Aðalfundur FÍÆT 2006
Haldinn á Egilsstöðum 5. maí 2006
Mættir voru:Árni Guðmundsson Hafnarfirði, Guðbjörg Linda Udengård Kópavogi, Gisli Árni Eggertsson Reykjavík, Gunnar Örn Erlingsson Garðabæ, Guðrún Harðardóttir Vogum, Haukur Geirmundsson Seltjarnarnesi, Haukur V. Þorvaldsson Hornafirði, Indriði Jósafatsson Borgarbyggð, Ingvar Jónsson Hafnarfirði, Ragnar Örn Pétursson Reykjanesbæ, Sigurður Guðmundsson Mosfellsbæ, Stefán Bjarkason Reykjanesbæ, Jón Björnsson Ísafirði, Bjarni Gunnarsson Dalvík, Soffía Pálsdóttir Reykjavík, Karen Erla Erlingsdóttir Fljótsdalshéraði, Ólöf A. Elíasdóttir Vestmannaeyjum, Líney R. Halldórsdóttir menntamálaráðuneytið, Margrét Sigurðardóttir Seltjarnarnesi, Hörður Jóhannesson Akranesi, Þráinn Sigvaldason Fljótsdalshéraði.
Fundur settur kl. 10:00.
Dagskrá aðalfundar samkvæmt 7. grein laga FÍÆT:
- Setning.
- Kosning fundarstjóra og fundarrita.
- Skýrsla stjórnar.
- Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.
- Umræður um skýrslu og ársreikninga.
- Lagabreytingar
- Fræðslu og upplýsingaerindi.
- Kosning stjórnar, forseta og skoðunarmanna.
- Ákvörðun um árgjald.
- Önnur mál.
- Setning
Karen Erla Erlingsdóttirmenningar- frístundafulltrúi Fljótsdalshéraði
bauð fundarmenn velkomna til Egilsstaða og fór yfir dagskrá helgarinnar.
- Kosning fundarstjóra og ritara
Linda Udengård formaður FÍÆT tilnefndi Árna Guðmundsson fundarstóra, samþykkt og Ólöfu A. Elíasdóttur sem ritara aðalfundar, samþykkt.
- Skýrsla stjórnar
Formaður, Linda Udengård fór yfir skýrslu stjórnar.
- Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram
Gjaldkeri Sigurður Guðmundsson gjaldkeri lagði fram endurskoðaða ársreikninga.
- Umræður um skýrslu og ársreikninga
- Fyrirspurn frá Margréti Sigurðardóttur vegna upphæðar vegna reksturs tölvukerfis. Sigurður upplýsti að þetta væri kostnaður vegna reksturs heimasíðu félagsins yfir árið.
- Árni Guðmundssonbar upp ársreikninga og skýrslu FÍÆT. Samþykkt samhljóða.
- Kosning stjórnar, forseta og skoðunarmanna
- Til eins árs í stjórn sitja áfram Linda Udengård, Ólöf A. Elíasdóttir og Haukur Geirmundsson þau voru kosin til tveggja ára á aðalfundi 2005.
Til tveggja ára voru kosnir Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Borgarbyggð og Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi í Mosfellsbæ, samþykkt með lófaklappi.
- Jón Júlíusson var kosinn endurskoðandi til tveggja ára, samþykkt með lófaklappi.
- Tilnefningar til varamanna: Haukur V. Þorvaldsson Hornafirði og Helga Harðardóttir Vogum. Samþykkt með lófaklappi.
- Ákvörðun um árgjald.
Stjórnin leggur til hækkun á árgjaldi fyrir árið 2007, árgjald hefur verið 10.000 kr en verði nú 20.000 kr.. Samþykkt samhljóða.
- Kosning forseta
Stefán Bjarkason framkvæmdarstjóri menningar-íþrótta-og tómstundasviðs Reykjanesbæjar var kynntur sem forseti næsta árs.
- Fræðslu og upplýsingaerindi
Hópastarf, fundargestir skiptu sér í fjóra mismunandi hópa sem unnið var í 20 mín.
1. Hópur: Stefnumótun FÍÆT til 5 ára
2. Hópur: Fræðsluferð FÍÆT,
3. Hópur: Fræðsluráðstefna FÍÆT,
4. Hópur: Lagabreytingar
Hver hópur kynnti sínar niðurstöður.
- Lagabreytingar
Fundarstjóri bar upp tillögu um þriggja manna laganefnd. Samþykkt samhljóða.
.
- Önnur mál
- Fundarstjóri vísaði til stjórnar að skipa í ferðanefnd
b. Líney Halldórsdóttir frá menntamálaráðuneytinu kynnti bókina
Verndum þau sem ráðuneytið gefur út. Einnig spurði Líney fundarmenn hvort þeir notuðu Mannvirkjavef ÍSÍ, umræður urðu um notkunargildi vefsins. Það kom fram að fasteignarfélög sveitarfélaga sjá um að skrá sínar eignir.
c.Árni Guðmundsson vísaði til stjórnar umsókn frá forvarnafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar inn í félagið.
d.Sigurður Guðmundsson talaði um að nú væru svo mörg íþróttafélög komin með íþróttafulltrúa. Hann varpaði þeirri spurningu fram hvort þeir ættu að fá inngöngu inn í félagið.
e.Gísli Árni Eggertsson talaði um að öll alvarleg félög hafi siðareglur. Tími til komin að FÍÆT setji sér siðareglur. Árni taldi að sveitarfélög ætti að setja sér siðareglur fyrir sitt starfsfólk. Vísaði til stjórnar.
f.Stefán Bjarkason þakkaði traustið að vera kosinn forseti og áréttaði að það þyrfti að ákveða dagsetningu sem fyrst.
g.Soffía Pálsdóttir talaði um dagsetningar á aðalfundi Samfés og FÍÆT þyrfti að skoða, fundir væri svo þétt á vorin og það kæmi niður á þátttöku beggja funda.
h. Árni Guðmundsson mælti með að starfsmenn íþrótta- og æskulýðsgeirans gengju í fagfélag starfsmanna í frítímaþjónustu.
Linda Udengård formaður FÍÆT sleit 21. aðalfundi Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa kl. 12.00 og fundarmenn héldu í skoðunarferð um Fljótsdalshérað.
Egilsstöðum 5. maí 2006
Ólöf A. Elíasdóttir
fundarritari