FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

2.stjórnarfundur FÍÆT starfsárið 2012-2013 haldinn 13. september í Rósenborgarhúsinu á Akureyri kl.13:00.

Mætt: Gísli Rúnar, Alfa, Jóhann, Ragnar Sig. og Bragi.

Bragi Bjarnason skrifar fundagerð.

  1. Handbókargerð

Alfa fer yfir stöðuna en hún er að byrja aftur með verkefnið eftir sumarið. Fram kom hjá Ölfu að hún hafi kynnt sér styrkjamál Evrópusambandsins og sé með gögn til að sækja um styrki þar en það sé ekkert gefið enda mikið af gögnum sem þarf að lesa og fylla út. Kynningin sem hún sat er aðgengileg á heimasíðu byggðastofnunar.

Ýmsar vangaveltur um umsóknina ræddar en kröfurnar sem ESB setur eru nokkrar og fór Alfa lauslega yfir þær. Verkefnið þarf að vera unnið af þeim sem ætla að nota það, vel úthugsað og markmið þess skýrt. S.s. hvað á það að skila og hvernig nýtist það. Mikilvægt að umsóknin sé vel unnin til að auka líkur á styrk. Allir stjórnarmeðlimir sammála að sækja um styrk til að vinna verkefnið áfram líkt og kom fram á aðalfundi sl. vor.

Alfa verður í sambandi við Jakob hjá HÍ og vinnur málið áfram og upplýsir stjórnina á næstu vikum.

 

  1. Fræðsluferð FÍÆT 19.-23. nóvember

Farið yfir dagskrá ferðarinnar eins og hún lítur út í dag. Planið er nokkuð klárt en bæta þarf við heimsókn tengda æskulýðsgeiranum í Gautaborg á fimmtudeginum. Bragi hefur samband við Jón Pétur, fyrrverandi félagsmann í FÍÆT sem er búsettur í Gautaborg en hann var til í að aðstoða okkur við að finna stað. Jóhann hefur samband við forsvarsmenn Gautaborgarmessunnar um gjald ofl. tengt sýningunni.

Ferðaplanið er að öðru leyti klárt. Flug, rútuferðir og ferðakostnaður liggur fyrir en Ragnar þarf að fá staðfest verð frá Icelandair.

 

  1. Samstarfssamningur FÍÆT, FFF, Samfés og SFSÍ

Gísli upplýsir um stöðu mála. Gísli mun funda með forsvarsmönnum hinna félaganna nú í haust til að klára viljayfirlýsinguna um samstarf félaganna.  

 

  1. Árgjald

Reikningar verða sendir út á næstu vikum. Fram kom að félagar væru 49 talsins.

 

  1. Skjöl stjórnar aðgengileg fyrir stjórnarmenn

Bragi fer í að setja upp aðgang á netinu þar sem skjöl stjórnar yrðu aðgengileg fyrir stjórnarmenn. T.d. á Dropbox eða Google doc.

 

  1. Aðild að Fíæt. Mál frá aðalfundi 2012

Fara þarf yfir og skýra hverjir eigi að hafa aðildarmöguleika í félagið. Starfsumhverfi félagsmanna er mjög breitt og mikilvægt að taka þessa umræðu fyrir næsta aðalfund.

 

  1. Sundlaugarreglugerð

Fram kom að endurbætt reglugerð á að koma út 25.sept. nk.

 

  1. Aðgerðalisti vetrarins 2012-2013

Rætt um verkefni vetrarins. Eftirfarandi sett fram

  1. Fundaáætlun vetrarins. Gísli setur upp fundaplan fyrir veturinn en stefnt er á næsta fund
  2. Haustfundur. Skoða með samstarf við Íslenskar æskulýðsrannsóknir. Bragi talar við Árna Guðm.
  3. Handbókargerð
  4. Fræðsluferð
  5. Skoða hverjir eigi aðildarmöguleika að félaginu. (t.d. HÍ/HA kennarar og forstöðumenn frístundamiðstöðva)
  6. Samskipti við mennta- og menningarmálaráðuneytið

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.15:40