FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

Aðalfundur FÍÆT haldinn í Dalvík 2.maí 2008

 

Bjarni Gunnarsson formaður FÍÆT bauð fundargesti velkomna og því næst tók Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri á móti okkur og bauð okkur velkomin til Dalvíkurbyggðar. Svanfríður fór yfir sögu byggðarinnar og bauð okkur síðan til formlegs hátíðarkvöldverðar í boði bæjarstjórna á laugardagskvöl.

Því næst lagði Bjarni til að Árni Guðmundsson yrði kjörinn fundarstjóri og var það samþykkt samhljóða. Fundarritari var kosin Heiðrún Janusardóttir

1. Fundarsetning. Fundarstjóri setti fund og fór yfir dagskrána. Fundarstjóri óskaði eftir afbrigðum við aðalfundarsköp um að liðurinn Fræðsluerindi væri færður aftast á dagskránna og var það samþykkt.

1. Skýrsla stjórnar. Bjarni fór yfir skýrslu stjórnar. Aðalstarf stjórnar var að undirbúa fræðsluferð til Danmerkur í október. Sú ferð tókst vel í alla staði og voru þáttakendur afar ánægðir með hvernig til tókst. Anders Lind yfirmaður í Hornslet Ungdomsskole og kona hans Marianne Schöler Lind  sálfræðingur voru okkur innan handar og stjórn FÍÆT þakkaði þeim sérstaklega. Þau Anders og Marianne voru bæði þátttakendur á aðalfundinum þetta árið. Í ferðinni var víða komið við; skoðuð íþróttamannvirki t.d Fyn Arena, heimsótt æskulýðssamtökin Ungdomsringen í Danmörku sem eiga aðalstöðvar sínar í Odense og ýmsir aðrir aðilar s.s. Grenå produktionsskole og knattspyrnuskóli Hessel gods í umsjón Flemming Povlsen.

 

Engin verkefni komu inn á borð félagsins frá ríki eða sambandi ísl. Sveitafélaga þ.e ekki var leitað leiðsagnar eða umsagnar frá þessum aðilum um eitt eða annað.

 

Aukið samstarf FFF (félags fagfólks í frítímaþjónustu) og FÍÆT ásamt Samfés var áberandi á árinu. Formaður tók þátt í málþingi FFF um málefnið ,,Hver vinnur með börnunum okkar í frítímanum?” og á vordögum var haldinn sameiginlegur stjórnafundur félaganna allra. Þar var ákveðið að stuðla að frekari samvinnu og sameiginlegum verkefnum  s.s. kynningu á félögunum, málþingum eða ráðstefnum, vinnusmiðjum og sameiginlegum átaksverkefnum á sviði forvarna eða annarra málefna barna og unglinga.  Stjórnin hefur einsett sér að stefna að frekari samstarfi þessara félaga og einnig frekari kynningu á  félögunum til  sveitarfélaganna t.d með sérstökum kynningum í bréfi svo og hvatningu til sveitafélaganna um að vanda val í ráðningu starfsfólks í þessum geira sem og að skilgreina verkefni og störf starfsmanna af sérstakri vandvirkni.

 

2. Endurskoðaðir ársreikningar. Haukur Geirmundsson fór  yfir ársreikninga félagsins og voru þeir samþykktir.

 

4. Engar lagabreytingar voru á dagskrá

 

5. Kosning stjórnar, formanns, forseta og skoðunarmanna

Bjarni Gunnarsson var kosinn formaður til eins árs og Gunnar Erlingson var kosinn næsti forseti Pálma.  Gísli Rúnar Gylfason var kosinn til 2 ára sem og Haukur Þorvaldsson Heiðrún og Haukur voru kosin til tveggja ára sl ár og eru á seinna ári núna.

Alfa Aradóttir  og Sveinn Hreinsson voru kjörin varamenn í stjórn .

 

 

6. Ákvörðun um árgjöld. Samþykkt að halda sama árgjaldinu sem er 20.000.-

 

7. Önnur mál:

Bjarni tók upp umræðuna hvers vegna ekki fleiri mæta á aðalfund.Er það tímasetningin eða eitthvað annað. Einnig er nauðsynlegt er að fara yfir félagaskrána.

Ragnar Örn fór yfir innra starfið og þá umræðu sem fór fram á aðalfundi félagsins á Egilsstöðum 2006. Ragnar vill sjá starfsemina strúktúreraða upp á nýtt þar sem FÍÆT gætu virkað sem n.k  regnhlífarsamtök

 

Umræður

Soffía talaði um aðstæður til tómstundastarfs og um hvort ætti að lögbinda starfsemina eða ekki. Vangaveltur. Einnig þarf að skilgreina rýmisáætlun í tómstundastarfi, einfalda starfsheiti og fleira.

