Breytingar í Fjallabyggð

Vegna skipulagsbreytinga hefur Haukur Sigurðsson nú hætt í félaginu og nýr félagi (á gömlum grunni) kemur inn í staðinn. 

Kristinn J. Reimarson kemur inn í félagið í stað Hauks í Fjallabyggð. Kristinn þekkir félagið en hann var í félaginu um árabil þegar hann sinnti störfum hjá Grindavík. Bjóðum við Kristinn hjartanlega velkominn aftur í hópinn um leið og við þökkum Hauki fyrir samstarfið.