FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

5.stjórnarfundur FÍÆT starfsárið 2012-2013 haldinn 12. febrúar 2013

Fundur stjórnar FÍÆT 12. febrúar 2013 hófst kl.10:00 í Mennta- og menningarmálaraðuneytinu.

Mætt: Gísli, Ragnar Sig., Alfa, Jóhann og Bragi

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.

1. Fundur með deildarstjóra æskulýðsmála og deildarstjóra íþróttamál í Mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Erlendur opnar fundinn og byrjar á að minnast á haustfundinn. Skipuleggja dagskrá, fyrirlestra ofl. Talar um að árlega kannanir rannsóknar og greiningar sem eru í farvegi núna. Ný sveitarfélög að koma inn sem er ánægjulegt. Eineltismál eru líka ofarlega á baugi og nú er hægt að fá Æskulýðsvettvanginn með fyrirlestra um einelti. Kostar ekkert nema hvert sveitarfélag sér um húsnæðið.

Aðgerðaáætlun vegna kynferðisofbeldis er í vinnslu. Félög komin mislangt en margir í góður farvegi. Minnist á Verndum þau verkefnið sem yfir 3000 manns hafa farið í gegnum.

Ungmennaráð Samfés var á fundi með ráðherra sl. haust. Ýmislegt fróðlegt rætt. Gísli bætir við að þau séu að fara af stað með verkefnið „taktu afstöðu" sem fer af stað núna í vor.

Óskar fer yfir að aðgerðaáætlunin fyrir íþróttastefnuna sé í fullri vinnslu og mun senda drög að henni á FÍÆT til yfirlestrar þegar hún er klár. Verðu væntanlega á næstu 2 vikum.

Tala líka um verkefnið „Hagræn áhrif íþrótta". Þórólfur Þórlindsson sér um það verkefni en það á að sýna fram á raunverulegan ávinning íþrótta. Allt verður undir. Þjálfun, félagsgildi, atvinna, vörur ofl.

Norræna mannvirkjaráðstefnan er haldin í ágúst – sept. á hverju ári. Ráðuneytið fer með tvo á ráðstefnuna (ráðuneyti og íþróttafélög) og skorar Óskar á að sveitarfélögin sendi líka fulltrúa. Þarna er farið yfir stöðu mála í mannvirkjamálum almennt. Bæði gagnvart uppbyggingu og sérsamböndum sem gera kröfur um ákveðna aðstöðu. Þetta ætti að vera augljós ávinningur fyrir sveitarfélögin og FÍÆT þar sem flest íþróttamannvirki eru byggð af sveitarfélögum. Óskar bendir á að þetta gæti styrkt FÍÆT á málefnagrundvelli.

Aðeins rætt um öryggisreglur vegna skíðasvæða en hún er í vinnslu í ráðuneytinu. Jói spyr um hvort skíðasvæðin séu með í þessari vinnu og segir Óskar að hann hafi sent á öll skíðasvæðin en engin bein svör fengið enn. Ætlar að senda aftur út og benda Gísli og Jóhann á samband skíðasvæða sem er frekar virkt félag. Sterkt að hafa þá með strax.

Þessar vikurnar er nemi hjá íþróttadeild ráðuneytisins sem ætlar að uppfæra mannvirkjavef ÍSÍ og ráðuneytisins sem hefur verið hálf lamaður sl. 10 ár. Neminn mun óska eftir upplýsingum frá sveitarfélögum og biður Óskar alla um að taka fyrirspurninni vel. Neminn er einnig að fylgja eftir þeim stefnum sem ráðuneytið hefur styrkt sl. ár.

Erlendur hvetur FÍÆT til að skoða æskulýðsstefnuna og senda inn athugasemdir ef einhverjar eru.

Nýtt verkefni YES Europe kemur inn í stað Evrópu unga fólksins. Hefur verið staðsett hjá UMFÍ og verður það væntanlega áfram. Inn í þessu nýja prógrami verða íþróttirnar líka inni. 6% til æskulýðsmála og 1% til íþróttamála (% af heildarupphæð) ekki vitað hver hún er á þessu stigi.

Ráðuneytið er að skipa nefnd til að skoða frístundaheimilin. Guðni Olgeirs mun leiða þá nefnd.

Allir sammála því að halda haustfundinum inni. Þarf að finna pening í fundinn en kostnaður myndi skiptast svipað og síðast.

Gísli nefnir að hann hafi fundið með Árna og Jakobi um samstarf við HÍ og verið vel tekið. Það mun skýrast betur eftir að FÍÆT hefur fundað um málið líka.

Erlendur spyr um fjárhagstöðuna í þessum málaflokkum hjá sveitarfélögunum. Hún er misjöfn milli sveitarfélaga en flest eru ennþá að hagræða eins og kostur er og þá verða íþróttir-, æskulýðs- og tómstundir oft undir.

