FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

 1. Fundur stjórnar FÍÆT 2017-2018. Haldinn í Reykjavík 14. júní 2017 kl. 10:30

Mætt: Ragnar, Gísli Rúnar, Bylgja og Bragi. Stefán Arinbjarnarson boðaði forföll

Mál á dagskrá

 1. Skipulag stjórnar 2017 – 2018

Stjórn FÍÆT skiptir með sér verkum á eftirfarandi hátt.

Bragi Bjarnason - Formaður

Ragnar Sigurðsson - Gjaldkeri

Gísli Rúnar Gylfason - Varaformaður

Stefán Arinbjarnarson. – Meðstjórnandi

Bylgja Borgþórsdóttir - Ritari

 

Gísli Rúnar sér síðan um að uppfæra heimasíðuna og halda utan um félagatalið.

 

Ákveðið að boða varastjórn á næsta stjórnarfund í ágúst til að koma þeim inn í helstu verkefni félagsins.

 

Ákveðið að skipta verkum um nefndirnar á ágústfundinum.  Umræða um hversu jákvætt það sé að fleiri félagsmenn verði virkir með þátttöku í nefndarstarfinu.

 

 1. Framkvæmdaáætlun stjórnar 2017 – 2018

Bragi setur upp drög að áætlun og leggur fyrir næsta fund nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

 

Einnig rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 og hvernig ætti að vinna hana haustið 2017.

 

 1. Stefnumótun félagsins – næstu skref

Bragi lagar texta og breytir eftir umræður og ákvarðanir á aðalfundi. Sendir svo til yfirlesturs á stjórn.

 

 1. Verkefni frá aðalfundi

 

 1. Félagsmenn sem breyta um starfsvettvang

Mjög jákvætt ef fyrrverandi félagar eru tilbúnir að miðla reynslu sinni áfram og félagsmenn geti leitað til þeirrar. Umræða um hvar vettvangurinn væri og t.d. rætt um Facebook eða póstlistann. Ákveðið að ræða betur á næsta fundi.

 

 1. Ferðanefnd 2017-2018

Stjórnin sammála að vinna að næstu ferð árið 2018 eða 2019. Málinu vísað til ferða og upplýsinganefndar. 

 

 1. Nafnasamkeppni um nafn á félaginu

Umræða um hvaða farveg væri hægt að setja á samkeppni um nafn og t.d. rætt um netkönnun sem væri lögð fyrir félagsmenn. Ákveðið að ræða betur á næsta fundi.

 

 1. Næsti Haustfundur og aðalfundur

Rætt um mögulegt þema fyrir Haustfundinn í október og t.d. skoða að fá erlendan kollega til að kynna sína starfsemi og halda mögulega vinnustofu með félagsmönnum. Gísli skoðar þennan möguleika fyrir næsta fund.

Nokkrir staðir ræddir fyrir næsta aðalfund og Bragi mun skoða þá betur og kynna á næsta fundi.

 

 1. Önnur mál
 2. Vistun skjala

Rætt um vistun eldri skjala og mynda sem félagið myndi vilja eiga. Ákveðið að vísa til fræðslu- og upplýsinganefndar.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 12:00

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.