FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

4. Fundur stjórnar FÍÆT 2016-2017. Haldinn í Mosfellsbæ 6.feb. 2017 kl. 11:00

Mætt: Bragi, Linda, Agnes, Ragnar, Stefán, Gísli Rúnar og Soffía sem ritaði fundargerð

Mál á dagskrá:

  1. Stefnumótun FÍÆT. Stjórn vann í stefnumótunarskjali félagsins og stefnir á að hitta Janus í mars og leggja lokahönd á verkið. Stefnan verður síðan lögð fyrir aðalfund.

 

  1. Lagabreytingar FÍÆT í kjölfar stefnumótunarvinnu – Fara yfir verklag við endurskoðun. Bragi og Linda ætla að taka að sér að fara yfir lagaramma félagsins og hvar þarf að bera niður varðandi breytingar á lögum félagsins. Þetta þarf að liggja fyrir á fundi stjórnar í mars.

 

  1. Ársreikningar 2016 – Ragnar Sig. kynnir ársreikninga 2016 og fjárhagsáætlun 2017. Reikningar lagði fram og verða sendir til skoðunarmanna félagsins fljótlega.

 

  1. Fræðsluferð 2017 – Gísli Rúnar fer yfir stöðu mála, það eru 15 skráðir og umræða um kostnaðarþátttöku fyrir þátttakendur FÍÆT í ferðinni. Samþykkt að niðurgreiða ferðina um 30 þús./mann auk ferðakostnaðar innan Eistlands. Rætt um  fræðslu almennt fyrir félagsmenn og mikilvægi þess að hafa sérsniðið námskeið í stjórnsýslu einnig að leita eftir hugmyndum félagsmanna um fræðslu og námskeið.  Rætt um að hafa ráðstefnu á vegum FÍÆT og samstarfsfélaga í náinni framtíð og mögulega horfa til ráðstefnu eða námskeiðs erlendis á næsta ári.

 

  1. Aðalfundur FÍÆT 2017 – Fara yfir dagsetningu og fyrirkomulag til að tengja við fræðsluferð. Það hentar illa að hafa aðalfund í tengslum við fræðsluferð og því ákveðið að skoða aðalfund 11. og 12. maí.  Rætt um fyrirkomulag fundarins, mikilvægt að gefa tíma til að fundarmenn geti átt óformleg samskipti og gefa tíma í tengslanet.

 

  1. Ferðakostnaður vegna funda FÍÆT 2016 – Ragnar Sig. fer yfir kostnað stjórnarmanna. Núverandi vinnulag er að félagið greiðir ferðakostnað fyrir stjórnarmenn þ.e. flug greitt að fullu en akstur er greiddur þ.e. helmingur af kílómetragjaldi. Umræður um að regluverk í kringum ferðakostnað ætti að vera inni í lagaramma félagsins og verður það tekið inn í lagabreytingavinnu sem er framundan.

 

  1. Heimili og varnarþing félagsins. Ragnar ræddi um heimili og varnarþing félagsins, ákveðið að taka þetta fyrir á aðalfundi og vísað inn í lagabreytingarvinnu sem framundan er.

 

  1. Styrkumsóknir. Linda ræddi um styrkumsóknir frá félagasamtökum sem sinna æskulýðsmálum  til sveitarfélaga.  Umræður um þetta.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 13.40