FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

3. fundur stjórnar starfsárið 2016/17

3. fundur stjórnar FÍÆT 2016-2017. Haldinn í Reykjavík 5.des. 2016 kl. 11:00

Mætt: Bragi, Stefán, Gísli Rúnar og Soffía sem ritaði fundargerð. Linda, Ragnar og Agnes boðuðu forföll.

Mál á dagskrá

 

1.       Stefnumótun FÍÆT – Janus Guðaugson kemur inn á fundinn og stjórnin vann í stefnumótun FÍÆT. Janus var búin að stilla upp ramma í kringum stefnuna og vinna úr þeim punktum sem komu fram á haustfundi FÍÆT. Það er mikilvægt að skoða vel allar lagabreytingar sem við viljum mögulega leggja fyrir næsta aðalfund. Athuga þarf hvort að nýjustu lög FÍÆT séu á heimasíðunni.  Umræður voru um æskulýðsorðið í nafni FÍÆT, er það orðið úrelt? Hve margir bera orðið „æskulýðs“ í sínum starfstitli, við létta yfirferð reynust um 8 af rúmlega 50 hafa það orð í sínum starfstitli.

Rætt um samstarf/snertingu við stjórn Grunns sem eru félagasamtök fræðslustjóra á landinu.  Rætt um tengingu/samstarf  við menningarstarfsemi sveitarfélaga.  Unnið var áfram í stefnumótunarskjalinu sem hefur tekið breytingum í umræðunni á stjórnarfundinum. Næstu skref eru að formenn nefnda og sviða vinni drög að texta inni í markmiðum hvers málaflokks og senda á stjórn í síðasta lagi 26. janúar 2017. Stjórnarfundur verður síðan í byrjun febrúar, fundarboð sent út eftir áramót. Skiptingin er þannig að Soffía tekur tómstundahlutann, Stefán íþróttahlutann, Gísli Rúnar upplýsinga og fræðsluhlutann og Ragnar það sem snýr að fjármálahlutanum.

 

2.       Greiðslusamkomulag vegna stefnumótunar FÍÆT, Bragi lagði fram tillögu um að greiða Janusi 50% af samningi við stjórn um stefnumótunarvinna núna og síðan 25% í febrúar og svo 25% við lok verks. Samtals kostnaður við stefnumótunavinnuna er kr. 250.000. Þessi tillaga var samþykkt einróma.

 

3.       Fræðsluferð 2017, ekkert nýtt að frétta frá haustfundi sjá fundargerð frá haustfundi.

 

4.       Önnur mál- enginJ

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 14.