FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

5. fundur stjórnar FÍÆT 2019-2020. Teamsfundur haldinn 8.sept 2020 kl. 13:30

Mætt: Gísli Rúnar, Bragi, Bylgja og Rut. Ragnar boðaði forföll.

Mál á dagskrá

  1. Aðal/haustfundur FÍÆT 2020

Stjórn er bjartsýn fyrir því að hægt verði að halda haustfund með aðalfundarívafi.

Stefnt að því að halda fund 12. nóvember á höfuðborgarsvæðinu ef aðstæður breytast ekki til hins verra á næstunni. Aðalfundarstörf og fræðsla að auki.

Ræða á fundinum hvernig best er að framkvæma launakönnun innan félagsins.

Bragi sendir út póst til félagsfólks til að hvetja til þátttöku og óska eftir hugmyndum.

Síðar þarf að senda út póst varðandi kjör í stjórn.

 

  1. Ungmennaráð sveitarfélaga – erindi frá umboðsmanni barna

Ákveðið að senda erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bragi útbýr drög að bréfi og deilir með stjórn.

 

  1. Mótun stefnu um frístundastarf barna og ungs fólks

Boð á vinnufund mennta- og menningarmálaráðuneytisins 22. september 2020 um mótun stefnu um frístundastarf barna og ungs fólks. Bylgja og Rut sitja fundinn fyrir hönd stjórnar FÍÆT.

 

  1. Áskorun vegna ástands mála á Seltjarnarnesi

Ábending frá Heiðrúnu Janusardóttur um stöðu mála í frístundageiranum á Seltjarnarnesi sl. ár. FÍÆT lýsir að sjálfsögðu áhyggjum yfir því þegar dregið er saman í þessum mikilvæga málaflokki. Bragi útbýr drög að fyrirspurn til að senda á bæjarstjórn Seltjarnarness varðandi ástandið þar.

  1. Önnur mál
  2. Almenn hvatning til sveitarfélaga

Bragi og Gísli verða í sambandi við FFF og Samfés varðandi það hvernig félögin geta komið saman og sent á sveitarfélög, og jafnvel fjölmiðla, hvatningu til sveitarfélaga á Íslandi til að standa vörð um málaflokkinn og ítreka mikilvægi þess starfs sem fer fram m.a. í félagsmiðstöðvum og öðru skipulögðu frístundastarfi.

Stefnt á næsta fund 29. september. Bragi boðar fund.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 14:30.

Bylgja Borgþórsdóttir ritaði fundagerð.