FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

3. fundur stjórnar FÍÆT 2020-2021. Teamsfundur haldinn 7. janúar 2020 kl. 10:00

Mætt: Gísli Rúnar, Kjartan, Amanda, Ragnar og Rut.

Mál á dagskrá

  1. Heimasíða félagsins

Rut (Suðurnesjabæ), Gísli (Dalvíkurbyggð) og Ólafur Örn (Hvolfsvelli) sitja í starfshópi varðandi heimasíðumál.

Starfshópurinn hyggst funda fljótlega. Byrjað er að safna upplýsingum um vefsíður hjá öðrum aðilum eins og td Samfés. Nefnt er að mikilvægt sé að fastur rekstrarkostnaður sé í lágmarki eins og td í tilfelli Samfés. Málið verður tekið aftur fyrir þegar starfshópur um vefsíðu hefur fundað.

  1. Aðalfundur FÍÆT

Til umræðu er aðalfundur félagsins árið 2021.

Árið 2020 átti aðalfundur að vera á Sauðarkróki en var haldin rafrænn í staðinn. Aðalfundur hefur vanalega verið haldinn í byrjun maí. Dagsetningarnar 6/7 maí eru nefndir sem vinnudagsetning og stefnt er á Sauðárkrók. Ef ekki verður mögulegt að halda fund á staðnum verður möguleiki að halda fjarfund. Stjórn mun byrja að undirbúa aðalfund þegar í stað.

Stefnt á næsta fund fimmtudaginn 11.feb kl 10.00

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 10.40

Kjartan Páll  ritaði fundagerð.