FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

3. Fundur stjórnar FÍÆT 2017-2018. Haldinn í Reykjavík 5.mars. 2018 kl. 11:00

Mætt: Ragnar, Gísli Rúnar, Bylgja, Stefán og Bragi.

Mál á dagskrá:

1.Skipulag aðalfundar 2018

Farið yfir drög að skipulagi fyrir aðalfundinn á Ísafirði 8.-9.maí.

 Bragi hefur verið í sambandi við Margréti á Ísafirði og mun heyra í henni í framhaldi af fundi til að festa betur niður skipulagið.

 

Farið yfir kostnaða vegna aðalfundar og kom fram að þátttökugjöld ættu að standa straum af mest öllum kostnaði við aðalfundinn en annars mun félagið leggja út fyrir mismuninum.

 

Bragi sendir áminningu á félagsmenn um aðalfundinn og að gott sé að klára að bóka flug og hótel mjög fljótlega. Einnig að óska eftir hugmyndum frá félagsmönnum ef þeir vilja sjá eða heyra um eitthvað ákveðið á Ísafirði.

 

Hugmyndir að umræðum á Ísafirði sem Bragi ræðir nánar við Margréti

- Ungmennaráð

- Fyrirkomulag á Ísafirði gagnvart æfingum barna innan skólatíma

 

2. Kosning í stjórn 2018 – 2019

Farið yfir hvaða embætti þarf að kjósa í á aðalfundinum. Kjósa þarf um embætti formanns en Bragi er að klára sitt annað ár og einnig þarf að kjósa um tvo meðstjórnendur en Bylgja og Gísli Rúnar eru að klára sitt seinna ár.

 

3. Fjárhagsuppgjör 2017 – ársreikningar

Ragnar fer yfir drög að ársreikningum fyrir árið 2017 og fjárhagsáætlun 2018.

Fram kom að félagið standi vel en um 45 þúsund kr. mínus var á rekstrinum árið 2017. Þó var Eistlandsferðin styrkt ásamt auknum kostnaði við Haustfund.

 

4. Fagnefndir – staða mála

Engin af nefndunum hefur hist ennþá en allir sammála að hver og einn formaður boði sína nefnd á fyrsta fund til að ræða hlutverk nefndarinnar og hvernig þær vilji starfa. Stefnt er að því að ná fundum í hverri nefnd fyrir aðalfund.

 

a. Íþróttanefnd

b. Frítímanefnd

c. Fræðslu- og upplýsinganefnd

 

5. Stefnumótunin – gefa út lokaskjalið

Bragi mun klára skjalið og koma út til félagsmanna. Gísli Rúnar setur hana síðan á netið.

 

6. Europe Goes Local – Staða mála

Bragi fer yfir stöðu mála en næstu skref í verkefninu verða ákveðin á fundi um miðjan mars.

 

Umræða um ungmennaráð á Íslandi og hvar við erum stödd í heildina á Íslandi. Allir sammála að huga þurfi að innviðum og styrkja fyrst og fremst ungmennaráð í hverju sveitarfélagi.

 

7. Annað

a. Samstarf við Eistland

Gísli Rúnar upplýsir að búið sé að sækja um samstarfsverkefni við Eistland í Eramus+. FÍÆT er þar sem samstarfsaðili og ef umsókn verður samþykkt má búast við heimsókn frá Eistlandi haustið 2018 eða vorið 2019.

 

b. Útgáfa bókarinnar um Frítímann

Fögnum innilega útgáfu

 

c. Umræða um kynbundið ofbeldi

Rætt um alvarleika málsins og hvernig félagið gæti tekið skýra afstöðu. Mál sem mætti taka fyrir á aðalfundi.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 12:40

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð