FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

  1. Fundur stjórnar FÍÆT 2017-2018. Haldinn í Reykjavík 22.sept. 2017 kl. 12:30

Mætt: Ragnar, Gísli Rúnar, Bylgja, Stefán og Bragi. Bjarki Ármann úr varastjórn situr einnig fundinn en Rut Sigurðardóttir boðaði forföll.

Mál á dagskrá:

  1. Skipulag stjórnar 2017 – 2018.  Formenn fagnefnda

Rætt um fagnefndirnar og verkaskiptingu stjórnarmeðlima innan þeirra. Fulltrúar stjórnar í nefndunum eru formenn og sjá um að boða fundi og fylgja málum eftir innan nefndanna. 

 

Ákveðið að skipta með sér verkefnum á eftirfarandi hátt:

-          Íþróttanefnd: Stefán Arnibjarnarson

-          Frítímanefnd: Bylgja Borgþórsdóttir

-          Fræðslu- og upplýsinganefnd: Gísli Rúnar Gylfasonar

Bragi Bjarnason og Ragnar Sigurðsson sjá síðan um stjórnunarsviðið sem er annað af tveimur stoðsviðum samkvæmt nýju skipuriti FÍÆT.

 

Formenn nefnda hafa samband við nefndarmenn þegar boðað verður til fyrsta fundar en kosið var í íþróttanefn og frítímanefnd á síðasta aðalfundi. Ennþá á þó eftir að kjósa í fræðslu- og upplýsinganefnd og væri stefnt á að gera það á haustfundi félagsins.

 

  1. Framkvæmdaáætlun stjórnar 2017 – 2018

Bragi leggur fram drög að framkvæmdaáætlun. Stjórnin samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun með þeim breytingum sem voru lagðar til á fundinum. 

Framkvæmdaáætlunin er þó lifandi plagg sem gæti tekið breytingum yfir starfsárið.

 

  1. Fjárhagsáætlun 2018

Rætt um fjárhagsáætlunarvinnuna og hvernig stjórnin ætlar að vinna að því. Ákveðið að Ragnar gjaldkeri setji upp drög að áætlun og sendi á stjórn til yfirlestrar. Síðan verði samþykkt áætlunin sett á heimasíðuna.

 

  1. Samstarfsverkefni með Evrópu unga fólksins

Bragi fer yfir samstarf FÍÆT við Evrópu  unga fólksins, HÍ og ungmennaráðs Íslands sem og ráðstefnuna sem farið var á í Slóveníu í maí í tengslum við Europe goes local (EGL) verkefnið. Ráðstefnan úti gekk vel og er íslenski hópurinn með það verkefni í  gangi að kynna vel í nærsamfélaginu það ungmennastarf sem er í gangi á Íslandi.

Næsta verkefni innan EGL er kynning á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 5. – 6. okt. og verður Ungmennaráð Íslands þar í aðalhlutverki ásamt Rannís og Fíæt sem verður með smá kynningarefni um sitt starf.

 

Þetta er samstarfsverkefni sem verður vonandi haldið áfram en EGL verkefnið á að ná til næstu tveggja ára.

 

  1. Intercity youth – ráðstefna í Belgíu

Bragi kynnir ráðstefnu sem haldinn verður í Belgíu í nóvember og er haldinn af systurfélögum FÍÆT í Evrópu. Evrópa unga fólksins styrkir ferðina að mestu og FÍÆT myndi þá greiða það sem uppá vantaði. Um tvö laus sæti væri að ræða og er ákveðið að senda póst á félagsmenn til að kanna hverjir hafa áhuga á að fara.

 

  1. Haustfundur 2017

Rætt um að stefna á fund í nóvember og kalla eftir hugmyndum um fræðslufyrirlestra frá félögum. Gísli Rúnar kannar með fyrirlesara sem hópurinn hitti í Eistlandi.

Bragi kannar með staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu.

 

  1. Aðalfundur 2018

Rætt um staðsetningu og tíma fyrir aðalfundinn og ákveðið að stefna á 3. – 4. maí 2018 en það tæki þó auðvitað aðeins mið af því að sveitarfélagið sem heldur aðalfundinn samþykki líka dagsetninguna. Bragi vinnur málið áfram og leggur fyrir næsta fund stjórnar.   

 

  1.  Stefnumótun félagsins – lokaskrefin

Fara fyrir stöðu mála. Bragi sendi lokadrög á stjórnina til yfirlestrar.

 

  1. Önnur mál

 

 

  1. Fundur með sambandinu

Fá fund með Halldóri H. Formanni sambandsins og Karli B. framkvæmdastjóra til að ýta við okkar málum og fá inn starfsmann til að halda utan um þennan málaflokk. Koma Ungmennaráði Íslands líka fyrir undir Sambandinu til að tryggja því aðgang að starfsmanni og festa það betur í sessi.   

 

  1. Ferðanefnd 2018-2019

Stjórnin sammála að vinna að næstu fræðsluferð árið 2018 eða 2019 og skipuð verði ferðanefnd á haustfundi félagsins í nóvember 2017.   

 

Stjórnin sammála að prófa að halda næsta fund í gegnum skype og sjá hvernig til takist.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 14:10

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.