FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

2. fundur stjórnar starfsárið 2015/16 haldinn 05.02.2016
2. Stjórnarfundur FÍÆT 2015-2016 – 5.feb. 2016.

Mætt: Bragi, Sigrún, Ragnar Sig., Linda og Soffía.

Fundur hefst kl. 12:30

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 

  1. Staða formanns

Þar sem Ragnar Örn Pétursson, formaður félagsins glímir við erfið veikindi munu stjórnarmeðlimir skipta með sér þeim verkefnum sem framundan eru fram að næsta aðalfundi.  

 

 

  1. Aðalfundur vorið 2016

Ákveðið að halda aðalfund félagsins fimmtudaginn 14.apríl og er stefnt á að hann verði á höfuðborgarsvæðinu. Nánari staðsetning og dagskrá verði send á félagsmenn fljótlega.

Ákveði að prófa þetta fyrirkomulag þetta árið í ljósi aðstæðna félagsins og að aðalfundur samfés er haldinn föstudaginn 15.apríl. Samþykkt samhljóða

 

 

  1. Í framhaldi af ráðstefnu haustið 2015

Gerð var skýrsla eftir ráðstefnuna sem send var á öll sveitarfélögin en svo virðist vera sem hún hafi ekki borist inn í öll fagráð eins og óskað var eftir. Ákveðið að Soffía sendi ítrekunarpóst á félagsmenn og biðji þá að kanna stöðuna innan síns sveitarfélags þannig að skýrslan verði tekin fyrir allstaðar. Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Fræðsluferð erlendis fyrir félagsmenn

Akveðið að kjósa í ferðanefnd á næsta aðalfundi og stefna þá á fræðsluferð árið 2017.

 

 

  1. Tómstundahandbókin - styrkumsókn

Soffía fer yfir stöðu verkefnisins en hún var í sambandi við Huldu Valdís Valdimarsdóttir hjá FFF. Staða verkefnisins er góð og er gagnaöflun í góðum farvegi en til stendur að byrja ritun handbókarinnar nú í vor.

 

Stjórnin samþykkir að styrkja verkefnið um 300.000 kr. Og að fjárhagsleg umsjón þess verð í höndum FFF. Óskar jafnframt eftir að fá áfangaskýrslu um verkefnið til kynningar á aðalfundi FÍÆT í maí. 

 

 

  1. Verkefni frá aðalfundi 2015

Soffía og Ragnar Örn fóru á fund með menntamálaráðherra í ágúst 2015 og fóru yfir stöðu málaflokksins og þá ályktun sem aðalfundur sendi frá sér varðandi stöðu málaflokksins innan ráðuneytisins.

 

Framkvæmdaáætlun stjórnar fyrir 2015 – 2016 hefur ekki verið send á félagsmenn en stefnt á að það verði gert á næstu dögum.

 

  1. Önnur mál

Enginn önnur mál á dagskrá.

Ákveðið að næsti fundur verði 4.mars nk. Kl. 12:30 í Funalind.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 14:00

Fundagerð ritaði Bragi Bjarnason