ellert Örn Erlingsson (Akureyrarbæ) bjóða sig fram.
Enginn önnur framboð komu fram.
Þau eru kjörin með rafrænu lófataki fundarins.
Skoðunarmenn reikninga :
Steinþór Einarsson (ÍTR) og Kári Jónsson (Garðabæ) bjóða sig fram til embættisins.
Enginn önnur framboð komu fram.
Þeir eru kjörnir með rafrænu lófataki fundarins.
Kjör í nefndir félagsins:
- Íþróttanefnd
Steinþór Einarsson, Kári Jónsson og Ellert Örn Erlingsson bjóða sig fram til áframhaldandi setu.
Samþykkt samhljóða
- Frítímanefnd
Gunnar E Sigurbjörnsson (Árborg) og Esther Ösp Valdimarsdóttir (Strandabyggð) eru kjörin í nefndina.
- Fræðslu og upplýsinganefnd
Ragnar Matthías Sigurðsson, Bragi Bjarnason (Árborg) og Jóhanna Margrét Hjartardóttir bjóða sig fram.
Enginn önnur framboð komu fram.
Þeir eru kjörnir með rafrænu lófataki fundarins.
- Ákvörðun um árgjald
Jón Júlíusson leggur til að gjald félagsins verði lagt niður þetta árið vegna þess að verkefni félagsins hefur verið með minnsta móti undanfarið ár vegna Covid. Einnig er fjárhagsstaða félagsins góð. Með þessu væri félagið og meðlimir þess að ganga á undan með góðu fordæmi og stuðla að aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins.
Ragnar tekur undir orð Jóns.
Samþykkt samhljóða.
- Inntaka nýrra félaga
Nýjum félögum var boðið að kynna sig fyrir fundinum :
- Örvar Ólafsson er starfsmaður m&m ráðuneyti. Er ráðinn inn í starfið sem Óskar Ármannson var í áður og er nú yfir skrifstofunni.
- Kristín Ingibjörg Lárusdóttir kynnir sig - Blönduósbæ. Um er að ræða nýtt starf hjá sveitarfélaginu
- Guðmundur Stefán Gunnarsson kynnir sig - Vogum.
11. Önnur mál
- Gísli Rúnar kynnir nýjan vef félagsins. Gísli hvetur félagsmenn til að kíkja á vefinn og skoða starfsheiti og nöfn félagsmanna.
- Alfa Aradóttir þakkar nýkjörnu stjórnarfólki og vill ræða um niðurstöður R&G um nektarmyndir og ögrandi myndir sem ungmenni eru að senda sín á milli. Hún talar um niðurstöður varðandi nektarmyndir og ögrandi myndir sem börn og ungmenni eru almennt að senda. Alfa talar um alvarleika málsins og vill vekja athygli á málinu og telur brýnt að félagsmenn beiti sér fyrir málinu.
- Geir Bjarnason tekur undir málið. Í Hafnarfirði er verið að skoða málið og vinna með að virkja foreldra í þessu máli.
- Ólafur Örn nefnir að nýlega var fundur um klám og „sexting“ sem var áhugaverður. Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá R&G og Kolbrún Hrund Sigurgeirsson verkefnisstýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur fjölluðu um málið.
- Amanda – tekur undir með því sem fram hefur komið. Amanda nefnir að skólaskýrslurnar séu mikil bylting frá R&G til að geta unnið með skólum. Hún nefnir einnig mikilvægi þess að þjónusta vel miðstig skólana sem víða er unnið vel en líka ábótavant annarstaðar.
- Alfa nefnir að á Akureyri er verið að vinna með leiðsögn og fræðslu fyrir miðstigið og telur það mikilvægt.
- Kári – tekur undir um mikilvægi landsins. Búið er að boða formlegan samstarfsund sveitarfélagana 20.maí hjá R&G um áðurnefnt mál. Lykilatriðið er eins og Amanda sagði er að hægt sé að greina milli skóla. oft er mismunandi staða í ólíkum skólum þó að stutt sé á milli þeirra.
- Gísli nefndi að hann sat fund um orkudrykkjanotkun. Þar var félagsmiðstöð sem vann fræðslu um málið og bauð öðrum sem vildu að nýta fyrirlesturinn og þekkinguna. Gísli telur þetta mikilvægt að deila þekkingu enda áskoranir eru yfirleitt svipaðar út um allt land.
- Haustfundur FÍÆT berst til tals. Gísli leggur til að stjórn og fræðslunefnd hittast í haust og eiga samtal.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 11:35
Kjartan Páll Þórarinsson ritaði fundagerð.
Viðhengi 1 – skýrsla stjórnar
Skýrsla stjórnar starfsárið 2020-2021
Starfsár FÍÆT mótaðist eins og hjá öllum öðrum að kórónuveirufaraldri. Aðalfundur félagsins haldinn í annað sinn í fjarfundi.
Það var samt í nógu að snúast og voru fundir stjórnar 6 talsins í fjarfundi og fundargerðir settir á vef FÍÆT, www.fiaet.is jafnóðum. Fundir voru mislangir, allt frá 20 mínútum í 1,5 klst. Fjarfundarfyrirkomulagið er væntanlega komið til að vera hjá stjórn í flestu tilvikum. Þó markmiðið að ná einum vinnufundi stjórnar árlega. Á fyrsta fundi skipti stjórn með sér verkumá eftirfarandi hátt:
Gísli Rúnar Gylfason var kjörinn formaður á aðalfundi félagsins og situr næstu 2 ár.
Stjórna skiptir með sér verkum á eftirfarandi hátt:
Amanda K Ólafsdóttir: meðstjórnandi
Kjartan Páll Þórarinsson: Ritari
Ragnar M Sigursson: Gjaldkeri
Rut Sigurðardóttir: Varaformaður
Ýmis verkefni í gangi eins og; ný vefsíða, veita umsagnir um mál. Ánægjulegt að segja að það er verið að leita til félagsins og stjórnar sem ráðgefandi vettvangur. Félagið er að fá rödd og fólk er að fara þekkja félagið og hvaða fagþekking liggur þar.
Einnig stóð stjórna að ályktun í samstarfi við Félag fagfólks í frítímaþjónustu um þær breytingar sem hafa átt sér stað á Seltjarnarnesi. Lýst var áhyggjum af stöðunni og um leið boðin fram fagþekking félagsmanna.
Þá var stjórn einnig með puttana á púlsinum varðandi samkomutakmarkanir og sendu ályktun inn í tengilið okkar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem varð til þess að formaður var boðaður á vinnufund við mótun reglna um íþrótta- og tómstundastarf barna.
Annað sem stjórn er búin að bæta við eru einstaka fjarfundir um ákveðin málefni sem félagsmenn geta haft frumkvæði og óskað eftir.
Mjög góður samráðsvettvangur sem þegar er töluvert notaður.
Fyrir hönd stjórnar,
Gísli Rúnar Gylfason
formaður FÍÆT
Viðhengi 2 – ársreikningar FÍÆT
(Viðhengi 2 var sent í pósti á alla félagsmenn)