FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

4.stjórnarfundur FÍÆT starfsárið 2012-2013 haldinn 9. janúar 2013

Fundur stjórnar FÍÆT 9.jan. 2013 hófst kl.10:00 í Mennta- og menningarmálaraðuneytinu.

Mætt: Bragi, Alfa, Sigrún, Jói, Gísli og Ragnar Örn frá FÍÆT og Ómar og Óskar frá starfshópnum.

1.mál – fundur um íþróttastefnuna

Óskar og Ómar fara yfir tilgang fundarins.

Rætt um fjölmörg mál

-          Starfsmaður hjá sambandinu sem sinnir þessum málaflokkum

-          Skoða stöðuna í dag. Tilgang héraðssambanda, félaga. Yfirhatturinn ofl.

-          Peningamál. Passa að félögin fari vel með fjármunina.

-          Sveitarfélög vinna saman gagnvart íþróttafélögum, tímar í íþrótthúsum, áhaldahús ofl.

-          Samvinna við uppbyggingu íþróttamannvirkja.

Ýmislegt fleiri rætt og farið vítt og breytt um sviðið.

Óskar tekur fram að FÍÆT fái aðgerðaáætlunina til umsagnar þegar drögin eru klár.

Eiginlegur stjórnarfundur kl.13:20 í Molanum í Kópavogi

Mætt: Bragi, Alfa, Jói, Gísli og Ragnar Örn.

2.mál –  Æskulýðsstefnan

Gísli upplýsir um kynningu á stefnunni sem fór fram í desember. Mörg félög voru ósátt með stefnuna þar sem þau voru ekki höfð með í ráðum þegar hún var unnin. FÍÆT hefur ekki komið að neinu marki að stefnunni en hafði þó samband til að reyna að koma að athugasemdum og fékk að koma með nokkur atriði. 

Gísli fer yfir drög að bréfi sem FÍÆT, Samfés og FFF ætlar að senda á ráðherra um stöðu æskulýðsmála. 

3.mál – Handbókargerð

Alfa fer yfir stöðu mála.  Búin að vinna að IPA umsókn en því miður er ólíklegt að við fáum úr þeim sjóði þar sem þeir telja að ríkið eigi að vinna þessa vinnu og því þurfi að finna aðrar leiðir til fjármögnunar. Jakob hjá HÍ hefur þó fengið vilyrði fyrir því að setja hluta úr sýnum vinnutíma til að vinna að bókinni en það er aðeins hluti af þeirri vinnu sem þarf að vinna. 

Markmiðið með handbókinni hefur skýrst betur á sl. mánuðum en þó þarf að klára endanleg markmið og gera ákveðna beinagrind að verkefninu. S.s. helstu efnistök, kaflar, markmið ofl. Allir sammála um að þetta þurfi að vera klárt fyrir næsta aðalfund svo hægt sé að fá einhverja ákvörðun um framhaldið. Alfa vinnur málið áfram með Jakobi.

4.mál – Launakönnun félagsmanna

Rætt um að gera launakönnun innan félagsmanna FÍÆT og taka þá inn ábyrgðarsvið ofl. sem myndi fylgja með. Könnunin væri eðlilega leynileg en skoða þarf uppsetningu hennar og hvað verði spurt um.  Gísli vinnur málið áfram.

Fleira ekki rætt. Stefnt á næsta fund í byrjun febrúar.