FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

Aðalfundur FÍÆT 2023. Haldinn í Stykkishólmi 19.apríl 2023

Hefðbundin aðalfundarstörf

Kl. 9.37 setning aðalfundar FÍÆT 2023

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins:

1. Setning

Rut Sigurðardóttir formaður FÍÆT setur fundinn.

 

2. Kosning fundarstjóra

Gísli Rúnar Gylfason býður sig fram sem fundarstjóra. Samþykkt samhljóða.

Amanda K. Ólafsdóttir fundarritari fundar. Samþykkt samhljóða.

 

3. Skýrsla stjórnar

Skýrsla stjórnar er flutt munnlega af Rut Sigurðardóttur. Skrifleg skýrsla verður send viðhengi

með fundargerð.

 

4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram

Kjartan Páll Þórarisson gjaldkeri félagsins kynnir og gerir grein fyrir reikningum félagsins.

Reikningar eru samþykktir samhljóða. Ársreikningur félagsins er birtur sem viðhengi með

fundargerð að loknum aðalfundi.

 

5. Umræður um skýrslu og ársreikninga

Umræða um greiðslur ráðuneytisins í tengslum við samstarf haustfundar FÍÆT. Ákveðið fyrir

nokkrum árum að FÍÆT myndi alfarið sjá um kostnað og skipulag vegna haustfundar. Mætti

endurskoða að vekja aftur upp það samstarf við ráðuneytið að skipuleggja og koma að

kostnaði í tengslum við haustfund FÍÆT.

 

6. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar.

 

7. Fræðslu- og upplýsingaerindi

Kjartan Páll Þórarisson gerir grein fyrir skipulagi á fræðsluferð FÍÆT sem varðin verður í

október 2023. Boðið verður upp á bæði fræðsluferð til Danmerkur 22.-25.oktbóer eða til

Þýskalands 24.-29.október, en meðlimir FÍÆT geta einnig valið um að fara í báðar ferðirnar.

Skoðað verði að FÍÆT styrki þátttakendur í fræðsluferðina, en ferðanefnd mun senda

upplýsingar um það þegar nær dregur. Kynning á fræðsluferð mun fylgja sem viðhengi með

fundargerð fundar.

 

8. Kosning formanns, stjórnar, skoðunarmanna og fagnefnda

Stjórn FÍÆT

Núverandi stjórn er eftirfarandi:

Rut Sigurðardóttir (Suðurnesjabær) - formaður

Kjartan Páll Þórarinsson (Norðurþing) - gjaldkeri

Amanda K. Ólafsdóttir - ritari

Guðmundur Stefán Gunnarsson (Vogar) - meðstjórnarandi

Magnús Bæringsson (Snæfellsbær) - meðstjórnandi

Samkvæmt samþykktum reglum félagsins hefur Rut Sigurðardóttir formaður félagsins

lokið sínum starfstíma í stjórn.

Amanda K. Ólafsdóttir býður sig fram til áframhaldandi starfa.

Kjartan Páll Þórarinsson býður sig fram til áframhaldandi starfa.

Amanda og Kjartan kjörin áfram með lófataki fundarins.

Bylgja Borgþórsdóttir býður sig fram til formanns.

Enginn önnur framboð komu fram.

Bylgja Borgþórsdóttir er kjörin með lófataki fundarins.

Ása Kristín Einarsdóttir og Guðrún Ása Kristleifsdóttir bjóða sig fram sem

meðstjórnendur.

Enginn önnur framboð komu fram.

Þær eru kjörnar með lófataki fundarins.

Varastjórn

Guðmundur Stefán Gunnarsson (Vogar) og Þorgerður Þóra Hlynsdóttir (Skagaströnd)

bjóða sig fram.

Enginn önnur framboð komu fram.

Þau eru kjörin með lófataki fundarins.

Skoðunarmenn reikninga :

Ellert Örn Erlingsson (Akureyrarbær) og Kári Jónsson (Garðabæ) bjóða sig fram til

áframhaldandi setu.

