Emil Morávek heiti ég og hef tekið við starfi verkefnastjóra á fræðslu og frístundasvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þar sinni ég meðal annars starfi tómstundafulltrúa.
Ég er fæddur og uppalin á Höfn í Hornafirði og þar bjó ég fram yfir stúdentsprófið en eftir það var haldið til Reykjavíkur. Í Reykjavík lærði ég kvikmyndagerð og hef síðan þá harkað sem verktaki á því svið þar sem ég starfaði var við allskonar, krefjandi, framandi og skemmtileg verkefni.
Ég starfaði mest við verkefnastjórnun innan framleiðslu og tökustaðamála þó að ég hafi komið við á fleirri stöðum líkt og í aðstoðaleikstjórn.
En nú hef ég fest ráð mit, stofnað fjölskyldu, flutt til baka á æskustöðvarnar og þörfin til að taka þátt í verkefnum samfélagsins orðin til þess að þessi nýja og spennandi staða hefur ratað á borð mitt.