FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

 1. Fundur stjórnar FÍÆT 2019-2020. Haldinn á netinu 24.sept. 2019

Mætt: Ragnar, Gísli Rúnar, Bragi, Bylgja og Rut

Mál á dagskrá

 1. Skipulag stjórnar 2019 – 2020

Stjórn FÍÆT skiptir með sér verkum á eftirfarandi hátt.

Bragi - Formaður

Ragnar Sig. - Gjaldkeri

Gísli Rúnar - Varaformaður

Rut. – Meðstjórnandi

Bylgja - Ritari

Gísli Rúnar sér um að uppfæra heimasíðuna og halda utan um félagatalið.

Ákveðið að fundarboð stjórnar séu send út í gegnum dagatalið í tölvupóstinum.

Ákveðið að ræða betur nefndir FÍÆT á næsta stjórnarfundi.

 1. Framkvæmdaáætlun stjórnar 2018 – 2019

Bragi mun setja upp skjal inn á google drive og senda á stjórnarmenn. Allir geta þá sett inn verkefnin sem liggja fyrir á þessu starfsári. Rætt um haustfund og önnur verkefni líkt og launakönnun. Samþykkt að taka framkvæmdaáætlun fyrir á næsta fundi svo allir séu inn í verkefnum vetrarins.

 1. Haustfundur 2019

Rætt um að stefna á fim. 7.nóvember nk og halda fundinn á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnarmenn skoða hvaða fyrirlestra væri áhugavert að fá á fundinn svo hægt sé að klára dagskrá á næsta fundi stjórnar.

 

 1. Ósk um þátttöku ungmennaráða vegna Skólaþings 2019

Samband íslenskra sveitarfélaga sendi spurningalista á ungmennaráð á Íslandi og óskaði eftir svörum vegna umræðu á næsta Skólaþingi 4.nóvember nk.

Fram kom að stjórn FÍÆT hefði sent spurningalistann á sína félagsmenn svo vonandi verður hann tekin fyrir í flestum ungmennaráðum landsins.

 1. Verkefni frá aðalfundi
 1. Ábyrgðasvið nefnda innan FÍÆT

Samþykkt að fresta máli til næsta stjórnarfundar.

 

 1. Endurgerð heimasíðu félagsins
  Rætt um að koma þessu ferli af stað. Gísli fer í að skoða þetta mál með fræðslu- og upplýsinganefnd.

 

 1. Samvinna við Samband íslenskra sveitarfélaga

Stjórnin sammála um að óska eftir fundi með framkvæmdastjóra sambandsins og ræða stöðu íþrótta- og frístundastarfs í sveitarfélögunum og hvernig sambandið geti stutt betur við það.

 1. Aðalfundur FÍÆT 2020

Áætlað er að halda næsta aðalfund í Skagafirði vorið 2020. Lagt til að skoða 29-30.apríl sem hentugar dagsetningar þar sem 1.maí er á föstudegi.

 1. Ferðanefnd

Fræðslu- og upplýsinganefnd tekur til umræðu næstu fræðsluferð félagsins. Rætt um hvenær eigi að stefna á fræðsluferð erlendis og hvort það væri hægt að skoða ferð innanlands.

 1. Aðild að FÍÆT

Rætt um hvernig sé farsælast að ná góðri umræðu um málið og ákveðið að stjórnin leggi fram ákveðinn grunn sem yrði ræddur betur á næsta aðalfundi og félagsmönnum gefin kostur á að leggja fram sínar skoðanir um málið.

 1. Önnur mál

Enginn önnur mál.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 14:05. Stefnt á næsta fund 7-9.október á höfuðborgarsvæðinu.

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.