Ríkey Sigurbjörnsdóttir hefur tekið við starfi sem Deildarstjóri Fræðslu-, frístunda- og menningarmál hjá Fjallabyggð.
Hún sendi okkur línu um sjálfa sig. Bjóðum við hana velkomna í hópinn.
Ég er fædd árið 1966 og uppalinn Skagfirðingur. Ég er búsett á Siglufirði, gift Hafþóri Kolbeinssyni og eigum við 4 uppkomin börn og 3 barnabörn.
"Ég er grunnskólakennari að mennt, með framhaldsnám í kennslufræði og meistaranám í stjórnun menntastofnana og opinberri stjórnsýslu.
Ég tók við starfi deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála hjá Fjallabyggð 1. ágúst s.l. en áður hafði ég starfað hjá Grunnskóla Siglufjarðar og síðar Grunnskóla Fjallabyggðar, lengst af sem aðstoðarskólastjóri.
Starfið leggst vel í mig. Það er mjög viðamikið en við bakið á mér stendur reynslumikið og öflugt fólk, bæði forstöðumenn stofnanna og stjórnendur skólanna í sveitarfélaginu. "