Nýr félagi í Grindavík

Eggert Sólberg hefur tekið við starfi sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs í Grindavík.

Við fengum hann til að segja aðeins frá sér:

Ég heiti Eggert Sólberg Jónsson og er uppalinn í Borgarnesi en hef búið í Grindavík síðan 2010, fyrir utan eitt ár sem ég bjó í Vík í Mýrdal. Eggert S Jonsson Ég er þjóðfræðingur að mennt og hef síðan 2012 verið forstöðumaður Reykjanes UNESCO Global Geopark sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga og hagsmunaðila á Suðurnesjum. Þar áður var ég forstöðumaður Kötluseturs í Vík.

Ég tók við starfi sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs í árslok 2018. Undanfarnar vikur hef ég unnið í því að koma mér inn í ótal anga starfsins. Framundan eru fjölmörg spennandi og krefjandi verkefni í Grindavík. Ég er heppinn að hafa mér við hlið reynslumikið og gott samstarfsfólk sem ég get ávalt treyst á.