FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

2. fundur stjórnar FÍÆT 2019-2020. Haldinn í Reykjavík 10. okt. 2019

Mætt: Ragnar, Gísli Rúnar, Bragi, Bylgja og Rut

Mál á dagskrá

  1. Framkvæmdaáætlun stjórnar 2019 – 2020

Framkvæmdaáætlun stjórnar rædd og yfirfarin.

Næg verkefni framundan og nauðsynlegt að halda vel á spöðunum.

  1. Haustfundur 2019

Glæsileg dagskrá haustfundar yfirfarin og rætt um mögulega þróun fundarins á næstu árum.

Haustfundur 2019 verður haldinn í Mosfellsbæ 7. nóvember.

Upplýsingar sendar félagsmönnum í næstu viku.

  1. Fjárhagsmál

Ragnar fór yfir fjármál félagsins og félagalista.

Viðbúið að það verði töluverður kostnaður af heimasíðugerð en félagið stendur vel undir því.

  1. Endurgerð heimasíðu

Gísli, ásamt fræðslu og upplýsinganefnd, vinnur að endurgerð heimasíðu.

  1. Ábyrgðasvið nefnda innan FÍÆT

Rætt um nefndir og hlutverk þeirra. Eðlilegt að störf nefnda séu ekki alltaf jafn viðamikil. Nefndir taki þó umsagnir þegar þær berast og gott að hafa þessa ferla til staðar þegar á reynir.

 

  1. Aðild að FÍÆT

Umræða um það hverjir eiga að eiga aðild að FÍÆT en í lögum félagsins segir „Rétt til aðildar að félaginu eiga þeir stjórnendur, sem hafa umsjón með íþrótta- og frítímamálum hjá ríki og sveitarfélögum, þó starfsheiti þeirra séu ekki þau sömu.“

 

  1. Önnur mál
  • Rætt sérstaklega um að nýta Drive betur og minna félagsmenn á að bæta inn upplýsingum.
  • Launamál rædd sérstaklega og vangaveltur um hvort ætti að fara í launakönnun á meðal félagsmanna. Ákveðið að skoða málið á haustfundi.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 12:30. Stefnt á næsta fund eftir haustfund í nóvember.

Bylgja Borgþórsdóttir ritaði fundagerð.