FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

2. fundur stjórnar FÍÆT 2020-2021. Teamsfundur haldinn 10. desember 2020 kl. 10:00

Mætt: Gísli Rúnar, Kjartan, Amanda og Rut. Ragnar boðaði forföll.

Mál á dagskrá

1.      Ályktun stjórnar vegna Covid
Gísli Rúnar ræddi fyrirhugaða ályktun um að sveitarfélög standi vörð um málaflokk íþrótta, æskulýðs- og tómstundamála á árinu 2021. Um er ræða tillögu sem stjórn var falið að leggja fram á síðasta aðalfundi FÍÆT.

Mál númer 1 og 2 rædd saman.

2.      Áskorun vegna ástands mála á Seltjarnarnesi

Enn er verið að ræða um málið innan Seltjarnarnessbæjar. Beðið er eftir niðurstöðu þaðan áður en frekar verður aðhafst.  

Málinu frestað til næsta fundar.

3.      Fundur með umboðsamanni barna vegna ungmennaráða.
Gísli Rúnar fer yfir fund sem hann átti með umboðsmanni barna um ungmennaráð.

Góður fundur með umboðsmanni barna. Allir sammála um að það þarf að skerpa á hlutunum varðandi ungmennaráð varðandi aldur, skipulag o.fl..
Samhljómur var á fundinum um að ef lendingin verður að hafa ungmennaráð upp að 18 ára aldri þarf að finna vettvang fyrir þann hóp að eiga samtal. Á fundinum var ákveðið að Samband íslenskra sveitarfélaga muni leiða vinnu samráðshóps um málefni ungmennaráða.
Vísað er til upplýsingapósts sem Gísli sendi á félaga í FÍÆT þann 20.11.2020. Þar var óskað efir fulltrúa úr FÍÆT í samráðshópinn. Ester Ösp (Strandabyggð) bauð sig fram í verkið og mun sitja þar fyrir hönd FÍÆT.

4.      Önnur mál

-        Almenn umræða um covid mál og nýja reglugerð

-        Amanda nefnir Samráðshóp um forvarnarmál sem er starfandi hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Reykjanesbæ ofl. Amanda segir að það sé verið að tala um að útbúa aðgerðaráætlun í forvarnarmálum sem unnið verður eftir. Talað um að fá Soffíu frá Reykjavík til að kynna samráðshópinn og etv er hægt að heimfæra samráðshópinn yfir á landshlutana.

Stefnt á næsta fund daginn 7.janúar kl 10.00. Gísli boðar til fundar.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 10.50

Kjartan Páll Þórarinsson ritaði fundagerð.