3.stjórnarfundur FÍÆT starfsárið 2012-2013 haldinn 29. október í Reykjavík.
Mætt: Gísli Rúnar Gylfason, Alfa Aradóttir, Jóhann Rúnar Pálsson.
Gísli Rúnar skrifar fundagerð.
- Æskulýðsstefna Mennta- og menningarmálaráðuneytis
Stjórn FÍÆT fundaði með Óskari Dýrmunds, formanni Æskulýðsráðs og Margréti Sigurðardóttur fulltrúa Sveitarfélaga í Æskulýðsráði um vinnu við stefnumótun í Æskulýðsmálum sem er í gangi. Þar lagði FÍÆT áherslu á að umhverfi æskulýðsmála á vegum Sveitarfélaga yrði skoðað og lagarammi þess skoðaður.
- Fræðsluferð FÍÆT 19.-23. nóvember
Búið er bóka ferðina. 21 félagsmaður er skráður í ferðina.
- Vandamál í málaflokknum
Stjórnin ræddi þau vandamál sem tilheyra málaflokknum.
- Handbókargerð
Alfa fór yfir stöðuna. Hún er búinn að sitja námskeið vegna umsóknar á IPA styrk. Búið er að fara í vinnu við að skilgreina hver þörfin okkar er og hvaða vandamál við viljum leysa með slíkri handbók. Að þessari vinnu hafa komið auk FÍÆT, Menntavísindasvið HÍ, Fagfélagið og Samfés. Áætlaður er fundur fljótlega á Akureyri með fulltrúum Menntavísindasviðs og fulltrúum Háskólans á Akureyri til að ræða rannsóknarhluta verkefnisins.
Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:00