Alfa nefnir sérstaklega æskulýðsmálin og þau verði alltof oft undir þegar kemur að peningum. Bragi nefnir stefnumótunina í æskulýðsmálum og það þurfi að gera aðgerðaáætlun eins og verið er að vinna út frá íþróttastefnunni.

Gísli spyr um hver það var sem bað um stefnumótunina í æskulýðsmálum. Erlendur fer aðeins yfir málið. Þetta var unnið hratt og ekki kannski í nógu mikilli samvinnu við alla. Óskar telur að þarna hafi menn stytt sér leiðina og það vanti grunnvinnuna innan grasrótarinnar. Málið rætt nánar og fer t.d. Erlendur yfir þegar æskulýðslögin voru unnin. Vill líka að það sé til almenn stefna um málefni ungs fólks en sú vinna er að hluta í gangi í dag á milli ráðuneyta.

Mikið rætt um faglega starfið innan t.d. frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Verður að vera til einhver rammi um starfsemina. Þarf kannski ekki að ganga eins langt eins og skólarnir en finna milliveg sem virkar.

Einnig nefnt hvort sveitarfélögin séu að kalla eftir sakarvottorði og kom fram hjá fundarmönnum að það væri gert hjá þeirra sveitarfélögum sem er mjög gott.

Mikið rætt um samspil skóla, félagsmiðstöðva, frístundaheimila ofl. fjölbreyttar umræður um bilin milli stofnana, samvinnuna í ákveðnum málum ofl. Eyðan sem myndast eftir frístund og fram að félagsmiðstöð. S.s 5-7 bekkur. Þar þarf að auka þjónustuna fyrir þennan hóp.

Erlendur nefnir að sniðugt væri að FÍÆT myndi funda með æskulýðsvettvanginum og ÍSÍ. Alltaf gott að hittast og spjalla.

Gísli endar á því að fara stuttlega yfir hvað skiptir miklu máli að íþrótta-, tómstunda og æskulýðsgeirinn hafi sér fulltrúa hjá sambandinu. Enginn vill leggja til pening til sambandsins. Taktík gæti verið að setja upp starfslýsingu og ramma inn starfið. Síðan þyrfti að ýta á alla punkta til að það verði að veruleika.

 

2. Málefni HÍ – Menntavísindasvið.

Gísli Rúnar átti fund með Árni Guðmunds og Jakobi Frímanni um mögulegt samstarf tómstundabrautar á Menntavísindasviði HÍ sem og mögulega aðild þeirra að félaginu. Gísli fer yfir málið.

Kom fram að þeir hefur verið sammála því að þetta væru tvö algjörlega aðskilin verkefni.

Samstarfs HÍ og FÍÆT:
Þeir hafa áhuga á að koma með formlegum hætti að aðalfundi á vorin og jafnvel einnig haustfundi okkar. Við ræddum þann möguleika á að í tengslum við aðalfundinn yrði opin ráðstefna sem HÍ kæmi að verulegu leiti að skipuleggja og útvega erindi í samvinnu við FÍÆT. Málþingið yrði hins vegar opið öllum og beint yrði sjónum að aðilum á því svæði sem fundurinn yrði haldinn hverju sinni. Svo í framhaldi gætu menn haldið áfram, FÍÆT myndi halda sinn aðalfund (og helgi) og aðrir ráðstefnu gestir færu heim.

Einnig rætt um að gera formlegt samkomulag um vettvangsnám nemenda HÍ. Þ.e. þegar félagar innan FÍÆT væru að taka að sér nemendur. Þetta hefur verið gert undanfarin ár án vandamála, bara spurning að formgera slíkt og það sé til á prenti slíkt samstarf. (og þá staðlag form/samningur um það þegar slíkt fer fram).

Einnig rætt um samstarfið sem hefur verið vegna handbókargerðar.

Aðild starfsmanna HÍ:

FÍÆT þarf að bregðast við óskum starfsmanna á tómstundabraut HÍ um einhverskonar aðkomu þeirra að félaginu. Á fundinum var rætt um ýmsa möguleika. T.d. auka aðild þar sem HÍ geti fengið aðkomu að félaginu og nýtt sér þann vettvang en hafi þó ekki atkvæðisrétt, þar sem oft er verið að taka mjög „sveitarfélagsmiðaðar" ákvarðanir á aðalfundum, enda félagsmenn að koma þaðan.

Töldu að báðir aðilar muni njóta góðs af hvor öðrum, þetta er bara spurning með hvaða hætti á að koma þessu „saman".

Í tengslum við þetta þarf að hafa í huga fyrirspurn Soffíu varðandi millistjórnendur hjá Reykjavík, um það hvort það væri möguleiki á að opna fyrir þá í félagið.

