FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

1. Stjórnarfundur FÍÆT 2015-2016 – 31.ágúst 2015.

Mætt: Bragi, Sigrún, Ragnar Sig., Ragnar Örn og Soffía.

Fundur hefst kl. 12:00

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 

  1. Röðun í embætti

Embættisskipan í stjórn FÍÆT 2015-2016

Formaður: Ragnar Örn

Gjaldkeri: Ragnar Sig.

Ritari: Bragi

Meðstjórnandi: Sigrún

Meðstjórnandi: Soffía

 

Varastjórn er Linda og Agnes.

 

  1. Fundur Ragnars og Soffíu með Illuga Gunnarssyni ráðherra 20. ágúst s.l.

Áttu fund með menntamálaráðherra og hittu síðan nýjan formann og varaformann æskulýðsráðs.

 

Ræddu við hann um stefnumótunina í æskulýðsmálum 2014-2018 og vildu fá á hreint hvort ekki ætti að vinna áfram með hana. Fengu staðfest að sú vinna er í gangi.

Fram kom að Ragnar og Soffía hafi lagt áherslu á að gott samstarf yrði við sveitarfélögin um innleiðingu.

 

Fengu einnig þau svör að ekki yrði ráðið í staðin fyrir Erlend en Valgerður myndi taka við starfinu hans.

 

 

  1. Ráðstefna FÍÆT og fleiri um Æskulýðsmál í Laugardalshöll  16. október n.k.

Undirbúningshópurinn er búin að hittast og setja saman beinagrind að dagskrá. Fyrirlesara, vinnuhópar o.fl. komið á blað og eitthvað eftir að bætast við. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra kemur og setur ráðstefnuna.

 

Soffía upplýsir að sú hugmynd hafi komið að fá Önnu Brynja sem vinnur í Lundi til að vera með fyrirlestur. Þá þyrfti að kaupa fyrir hana flugmiða og samþykkir stjórnin að leggja fjármagn í það.

FÍÆT sér einnig um leigu á Laugardalshöll svo heildarkostnaður Fíæt við ráðstefnuna ætti að vera um 150.000 kr.  Ráðstefnugjaldið á að standa undir kostnaði við kaffi og hádegismat.

 

  1. Kynning á FÍÆT og ráðstefnunni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 24. og 25. Sept n.k.

Fíæt fær bás á fjármálaráðstefnunni til að kynna ráðstefnuna í október og ætla stjórnarmenn

 

 

  1. Breytingar á störfum formanns FÍÆT

Ragnar upplýsir að hann sé hættur störfum hjá Reykjanesbæ en er á uppsagnarfresti til áramóta og starfar áfram innan Fíæt enn um sinn.

 

  1. Tómstundahandbókin

Ákveðið að funda með Ölfu í október í tengslum við ráðstefnuna til að taka stöðuna á verkefninu.

 

  1. Aðalfundur FÍÆT 2016 (staðsetning)

Rætt um að vera á suðvesturhorninu til að tengja mögulega við fræðsluferð erlendis.

 

  1. Farið yfir ýmis atriði frá síðasta aðalfundi

Rætt um að hafa starfsdag fljótlega eftir áramót til að vinna að stefnumótun félagsins líkt og samþykkt var á aðalfundi.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 14:00

Fundagerð ritaði Bragi Bjarnason