Nýr félagi í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi

Páll Vilhjálmsson hefur tekið við nýju starfi hjá Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Hann sendi okkur smá upplýsingar um sig.

Við bjóðum Pál velkominn í félagið. Mynd 1712597

Ég heiti Páll Vilhjálmsson og er fæddur árið 1984. Ég er Austfirðingur í grunninn þó ég hafi búið út um allt land. Nú er búsettur á Patreksfirði með eiginkonu minni, Sigurbjörgu Kristjánsdóttur og 3 börnum. Ég er með B.Sc gráðu í sjúkraþjálfun. Ég tók við starfi Íþrótta- og tómstundafulltrúa í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi þann 1. júní sl. Áður hafði starfað sem framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF) og verið titlaður Íþróttafulltrúi á sunnanverðum Vestfjörðum. Nú hefur starfið tekið ákveðnum formbreytingum og heyrir nú beint undir sveitarfélögin í stað HHF.  Framundan eru skemmtilegir tímar því starfið er viðamikið. Við hlið mér starfa hins vegar reynslumikið og gott fólk sem hjálpar mér í harkinu. Ég er fullur tilhlökkunar.