Heiðrún tók undir þetta með lögbindingu á starfsemi og benti á að í grunnskólalögunum er kveðið á um tómstundastarf en ekki í æskulýðslögunum. Stefán Bjarki sagði frá vinnu sinni í starfshópnum um æskulýðslög og sú vinna hafi verið allt annað en einföld.

Einnig urðu umræður um hvernig tilnefningar í t.d æskulýðsráðs ríkisins fara fram. Eiríkur sagði frá því hvernig samtök sveitafélaga virðast almennt hafa þetta innan sinna vébanda. Tilviljun virðist ráða því hvernig raðað er í ráð og nefndir frá þeim.

Haukur sagði frá sameiginlegum fundi stjórna FFF, FíÆT og Samfés og þær hugmyndir sem þar komu upp.

Miklar umræður áttu sér stað og mikill hugur í fundarmönnum um að gera okkur sýnilegri og hvertja sveitafálög landsins til að vanda til við ráðningu starfsfólks og gera fulla grein fyrir starfslýsingu og vinnuumhverfi starfsmanna sinna

 

 

Fræðsluerindi:

Eiríkur Björn  Björgvinsson bæjarstjóri á FljótsdalshéraðiUnglingalýðræði á Fljótsdalshéraði.  Eiríkur sagði frá uppbyggingu unglingaráðs á Fljótsdalshérði og hvernig þau vinna.  Þau hafa 11 manna unglingaráð og í því sitja krakkar frá grunn og framhaldsskólunum, íþróttafélögum og frjálsu félögunum.

 

Marianne Schöler Lind sálfræðingur frá Danmörku  Ungmenni sem skaða sig.

Marínanne sagði frá starfi sínu með ungu fólki, sérstaklega ungum stúlkum sem skaða sig t.d. með því að skera sig cutting.  Afskaplega áhugavert erindi þar sem Marianne kom inn á hvernig léleg sjálfsmynd og ákall á hjálp virðist vera undirliggjandi ástæður fyrir því að ungt fólk velur að skaða sig.  Ungmennin búa til tákn á líkamannn, skera sig allsstaðar. Einhver sjálfseyðingarhvöt virðist stjórna þessum gerðum.

 

Þóroddur Bjarnason prófessor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri

Félagsleg þátttaka barna af íslenskum og erlendum uppruna

 

Þóroddur fór yfir fjölgun erlendra ríkisborgara á íslandi sl 50 ár. U.b 10 hver krakki á aldrinum 15-16 ára eiga annað foreldri af erlendum uppruna. Ekki nema um 2% af heild eiga báða foreldra af erlendum uppruna. ESPAD 2007 .Krakkar af erlendum uppruna eiga t.d frekar við þunglyndi að stríða en önnur börn. Ekki er munur á þeim sem eiga annað foreldri. Einnig er sjálfsmynd þessara krakka verri heldur en annarra. Verri útkoma er hjá þeim semeiga báða foreldra af erlendum uppruna. Sama er með einelti. Minnst hjá þeim íslensku, meira hjá þeim sem eiga annað  foreldri af erlendum uppruna og mest hjá þeim sem eiga báða. Þetta þarf að hafa í huga þegar skoðuð er  þátttaka þessara barna í félagsstarfi. Fleiri börn af erlendum uppruna taka þátt í starfi með  trúfélögum heldur en ísl jafnaldra þeirra en færri taka þátt í íþróttum. Minni þátttaka er í félagsstarfi á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu.

Allt of fáar rannsóknir eru til um líðan og ,,atferli” barna af erlendum uppruna.

 

Árni Guðmundsson Félagsmálafræðingur, dipl. ED og Med í uppeldis- og menntunarfræðum, aðjunkt í KHÍ.Meistaranám í tómstunda- og félagsmálafræðum

 

Árni kynnti meistanám í KHÍ og minnti á að allar rannsóknir á þessu sviði vanta tilfinnanlega. Mikilvægt að breyta því og hvatti Árni félagsmenn að taka sér ársleyfi frá störfum og skella sér í meistaranámið þannig að við fáum fleiri rannsóknir til að vinna að. Það styrkir okkur í starfi og ætti að vera gott vopn í baráttu okkar til að öðlast viðurkenningu á strfsheitum innan sveitafélaga .

Einnig kynnti Árni nýja braut á framhaldsskólastigi í tómstunda-og frítímafræðum, braut sem gæti nýst sem

 

Eftri síðasta erindið og umræður í kringum það þakkaði fundarstjóri fyrir sig og Bjarni tók við og sleit fundi kl 14.45.

 

Fundarritari: Heiðrún Janusardóttir

 

P.s.

Eftir aðalfund tók við mögnuð dagskrá heimamanna sem sjá má í myndum á myndasíðu