Enginn önnur framboð komu fram.

Þeir eru kjörnir með lófataki fundarins.

Kjör í nefndir félagsins:

- Íþróttanefnd

Ragnar Jóhannesson, Kári Jónsson og Ellert Örn Erlingsson bjóða sig fram til

áframhaldandi setu.

Enginn önnur framboð.

Þau eru kjörin með lófataki fundarins.

- Frítímanefnd

Gísli Rúnar Gylfasons (Dalvík) og Kristín Ingibjörg Lárusdóttir (Blöndós) bjóða sig fram

til áframhaldandi setu.

Magnús Ingi Bæringsson býður sig fram.

Enginn önnur framboð.

Þau eru kjörin með lófataki fundarins.

- Fræðslu og upplýsinganefnd

Ellert Örn Erlingsson og Kjartan Páll Þórarinsson bjóða sig fram til áframhaldandi

setu.

Heiðrún Janusardóttir býður sig fram.

Enginn önnur framboð komu fram.

Þau eru kjörin með lófataki fundarins.

 

9. Ákvörðun um árgjald

Gísli Rúnar Gylfason kemur með tillögu um að hækka ársgjald um 10.000 kr fyrir FÍÆT

meðlimi, 35.000 krónur.

Samþykkt samhljóða.

 

10. Inntaka nýrra félaga

Farið hringinn og þátttakendur kynna sig og sitt starf í sínu sveitarfélagi.

 

11. Önnur mál

Heiðrún Janusardóttir

Ræðir um sögu félagsins og hvernig faghlutinn hefur verið mikið efldur undanfarin ár, og í

ljósi þess mikilvægt að hvetja sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem hafa ekki verið að

mæta að koma á fundi FÍÆT og efla samstarfið við félagið.

Hvetur stjórn til að skoða að standa að einhverskonar málþingi í samvinnu við önnur

félagasamtök FFF, Samfés og Mennta-barnamálaráðuneytið um frístunda- og íþróttamál þar

sem bæjarfulltrúum sveitarfélaga og öðrum aðilum sem vinna á þessum vettvangi yrði boðið

í opið spjall með FíÆT til að gera félagið meira gildandi.

Magnús Bæringsson

Tekur undir orð Heiðrúnar, og ræðir um að þegar fólk velur sér búsetu þá er horft meira til

málaflokka er varða frístunda og íþróttaþjónustu. Mikilvægt að tala fyrir þessari þjónustu inn

í sveitarfélögunum.

Ragnar Ragnarsson

Ræðir um starfsmenn innan Sambandsins sem mætti virkja betur. Málaflokkur frístunda- og

íþróttastarfs fer stækkandi í sveitarfélögunum og í ljósi þessa þyrfti Samandið að koma

sterkari inn í samstarf og samtal við sveitarfélögin um málaflokkana.

Kjartan Páll Þórarinsson

Ræðir um mikilvægi þess að samhliða því að rætt sé um lögbunda þjónustu t.d. í

frístundaþjónustu að það sé gætt að því að starfshlutfall og hæfniskröfur starfsmanna sé í

samræmi við það. Sama á við um félagsmiðstöðvarnar.

 

12. Fræðsluerindi

Æskulýðslögin og lög um frítímaþjónustu

Victor Berg frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Kynning mun fylgja fundargerð fundar.

Íþróttalögin samráð-Mennta- og barnamálaráðuneytið

Örvar og Stefán frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu ræða um endurskoðum íþróttalaga.

Kynning mun fylgja fundargerð fundar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 14.45

Amanda K. Ólafsdóttir ritaði fundagerð.

Viðhengi 1 – Skýrsla stjórnar starfsárið 2022-2023

Viðhengi 2 – Ársreikningar FÍÆT

Viðhengi 3 - Kynning á fræðsluferð FÍÆT

Viðhengi 4 - Kynning Æskulýðslögunum og lög um frítímaþjónustu

Viðhengi 5 – Kynning á endurskoðun íþróttalaga