FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

 1. Fundur stjórnar FÍÆT 2018-2019. Haldinn í Reykjavík 1.okt 2018 kl. 11:00

Mætt: Ragnar, Gísli Rúnar, Bragi og Stefán Arinbjörn. Bylgja boðaði forföll

Mál á dagskrá

 1. Skipulag stjórnar 2018 – 2019

Stjórn FÍÆT skiptir með sér verkum á eftirfarandi hátt.

Bragi - Formaður

Ragnar Sig. - Gjaldkeri

Gísli Rúnar - Varaformaður

Stefán Arnb. – Meðstjórnandi

Bylgja - Ritari

Gísli Rúnar sér síðan um að uppfæra heimasíðuna og halda utan um félagatalið.

Ákveðið að fundarboð stjórnar séu send út í gegnum dagatalið í tölvupóstinum.

Ákveðið að stjórnarmenn haldi sinni formennsku í fagnefndum og við notum veturinn til að koma ákveðnu skipulagi á verk nefndanna.

 1. Framkvæmdaáætlun stjórnar 2018 – 2019

Bragi setur upp drög að áætlun og leggur fyrir næsta fund stjórnar. Samþykkt samhljóða.

Einnig rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 og hvernig ætti að vinna hana haustið 2018. Ragnar sendir drög að áætlun 2019 á stjórn.

Ragnar fer yfir félagalistann en fyrirhugað er að senda út reikninga fyrir félagsgjaldi á næstu vikum.

 1. Haustfundur 2019

Stjórninni lýst vel á að kanna hvort Gufunesbær sé laus fyrir haustfund félagsins en fundurinn hefur verið þar sl. 2 ár. Staðsetningin er góð og ákveðið að vinnudagsetning sé 15. nóvember þar sem íslenskar æskulýðsrannsóknir verða með málþing fös. 16. nóv og félagsmenn gætu þá nýtt ferðina betur til Reykjavíkur.

Rætt um mögulega dagskrá og nefnt að á dagskrá mætti setja umræðu um persónuverndarlöggjöfina og kynferðislegt áreiti ásamt fleiru.

Braga falið að ræða við Soffíu um bókun á Gufunesbæ og dagsetning sé 15.nóvember nk. Gísli sendir á félagsmenn og kallar eftir fleiri hugmyndum að umræðum á haustfundinum.

 

 1. Nýir félagar í FÍÆT

Farið yfir lög félagsins varðandi nýja félaga og hvernig best sé að standa að inntöku nýrra aðila. Rætt um hverjir ættu að eiga aðild og ákveðið að ræða nánar á haustfundi FÍÆT til að fá umræðu og gera síðan verklagsreglur um inntöku nýrra félaga út frá lögum félagsins.

 1. Skýrsla menntamálaráðuneytisins um kynferðislega áreitni

Skýrslan lögð fram til umræðu og fagnar stjórn FÍÆT þeirri umræðu sem verið hefur í samfélaginu um þessi mál. Stjórnin ræðir um umsögn vegna tillagna um lög í framhaldi af skýrslunni og samþykkt að fela Braga að senda inn umsögn í framhaldi af umræðu fundarins.

 1. Verkefni frá aðalfundi
 1. Aðalfundur FÍÆT 2019

Áætlað er að halda næsta aðalfund í Sveitarfélaginu Árborg og vinnudagsetning væri mán 29. Apríl – þri. 30. Apríl.  

 1. Ferðanefnd

Stjórnin sammála að vinna að næstu ferð árið 2019. Málinu vísað til ferða og upplýsinganefndar. 

 1. Lögfesting á starfsheitum

Ákveðið að skoða þetta mál í vetur og stjórnin mun hafa samband við FFF til að félögin geti samræmt sínar áherslur.

 1. Önnur mál

Enginn önnur mál.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 13:00

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.