FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

Mætt: Gísli Rúnar, Kjartan, Amanda, Ragnar og Rut.

Mál á dagskrá

  1. Sóttvarnaraðgerðir-Íþróttastarf

Skólaíþróttir mega fara fram en ekki íþróttir eftir skóla. Þyrfti að taka til endurskoðunar og gæta samræmis þar á milli í reglugerð.

Það eru áhyggjur af brottfalli og andlegri og líkamlegri heilsu barna og ungmenna.

Þarf að gæta samræmis í reglugerð er varðar þessa þætti.

Má ekki vanmeta íþróttafélögin til að leita leiða til að geta haldið úti æfingum sem tekur mið af sóttvarnarreglum.

  1. Heimasíða

Rut (Suðurnesjabæ), Gísli (Dalvíkurbyggð) og Ólafur Örn (Hvolfsvelli) sitja í starfshópi varðandi heimasíðumál.

Uppsetningu á heimasíðu lokið.

  1. Aðalfundur FÍÆT

Til umræðu er aðalfundur félagsins árið 2021.

Áfram stefnt af því að halda fund 6.-7.maí nk. Staðan tekin eftir að ný reglugerð kemur 15.apríl.

Margrét Sigurðurdóttir er með verkefni/námskeið sem væri líka sniðugt að kynna á aðalfundi FÍÆT.

  1. Heilsueflandi samfélag

Hreinn árangur er verkefni sem hægt væri að fá upplýsingar um og í framhaldi kynningu  fyrir meðlimi FÍÆT á næsta aðalfundi.

Stefnt á næsta fund mánudaginn 19.apríl kl. 12:00

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 12:25

Amanda K. Ólafsdóttir  ritaði fundagerð.