Erna Georgsdóttir hefur tekið við starfi Æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa Vestmannaeyja.
Við fengum hana til að segja aðeins frá sér:
Ég heiti Erna Georgsdóttir og er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og bý þar í dag ásamt eignmanni og þremur börnum. Ég flutti til Reykjavíkur árið 2010 til þess að mennta mig og kláraði ég B.ed. og M.ed. í Tómstunda- og félagsmálafræði auk diplómu í kynfræði. Áður starfaði ég sem almennur starfsmaður á leikskólanum Hofi í Laugardalnum og síðar sem deildarstjór þar frá árinu 2011. Ég flutti aftur til Vestmannaeyja 2018 og í kjölfarið af því var ég ráðin sem Æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúi. Því starfi sinni ég í 50% vinnu ásamt því að sinna öðrum störfum fyrir Vestmannaeyjabæ í 30% og 20% stöðu sinni ég í sérkennslu á einum leikskólanum hér.