FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

1. fundur stjórnar starfsárið 2016/17
1. Fundur stjórnar FÍÆT 2016-2017. Haldinn í Reykjavík 1. júní 2016 kl. 11:30

Mætt: Bragi, Ragnar Sig, Soffía, Linda og Gísli Rúnar.

Mál á dagskrá

  1. Skipulag stjórnar 2016 – 2017

Stjórn FÍÆT skiptir með sér verkum á eftirfarandi hátt.

Bragi - Formaður

Ragnar Sig. – Gjaldkeri

Soffía – Ritari

Gísli Rúnar -  meðstjórnandi

Linda - meðstjórnandi

 

Gísli Rúnar sér síðan um að uppfæra heimasíðuna og halda utan um félagatalið.

Samþykkt samhliða.

 

Ákveðið að boða varastjórn á næsta stjórnarfund í ágúst til að koma þeim inn í helstu verkefni félagsins.

 

Bragi fer í að færa lögheimil félagsins en það á að fylgja staðsetningu formanns.

 

  1. Framkvæmdaáætlun stjórnar 2016 – 2017

Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun. Samþykkt með þeim viðbótum sem komu fram á fundinum. Soffía uppfærir áætlunina og sendir á stjórnarmenn.

 

  1. Verkefni frá aðalfundi

 

  1. Ferðanefnd

Gísli Rúnar mun heyra í hinum nefndarmönnum ferðanefndar og koma því verkefni af stað svo niðurstaða geti legið fyrir næsta haust.

 

  1. Stefnumótun félagsins

Rætt um næstu skref í vinnunni og rætt um hvort það eigi að tala beint við ákveðið fyrirtæki eða ræða við HÍ og kanna með möguleikan á setja þetta inn í verkefnavinnu í stefnumótunaráfanga eða sem lokaverkefni.

Ákveðið að byrja á því að ræða við HÍ og taka svo stöðuna eftir það. Bragi fer í það mál.

 

  1. Næsti haustfundur og aðalfundur

Stjórnin sammála að haustfundurinn verði að mestu tileinkaður stefnumótunarvinnunni og þegar sú vinna verður komin af stað þarf að fastsetja dagsetningu á fundinn en vinnudagsetning er fös. 14. október.  Önnur mál fyrir fundinn gæti verið að fá innlegg frá BHM um þá nýju sjóði sem félagsmönnum stendur til boða sem og innlegg um stöðu handbókargerðar.

 

Stað- og dagsetning aðalfundar mun fylgja niðurstöðum ferðanefndar og skýrist betur í haust þegar tillögur ferðanefndar liggja fyrir.

 

 

  1. Ályktun frá aðalfundi

Lögð fram tilbúin ályktun til Sambands íslenskra sveitarfélaga, FFF og Samfés sem var samþykkt á síðasta aðalfundi. Bragi sendir hana út til þessara þriggja aðila. 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 13:10

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.