Nýr félagi í Eyjarfjarðarsveit

Karl Jónsson hefur tekið við af Ernu í Eyjafarðarsveit, bjóðum hann velkominn í félagið

Hann sendi okkur nokkrar línur til að kynna sig:

--

Ég heiti Karl Jónsson og starfa sem forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í Eyjafjarðarsveit. Starfslýsing mín er gríðarlega víðtæk því á minni könnu er ekki bara rekstur íþróttamiðstöðvarinnar, heldur líka tjaldsvæðisins. Ég er yfirmaður félagsmiðstöðvarinnar Hyldýpis, starfsmaður ungmennaráðs og starfa við Heilsueflandi samfélag. Þá er ég eðli málsins samkvæmt náinn samstarfsmaður UMF Samherja hér í sveit.  

Ég hef víðtæka rekstrar- og starfsreynslu m.a. úr íþróttahreyfingunni og ferðaþjónustu sem nýtist mér vel í þessu starfi og þá hef ég þjálfað körfubolta á öllum stigum í meira en 30 ár og þekki því vel til starfsemi íþróttafélaga og þarfa barna og unglinga í því starfi.  

Ég tók við góðu búi hér um síðustu áramót, rekstur mannvirkjanna og mönnun í nokkuð föstum og góðum skorðum,  en er farinn að setja aðeins meira mark mitt á starfsemina og koma framfarahugmyndum í framkvæmd, eyða gráum svæðum sem eru hér og þar og tryggja betri yfirsýn yfir þennan stóra málaflokk.  Þetta umhverfi þarf stöðugt að vera í þróun og í slíku umhverfi líður mér vel. Ef það vantar svo trymbil í FÍÆT-bandið, er ég klár 😊