FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

2. fundur stjórnar starfsárið 2016/17

2.       Fundur stjórnar FÍÆT 2016-2017. Haldinn í Reykjavík 9.sept 2016 kl. 11:30

Mætt:  Bragi, Gísli, Stefán, Agnes og Soffía sem ritaði fundargerð.

 

Mál á dagskrá

1.       Haustfundur 2016 fimmtudagur 13. október, Gísli Rúnar sendir út uppl. um dagsetningu á heimasíðu félagsins.

Staðsetning: Í Reykjavík ath. Hlaðan eða Kornhúsið. SP athugar með húsnæði, mat og kaffi.

Drög að dagskrá:

kl. 9.30 Morgunkaffi og spjall

kl. 10: Innlegg. Breytingastjórnun og mannauðsmál, ath. Ketill  ca.  SP  

kl. 11 Kynning á tómstundahandbókinni. Hulda og Alfa. SP

kl. 11.30: Kynning á greiðslu og skráningarkerfi f. íþróttamannvirki. Guðmundur (Bragi)

kl. 12-13 Hádegisverður

kl. 13.00 Fræðsluferð

kl. 13.15 Stefnumótunarvinna. ath. Bragi

kl. 16.00  Lok

 

2.       Framkvæmdaáætlun stjórnar 2016 – 2017

Uppfærð framkvæmdaáætlun lögð fram til samþykktar.

 

3.       Fræðsluferð 2017. Gísli Rúnar og Magga funduðu með fulltrúum FFF og þar var rætt um samstarf milli þessara félaga um ferð til Eistlands og fara þá mögulega í gegnum um Köben og þá er möguleiki á að skoða eitthvað þar í leiðinni. Hugmyndin er að fara í ferð fljótlega eftir páska árið 2017. Magga og Gísli Rúnar munu vinna áfram með stjórn FFF að þessari hugmynd. Mikilvægt að svona ferð feli í sér einnig umræður um innra starf hvort sem um ræðir íþrótta- eða frístundastarf.

 

4.       Stefnumótun FÍÆT, erum fagfélag, hvernig viljum við vinna stefnumótunina og hvað viljum við leggja í hana.  Mikilvægt að skoða stefnur annarra félagssamtaka, eru einhverjar góðar stefnur sem við gætum nýtt okkur sem fyrirmyndir. Rætt um hlutverk félagsins og framtíðarsýn og hvort við séum  skilgreina stefnumótunina rétt. Á haustfundi  yrði fjallað um hlutverk félagsins og hefja vinnuna þar formlega með hópavinnu og fá hug félagsmanna til verksins og innihaldsins.

Upplegg gæti verið að fá einstakling/verktaka til að taka þetta verkefni að sér og mikilvægt að hitta hann fyrir haustfund og undirbúa. Fá síðan innlegg frá félagsmönnum á haustfundi, stjórnin ynni síðan með verktaka fram að aðalfundi. Halda millifundi með stjórnarmönnum  og mögulega félagsmönnum ef þarf. Bragi ætlar að hafa samband við nokkra sérfræðinga til að kanna möguleika og verð. SP og BB mögulega hitti verktaka og undirbúi stefnumótunarhlutann fyrir haustfund.

 

5.       Rætt um hlutverk fulltrúa FÍÆT  varðandi hátíðir þegar haldnar eru tónlistarhátiðir s.s. Secret solstice o.fl. Mikilvægt að  við fylgjumst með  þessum hátíðum og bendum á hvað betur má fara og vinnum forvarnarstarf.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 13.40. Rætt um að halda einn fjarfund með stjórn fyrir haustfund annars bara tölvupóstssamskipti.