 

Rætt og stjórnin sammála um að vera í samstarfi við HÍ og að starfsmenn þar sem koma að málaflokkum FÍÆT geti orðið félagar. Þarf að skoða nánar í tengslum við lagabreytingar á aðalfundi undir 5.máli.

3. Launakönnun félagsmanna

Ákveðið að gera leynilega launakönnun. Spyrja þar út í almenn launamál sem og starfssvið. Formaður hefur gert ákveðið form og mun senda það á félagsmenn til að fá athugasemdir áður en könnunin verður lögð fram. Rætt um hvort formaður eigi að taka saman niðurstöður og senda svörin bara á þá sem svara eða nýta netkannanir og að allir fái niðurstöðurnar. Ákveðið að hafa almenna leynilega könnun á netinu sem send verði á alla félagsmenn.

4. Hvað er ætlast til af starfsmönnun ráðuneytis.

Eftir fund með Óskari Ármannssyni, deildarstjóra íþróttamála hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu í janúar kom fram ósk hans um að FÍÆT myndi setja niður hvað félagið telur að starfsmenn ráðuneytisins eiga að vinna.

Rætt um hvernig skilvirkast væri að koma saman svona greinagerð og þá ætti einnig að setja saman hvað FÍÆT myndi vilja fá út úr starfsmanni hjá sambandinu. Hægt að notast við niðurstöður frá síðasta aðalfundi sem og að senda á félagsmenn til að fá ábendingar og athugasemdir. Ákveðið að stjórnin setji saman drög og sendi á félagsmenn hið fyrsta.

 

5. Aðalfundur FÍÆT 3. maí 2013 – Ölfus og Hveragerði

Rætt um nokkur mál í tengslum við aðalfund:

 

 

  • Í tengslum við samstarfið við HÍ þá lýst stjórninni vel á að hafa opið málþing fyrir aðalfundinn þar sem fræðslufyrirlestrarnir væru haldnir. Með þessari leið er hægt að bjóða fleirum á þingið sem eru utan FÍÆT og styrkja þ.e.a.l. fræðslupakkann. Byrja þingið t.d. 11:00 og klára um 15:00. Síðan væri formlegur aðalfundur eftir þingið með félagsmönnum FÍÆT.

 

 

 

 

  • Rætt um hvar aðalfundurinn 2014 gæti verið. Formanni falið að vinna málið áfram út frá umræðum á fundinum.

 

 

 

 

  • Framboð til stjórnar. Formanni falið að auglýsa eftir framboðum til stjórnar fyrir aðalfundinn. Kom fram að Gísli, Alfa og Jói voru kosinn í fyrra til tveggja ára svo kjósa þarf um tvö sæti.

 

 

 

 

  • Rætt um að gera tillögu að lagabreytingu sem gæti veitt ákveðnum félögum/einstaklingum möguleika á aðild að félaginu. Rætt um HÍ tengt þessu. Ákveðið að setja fram drög að lagabreytingu sem veitir félaginu heimild til að taka inn nýja aðila sem tengjast málaflokkunum en eru ekki endilega starfsmenn sveitarfélaga. Allir sammála þessu enda er hljómgrunnur fyrir þessu í núverandi lögum félagsins en t.d. væri hægt að útfæra grein 2 í þessa átt. Grein 2 gæti því verið : „Aukaaðild geta þeir sótt um sem að stuðla að því að félagið nái tilgangi og markmiðum sínum, sjá lið 3. Þeir sem hafa aukaaðild hafa málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi en hafa ekki atkvæðisrétt né rétt til stjórnarsetu."

 

 

 

 

  • Árgjaldið. Rætt um að halda því óbreyttu og verður tillaga þess efnis lögð fram á aðalfundi líkt og lög félagsins gera ráð fyrir.

 

 

 

 

  • Formaður mun vinna skýrslu stjórnar og senda á stjórnina til yfirlestrar.

 

 

 

 

  • Koma þarf ársreikningum til skoðunarmanna en það eru Haukur Geirmundsson og Jón Júlíusson. Formanni og gjaldkera falið að klára það mál.

 

 

 

Ragnar Sig. fer lauslega yfir hvernig dagskráin gæti litið út á aðalfundinum. Senda þarf út drög að henni á félagsmenn um leið og hún liggur fyrir. Varðandi málþingið þá þarf að rukka utanaðkomandi aðila sérstaklega fyrir þátttöku á því þar sem hádegisverður væri innifalinn. Þinggjaldið sem félagsmenn greiða myndi líka gilda á málþingið. Ragnar setur saman drög að dagskrá, sendir á stjórnina og kemur bókunarupplýsingum á félagsmenn svo hægt sé að bóka hótelið.

Jóhann fer yfir að félagið þurfi að legga fram ályktanir um nokkur mál sem tengjsta þeim málaflokkum sem falla undir félagið. T.d. niðurskurður, þakkir til Snæfellsbæjar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.14:40