FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

1. fundur stjórnar FÍÆT 2021-2022. Haldinn á Akureyri 19.maí 2021 kl. 10:20

Sameiginlegur fundur aðalstjórnar og varastjórnar.

Mætt: Gísli Rúnar (Teams) , Kjartan, Amanda, Ragnar, Ellert, Jóhanna, Magnús

Mál á dagskrá

  1. Verkaskipting stjórnar

Gísli Rúnar Gylfason var kjörinn formaður á aðalfundi félagsins og situr næstu 2 ár.

Stjórna skiptir með sér verkum á eftirfarandi hátt:

Amanda K Ólafsdóttir ritari:
Kjartan Páll Þórarinsson Gjaldkeri:
Rut – meðstjórnandi
Amanda – meðstjórnandi
Magnús – meðstjórnandi

Varastjórn er
Ellert
Jóhanna

 

  1. Haustfundur FÍÆT

Fræðslunefnd (Ragnar, Jóhanna og Bragi) er að kanna möguleg erindi á haustfundi.

Stefnt er á veglegan haustfund. Möguleg staðsetning er á suðurlandinu á heimasvæði fræðslunefndar. Fyrsta vikan í október er nefnd sem möguleg dagsetning. Fræðslunefnd er falið að vinna að útfærslu málsins. 

Einhugur er um að auglýsa fundinn vel á meðal félagsmanna og hvetja alla til að mæta.

  1. Utanlandsferð FÍÆT árið 2022

Fræðslunefnd mun einnig hefja undirbúning að utanlandsferð 2022.

Rætt er um mögulegar ferðir og áherslur ferðarinnar. Mikilvægt er að ná að setja upp ferð sem höfðar til breiðs hóps innan félagsins.

Messan í Köln (https://www.koelnmesse.com/) er í lok október.

Einnig er rætt um danskan mannvirkjasjóð (https://en.loa-fonden.dk/) sem styrkir verkefni sem flest hafa tenginu við það sem snýr að FÍÆT. Ýmsar sniðugar mannvirkjalausnir sem snúa að samnýtingu að ýmsu tagi.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.  12.00

Kjartan Páll Þórarinsson ritaði fundagerð.